<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





fimmtudagur, apríl 20, 2006

COP ON THE EDGE PART 5:
THE STOOLIE.



Part 1: Morning
Part 2: The Ride
Part 3: Enter the Villain
Part 4: The Precinct

Eftir dramatískar nærmyndir af hjólkoppum og sólgleraugum legg ég bílnum við gangstéttarbrún. Við erum komnir á áfangastað: nafnlaus gata í niðurnýddum hluta Los Angeles. Sólin skín og þægileg og rök golan strýkur mér um bringuhárin sem standa út úr fleginni skyrtunni. Við Doggett staðnæmumst og höllum okkur að bílnum um stundarkorn og virðum senunni fyrir okkur.

Gatan er troðin af fólki á iði. Dansvæn hip-hop tónlist berst úr gríðarstórum gettóblaster sem nokkrir svartir unglingar eru að dansa í kringum. Börnin í hverfinu hafa skrúfað frá brunahana og eru nú í skríkjandi steypibaði. Maður nokkur stendur við grill og steikir pulsur í svangann múginn. Ung latínustúlka í syndsamlega litlum sundbol gengur hjá og menn með hvíta stráhatta bíta í hnúana þegar þeir sjá hana. Krakkar að sippa með tveimur böndum, ungir menn að gefa high-five og strákar í teningaspili við vegg. Svört amma með krullur í hárinu situr svo í glugganum sínum og horfir yfir mannskapinn fúl á svip.

Við erum í þessu sjarmerandi litríka gettói til að komast að því hvert orðið á götunni sé. ég er með mann á launaskrá sem hefur reynst mér vel í þessum málum. Hann heldur sig oftast hér. Ég geng af stað en gungan hann Doggett er enn við bílinn. "Ahem, Reed!" hóstar hann og nikkar í áttina að stöðumælinum sem ég hef ekki borgað í. Ég ranghvolfi augunum af aulahrolli og horfi ögrandi í augu hans á meðan ég set pappírspoka yfir stöðumælinn. "Vandamáli eytt" segi ég og kveiki mér í fjórðu sígarettunni síðan ég kom hingað. Ég er gallharður.

Við örkum niður götuna á meðan tónlistin magnast. Doggett er lágvaxinn stauli í brúnum jakkafötum og með orðabókar-lögguklippingu. Hann væri með yfirvaraskegg ef hann hefði nógu karlmannlegan skeggvöxt. Ég er með axlarsítt hár, í brúnum leðurjakka og í fyrrnefndri fleginni, köflóttri skyrtu. Lögregluskjöldur dinglar í keðju um hálsinn á mér. Skyndilega rekst ég á slefberann minn: Stretch. Hann kemur til mín. "Jó, Jack my maaaan! Yo still got tha Swagga like my man Mick Jagga?" skríkir hann og heilsar mér. Ég kann allt þetta flókna high-five rugl sem blökkumenn gera. "Sæll, Stretch minn. Hvað syngur í þér?" Ég er með allt slangrið á hreinu líka. Stretch verður litið á Doggett og hvíslar að mér. "Jó, Reed, þarf ekki að skipta um prikið í rassinum á honum þessum? He be trippin like my man Scottie Pippen!" "-Fástu ekki um hann" segi ég. "Fáum okkur göngutúr".

Stretch er ungur og horaður blökkumaður í hvítum jogginggalla og með gullkeðju um hálsinn. Þrátt fyrir að hann sé augljóslega að umgangast lögregluþjóna í þessu hættulega hverfi ber hann sig ótrúlega vel. Hann þekkir alla og gefur öllum five. Af Stretch að dæma skulda allir honum 20 dollara og voru klikkaðir í partýinu í gær. "Hvað getur þú sagt mér um aftökuna á Salabasar í morgun" spyr ég og mata Stretch á fimm dollara seðlum. "Jó, Reed, þetta var slátrun, Jack the Ripper með vélbyssur. Þeir áttu ekki séns. Þetta var einsog rán í blindrastafsverslun my man: Nobody saw nuthin!" Engin vitni. Myrtir menn segja engar sögur. En ég veit hver þetta var... Zevallos!

Stretch staðnæmist og lækkar róminn. "En dig this brotha man - Ég heyrði um risastóra sendingu af partý-dufti sem er á leiðinni hingað to-night! It's huge maaan. Huuuuge." Hann blikkar mig og hirðir restina af seðlunum mínum. Stretch heldur af stað og hverfur high-fiveandi inní mannmergðina. Þetta kemur allt heim og saman. Zevallos ætlar sér að taka yfir markaðinn og lýsa yfir stríði gegn öllum þeim sem standa í vegi hans. Þetta gæti orðið blóðbað.

Ég virði Doggett fyrir mér. Þetta gæti orðið áhugavert. "Koddu kall" segi ég og klappa á lærið á mér á meðan Doggett eltir mig aftur að bílnum. Það er sekt á rúðunni. Doggett heldur á henni kaldhæðinn á svip. "Ekkert mál" segi ég og sest inn í bíl. Ég opna hanskahólfið og hundruðir af sektum hrynja í gólfið. "Settu hana með hinum!"

4 Comments:

Blogger Bobby Breidholt said...

Svo virðist vera að hlutar 3 og 4 eru eitthvað brenglaðir í Safari vafranum. Prófið bara að finna þessa spennandi kafla hér:

3:
http://balladofbob.blogspot.com/2005_08_01_balladofbob_archive.html

4:
http://balladofbob.blogspot.com/2005_09_01_balladofbob_archive.html

9:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ohhh...ég elska þetta.

Þetta endar uppí hverjum einasta sumarbústað á Íslandi.

Og, auðvitað, hjá hámenntuðum lýðnum.

Ertu búinn að tala við útgefanda? Í alvöru sko, ertu?

2:43 e.h.  
Blogger Jonina de la Rosa said...

pannt fá fystu útgáfu undiritaða... pannt pannt pannt...

12:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Stórskemmtilegt. Ég las með peking-öndina í hálsinum.

Kv.
Jói

9:37 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home