Auglýsingaskóli Bjölla Brief
Lexía #1:
HÆTTU AÐ UPPLIFA
Auglýsingabransinn er auðvitað troðfullur af orðum sem hafa enga merkingu. Einstakt, best, njóttu, þjónusta, fimmstjörnuríöryggisprófinu og svo mætti lengi telja. Eitt þessara orða, og hvað innantómast er einmitt orðið sem hér um ræðir: UPPLIFUN. Auglýsendur (og copywriters) vilja stöðugt að íslenska þjóðin "upplifi" eitthvað. Þeir verða ekki í rónni fyrr en hvert mannsbarn hefur "upplifað" nýtt Risahraun, Hellesens rafgeyma eða Wenderson togaraskrúfur.
Hvað er annars að "upplifa"? Þegar þessi orð eru skrifuð til mín sé ég fyrir mér semi-hása rödd Egils Ólafssonar eða annars leikara kyrja á háfleygan hátt,
Upplifðu meira farþegarými í nýjum Nissan Qashqai!
-Ingvar Helgason
"Upplifðu meira farþegarými"? Viltu ekki líka "Upplifa lengri rafmagnskapal" eða "Upplifa enn betri tening"? Sjáðu til, að "upplifa" þýðir ekki neitt. Þetta orð er dautt eftir áralanga misnotkun í hugmyndasnauðum auglýsingum - oftast bílaauglýsingum.
Af hverju eru bílaauglýsingar sérstaklega skæðar í klisjum og ófrumlegheitum? Ég bara veit það ekki. Kannski er bílabransinn hinn fullkomni bola-vettvangur með kúnnahóp sem er bara alveg sama. Kúnnar sem lesa bílaauglýsingar eru sáttir meðan þeir fá "Ókeypis-blöðrur-og-pulsur-og Bylgjulestin-í-beinni! " uppákomur af og til.
"Þetta var ótrúleg upplifun lagsmaður," sagði eflaust nýaldar eitíshippinn eftir að hafa verið séð sólmyrkva í Tíbet, á Epillu-trúnó með talnaspekingum úr framtíðinni. Þetta hefur án vafa verið mjög kraftmikið orð fyrir tuttugu árum. En einsog eitt sinn fögur stúlka er orðin gatslitin og helluð eftir Keflavíkurrúntinn og ljósabekkjabrúk þá er "upplifun" orðið útjaskað og misnotað orð. Við þurfum að setja það í geymslu. Að minnsta kosti að leyfa því að hvíla sig aðeins. Safna orku, fara í bað og hitta fjölskyldu sína aftur eftir margra ára gíslingu í heilum latra bílaauglýsingasemjara.
Ég segi að auglýsingamenn fari að vinna aðeins meira fyrir peningunum sínum og skelli Samheitaorðabókinni uppá borð. Komasvo.
PS
"Komdu og reynsluaktu" er líka svoldið þreytt. Það hlýtur að vera hægt að segja þetta betur.
HÆTTU AÐ UPPLIFA
Auglýsingabransinn er auðvitað troðfullur af orðum sem hafa enga merkingu. Einstakt, best, njóttu, þjónusta, fimmstjörnuríöryggisprófinu og svo mætti lengi telja. Eitt þessara orða, og hvað innantómast er einmitt orðið sem hér um ræðir: UPPLIFUN. Auglýsendur (og copywriters) vilja stöðugt að íslenska þjóðin "upplifi" eitthvað. Þeir verða ekki í rónni fyrr en hvert mannsbarn hefur "upplifað" nýtt Risahraun, Hellesens rafgeyma eða Wenderson togaraskrúfur.
Hvað er annars að "upplifa"? Þegar þessi orð eru skrifuð til mín sé ég fyrir mér semi-hása rödd Egils Ólafssonar eða annars leikara kyrja á háfleygan hátt,
Upplifðu meira farþegarými í nýjum Nissan Qashqai!
-Ingvar Helgason
"Upplifðu meira farþegarými"? Viltu ekki líka "Upplifa lengri rafmagnskapal" eða "Upplifa enn betri tening"? Sjáðu til, að "upplifa" þýðir ekki neitt. Þetta orð er dautt eftir áralanga misnotkun í hugmyndasnauðum auglýsingum - oftast bílaauglýsingum.
Af hverju eru bílaauglýsingar sérstaklega skæðar í klisjum og ófrumlegheitum? Ég bara veit það ekki. Kannski er bílabransinn hinn fullkomni bola-vettvangur með kúnnahóp sem er bara alveg sama. Kúnnar sem lesa bílaauglýsingar eru sáttir meðan þeir fá "Ókeypis-blöðrur-og-pulsur-og Bylgjulestin-í-beinni! " uppákomur af og til.
"Þetta var ótrúleg upplifun lagsmaður," sagði eflaust nýaldar eitíshippinn eftir að hafa verið séð sólmyrkva í Tíbet, á Epillu-trúnó með talnaspekingum úr framtíðinni. Þetta hefur án vafa verið mjög kraftmikið orð fyrir tuttugu árum. En einsog eitt sinn fögur stúlka er orðin gatslitin og helluð eftir Keflavíkurrúntinn og ljósabekkjabrúk þá er "upplifun" orðið útjaskað og misnotað orð. Við þurfum að setja það í geymslu. Að minnsta kosti að leyfa því að hvíla sig aðeins. Safna orku, fara í bað og hitta fjölskyldu sína aftur eftir margra ára gíslingu í heilum latra bílaauglýsingasemjara.
Ég segi að auglýsingamenn fari að vinna aðeins meira fyrir peningunum sínum og skelli Samheitaorðabókinni uppá borð. Komasvo.
PS
"Komdu og reynsluaktu" er líka svoldið þreytt. Það hlýtur að vera hægt að segja þetta betur.
6 Comments:
Ég gerði auglýsingar fyrir Borgarleikhúsið fyrir nokkrum misserum þar sem slagorðið var eitt orð: „Upplifun“.
Er það ekki toppurinn?
Vááááááá hvað þetta var löng færsla hjá þér. Ég las hana alla. ALLA!!!
djók
Þetta er ó svo satt. Komdu og upplifðu upplifun ársins. Plís.
Heildarlausn er líka ansi fínt orð. Ég hef aldrei vitað hvað það þýðir, en það er víst eitthvað ótrúlega fínt.
Hvernig er þetta:
1. Kondogkeyrðu!
2. Kondí fíling! (og reynsluaktu)
3. Upplifðu reynsluakstur
heyr heyr og hana nú og fyrr hefði verið!!
þetta er líka staðreynd með orðið " heildarlausn" hvað þýðir það í dag?? ekki neitt that´s it.
luv dd
ahh hell no!
nuj ég og halli erum að skrifa orðið heildarlausn á sömu mínútunni og he beat me too it by seconds.. halli i must destroy you my dear im sorry ;)
hehehe
luv dd
Þið eruð miklir upplifendur öllsömul. Heildarupplifun.
Haha...
Skrifa ummæli
<< Home