Ég þarf að gera eitthvað í þessari nostalgíu í mér.
Mér var sagt í gær að sennilega elskaði enginn hverfið sitt meira en ég elska Breiðholtið og það er væntanlega rétt. Hvert götuhorn í gamla hverfinu mínu fyllir mig af slíkri nostalgíu að mér er helst nærri skapi að falla á kné einsog páfi og kyssa jörðina (í hófi þó). Þar er gangstéttin þar sem nafnið mitt er krotað í steypuna. Þar er leikvöllurinn þar sem ég bæði át sand og stalst til að reykja mína fyrstu sígarettu áratug seinna. Svo er þar auðvitað ættarsetrið að Engjaseli 41 þar sem ég eyddi fyrstu 23 árunum mínum.
Mamma og pabbi eru svoddan heimshornaflakkarar að ég er reglulega fenginn til að passa hús og gæludýr yfir helgi. Ég neita aldrei tækifærinu að eyða tíma í gamla húsinu og ég reyni alltaf að taka rúnt eða labbitúr um hverfið þegar ég er þar. Breiðholtið hefur auðvitað breyst mikið, hús eru fegruð (Æsufellsmonsterið er núna klætt með fínu bárujárni), nýjar byggingar spretta upp og Kópavogurinn umlykur síðan alltsaman, einsog maðkur um gull.
Kjöt og fiskur
Þarna uppi á efri hæðinni var videoleiga sem ég man ekki hvað hét. Þar voru leigðar allar þær Rambómyndir og bannaðar-innan-sextán sem hugurinn girndist. Ég man þegar það opnaði pizzubúlla þarna uppi. Hún hét Pizza Mussolini og við strákarnir dreifðum miðum um hverfið og fengum pizzur í staðinn. Þarna uppi eru íbúðir í dag. Á hægri endanum var lítil sjoppa þar sem ég keypti Breikpinna, Glætur, krónugúmmí og Beverly Hills 90210 tyggjó (með límmiða) þegar ég var lítill. Síðan fylgdist ég með þegar Okkar Video opnaði á hinum endanum og rak hana burt. Sú megasjoppa var og er videoleiga, grill, sjoppa, Lottó og ísbúð. Litla sjoppan átti ekki séns. Þetta er leiðinleg þróun sem enn er í gangi um alla borg, að litlu hverfissjoppurnar hverfa fyrir einhverju Bónusvideo-skrímsli. Húsnæðinu var fyrst breytt í sólbaðsstofu en er núna leiguíbúð. Matvöruverslunin í miðjunni hét áður Kjöt og Fiskur en heitir núna Þín Verslun.
Jói Risi
þarna á efri hæðinni var hverfispöbbinn. Þegar ég var skemmtanastjóri í FB var Risinn hálfgerð félagsmiðstöð fyrir okkur í nemendaráðinu. Allir þekktust, gestir sem starfsfólk og það besta er að kærastan mín á þeim tíma vann þarna. Ég drakk semsagt frítt, spilaði eins mikið pool og ég vildi og fékk að ráða tónlistinni. Mögulega besti tími lífs míns, nú þegar ég hugsa um það. Núna þegar ég bý í miðbænum sakna ég hverfispöbbastemningarinnar, sérstaklega þegar ég er í blindfullum troðningi, vaðandi kúk og piss og með ærandi tekknó í eyrunum.
"Verkamannablokkirnar"
Flestir vinir mínir þegar ég var táningur áttu heima í einhverjum af þessum blokkum sem voru kenndar við verkamenn. Núna eru þær málaðar í einhverjum lillabláum og gulum Miami Vice litum en í gamla daga voru þær bláar eða rauðar í stíl við grotnandi steypu. Við drukkum landa og þrömmuðum um þessa gangstétt einsog við ættum hverfið (sem við gerðum). Þegar það var of kalt og ekkert partý í gangi tróðum við okkur inn í eitthvað fordyrið, þar sem póstkassarnir og dyrabjöllurnar eru, til að hlýja okkur. Einu sinni drapst ég í einhverjum stigaganginum og var vakinn um morguninn af fólki að fara í vinnuna. Ekkert svo góð minning.
Seljavideo
sætsúru minningarnar halda áfram þegar maður lítur á þessa Bónusverslun í Tindaseli. Þar var áður Seljavideo, sem var einfaldlega okkar home-turf. Þetta gula skýli var ekki þarna, heldur var svona stétt fyrir utan. Þar stóðum við og reyktum sígarettur sem gæjarnir inni seldu okkur í stykkjatali. Þarna var hangið öll kvöld og allar helgar þegar landi var drukkinn. Landasalar komu að Seljavideo einsog bókabíllinn til að hirða af okkur pening. Þeir ákváðu svo að spara sér sporin og hleyptu okkur inn í bissnessið. Allir vinir mínir (nema ég) voru landasalar á einhverjum tímapunkti. Sú sala þróaðist svo í spítt og E. Satt að segja voru mín mið-unglingsár í Seljahverfinu ekki ánægjuleg. Allar mínar minningar frá þessum tíma gerast í myrkri og eru um drukkna vini, slagsmál, dramatík og eymd. Sumir af þessum gæjum komu út á hinum endanum sem sjúklingar, fíklar eða ónýtir fyrir lífstíð. Sumir látnir. Margir eru þarna enn, í sportsöndulum og flíspeysu í spilakassa með sjö börn í eftirdragi.
Ölduselsskóli
Þetta var grunnskólinn minn. Fyrstu árin voru æðisleg. Fótbolti á sumrin, "rúbbí" á veturna og vangadansar á skólaböllum. Síðan fór þetta yfir í að þykjast vera glæpon og að níðast á minni máttar. Starfsfólk skólans réði engan veginn við ástandið. Okkur fannst við vera kaldrifjaðir gangsterar og smygluðum áfengi, hnífum og eiturlyfjum í skólann og á böll. Við héldum skólanum í heljargreipum (eða svo fannst okkur. Hinir krakkarnir vorkenndu okkur auðvitað meira en nokkuð annað. Ég komst að því seinna að þau lifðu öll skemmtanalífi á bakvið okkur, sem hljómaði miklu skemmtilegra en ruglið í okkur). Auðvitað hékk ég með kolröngum félagsskap og það tók mig mörg ár að komast að því og drulla mér út.
En þetta var ekki allt martraðarkennd unglingadramatík! Ég var í plötusnúðaráði og fannst það æðislegt. Helstu smellirnir sem koma upp í hugann eru 'Disco's Revenge' með Gusto, 'Fired Up' með Funky Green Dogs og auðvitað 'The Bomb' með The Bucketheads. Þegar ég var að klára 10. bekk kom svo 'Homework' með Daft Punk og sú plata gjörsamlega klauf höfuðið á mér í tvennt svo að heilinn lá úti. Mjög góð, semsagt. Að plötusnúðast var það eina við þetta alltsaman sem var skemmtilegt. Þangað til við fíflin klúðruðum því auðvitað líka og vorum reknir.
Ég hef aldrei mætt á reunion. Bæði vegna þess að ég vil ekki sjá sumt af þessu liði aftur og líka því ég skammast mín fyrir hvernig ég var á þessum tíma. Bú-friggin-hú.
Íssel
Í Ölduselsskóla stunduðum við Íssel (til hægri) í frímínútum og eftir skóla. Þau voru með æðislegt örbylgjuhamborgara-og-sjeik tilboð og þau bjuggu til ljúffengan ís með tyggjóbragði. Í húsinu til vinstri var svo videoleiga, Myndbandaleigan Mynd. Þar vann ég fyrir lúsarlaun, en þetta er umdeilanlega skemmtilegasta vinna sem ég hef verið í. Gæjinn sem átti þetta var alger braskari og kenndi okkur að setja peninginn beint í kassann (án þess að stimpla hann inn) þegar börn leigðu spólur. Í þá átta mánuði sem ég vann þarna var aldrei þvegið né skúrað. Það var pantað eitt eintak af hverri spólu og deginum eyddi maður í Playstation eða að horfa á klámið sem var leigt undan borðinu. Einu fastakúnnarnir voru greyin sem stunduðu spilakassann í horninu. Yndislegur tími af ókeypis videospólum og Bragðarefs-áti.
Andapollur
Minningarnar úr ungri barnæsku eru um að flýja undan "villingum" (pönkurum), Stórubrekkuna (þar sem maður fór á sleða) og Andapollinn. Í eitís var Pollurinn ekki sú fjölskylduvæna náttúruperla sem hann er í dag. Þetta var illa lyktandi og rotið drullusvað. Maður spændi þarna um á BMX hjólinu sínu og skeit út húmmel-gallann sinn í forinu. Núna er þetta fögur tjörn með sílum og stiklusteinum. Ég kýs heldur drulluna.
Hólmasel
Félagsmiðstöðin Hólmasel er þarna til hægri. Þar fórum við að hanga þegar við máttum ekki lengur mæta á böll í Ölduselsskóla. Þar kynntumst við vinkvennahópi úr Seljaskóla og úr varð fínasti vinahópur af fyllibyttum. Þarna til vinstri var og er sólbaðsstofan Súpersól. Eitt gamlárskvöldið safnaðist allt hverfið saman þarna á stéttinni og við bjuggum til okkar eigin Watts-óeirðir. Við sprengdum rakettur í ruslatunnum og mölvuðum rúðum. Ég man hvernig fólk braust inn í sólbaðsstofuna og stal öllu steini léttara. Svo kom löggan með sírenur og brunaboðavæl og maður flúði í mannmergð og reykjarmökk með fangið fullt af sólkremi og með stráhatt á höfði.
Seljaskóli
Ég á sælar minningar frá þeim árum sem ég stundaði hjólabretti með nokkrum strákum sem gengu í Seljaskóla. Við skeituðum þarna allan daginn og á kvöldin tókum við upp litlar stuttmyndir og aðra vitleysu. Mér þótti ákaflega leiðinlegt að sjá að ummerkin um þá tíma eru alveg horfin. Minirampurinn er farinn og í staðinn er kominn einn af þessum sparkvöllum með gerfigrasi. Portið fyrir aftan íþróttahúsið er núna húsagrunnur. Þar eyddum við heilu dögunum í að smíða grindbox, bánks og kickoffs (jújú lingóið enn á sínum stað). Við vorum oft með gettóblaster með okkur og graffararnir í hverfinu máluðu veggina. Ég fór á algeran bömmer þegar ég sá að portinu okkar hafði verið mokað burt. Bú á framför!
Gæji sem lifir eins mikið í fortíðinni og ég mun alltaf verða þjakaður af nostalgíu. Þrátt fyrir að ég hafi átt nokkur skitin ár þarna þá hefði ég hvergi annars staðar viljað búa. Ég get lýst þessum stöðum hér að ofan fyrir hverjum sem er, þetta eru kennileiti sem ættu að vera öllum Breiðhyltingum kær. En það eru litlu staðirnir sem ég einn kannast við sem vekja sterkustu tilfinningarnar hjá mér. Ég gæti aldrei lýst spennunni þegar við förum í byssó í húsagrunninum í Dalseli eða hvernig lyktin var inni í sjoppunni þar sem gæjarnir úr Fellunum ætluðu að berja okkur.
Mér finnst yndislegt að vita að það er til hverfi þar sem ég get staðnæmst við ákveðinn bílskúrsvegg og langað til að gráta af gleði því þar er enn sama Sigue Sigue Sputnik veggjakrotið og fyrir 20 árum síðan.
Skál fyrir Stórakastala, Grasvellinum, Dansiblettinum, Leynistaðnum, göngunum, Alaskabrekkunni, "undir Mjóddinni", hundaskítstunnunni sem við sprengdum í loft upp og öllum hinum stöðunum sem enginn kannast við nema ég.
Mamma og pabbi eru svoddan heimshornaflakkarar að ég er reglulega fenginn til að passa hús og gæludýr yfir helgi. Ég neita aldrei tækifærinu að eyða tíma í gamla húsinu og ég reyni alltaf að taka rúnt eða labbitúr um hverfið þegar ég er þar. Breiðholtið hefur auðvitað breyst mikið, hús eru fegruð (Æsufellsmonsterið er núna klætt með fínu bárujárni), nýjar byggingar spretta upp og Kópavogurinn umlykur síðan alltsaman, einsog maðkur um gull.
Kjöt og fiskur
Þarna uppi á efri hæðinni var videoleiga sem ég man ekki hvað hét. Þar voru leigðar allar þær Rambómyndir og bannaðar-innan-sextán sem hugurinn girndist. Ég man þegar það opnaði pizzubúlla þarna uppi. Hún hét Pizza Mussolini og við strákarnir dreifðum miðum um hverfið og fengum pizzur í staðinn. Þarna uppi eru íbúðir í dag. Á hægri endanum var lítil sjoppa þar sem ég keypti Breikpinna, Glætur, krónugúmmí og Beverly Hills 90210 tyggjó (með límmiða) þegar ég var lítill. Síðan fylgdist ég með þegar Okkar Video opnaði á hinum endanum og rak hana burt. Sú megasjoppa var og er videoleiga, grill, sjoppa, Lottó og ísbúð. Litla sjoppan átti ekki séns. Þetta er leiðinleg þróun sem enn er í gangi um alla borg, að litlu hverfissjoppurnar hverfa fyrir einhverju Bónusvideo-skrímsli. Húsnæðinu var fyrst breytt í sólbaðsstofu en er núna leiguíbúð. Matvöruverslunin í miðjunni hét áður Kjöt og Fiskur en heitir núna Þín Verslun.
Jói Risi
þarna á efri hæðinni var hverfispöbbinn. Þegar ég var skemmtanastjóri í FB var Risinn hálfgerð félagsmiðstöð fyrir okkur í nemendaráðinu. Allir þekktust, gestir sem starfsfólk og það besta er að kærastan mín á þeim tíma vann þarna. Ég drakk semsagt frítt, spilaði eins mikið pool og ég vildi og fékk að ráða tónlistinni. Mögulega besti tími lífs míns, nú þegar ég hugsa um það. Núna þegar ég bý í miðbænum sakna ég hverfispöbbastemningarinnar, sérstaklega þegar ég er í blindfullum troðningi, vaðandi kúk og piss og með ærandi tekknó í eyrunum.
"Verkamannablokkirnar"
Flestir vinir mínir þegar ég var táningur áttu heima í einhverjum af þessum blokkum sem voru kenndar við verkamenn. Núna eru þær málaðar í einhverjum lillabláum og gulum Miami Vice litum en í gamla daga voru þær bláar eða rauðar í stíl við grotnandi steypu. Við drukkum landa og þrömmuðum um þessa gangstétt einsog við ættum hverfið (sem við gerðum). Þegar það var of kalt og ekkert partý í gangi tróðum við okkur inn í eitthvað fordyrið, þar sem póstkassarnir og dyrabjöllurnar eru, til að hlýja okkur. Einu sinni drapst ég í einhverjum stigaganginum og var vakinn um morguninn af fólki að fara í vinnuna. Ekkert svo góð minning.
Seljavideo
sætsúru minningarnar halda áfram þegar maður lítur á þessa Bónusverslun í Tindaseli. Þar var áður Seljavideo, sem var einfaldlega okkar home-turf. Þetta gula skýli var ekki þarna, heldur var svona stétt fyrir utan. Þar stóðum við og reyktum sígarettur sem gæjarnir inni seldu okkur í stykkjatali. Þarna var hangið öll kvöld og allar helgar þegar landi var drukkinn. Landasalar komu að Seljavideo einsog bókabíllinn til að hirða af okkur pening. Þeir ákváðu svo að spara sér sporin og hleyptu okkur inn í bissnessið. Allir vinir mínir (nema ég) voru landasalar á einhverjum tímapunkti. Sú sala þróaðist svo í spítt og E. Satt að segja voru mín mið-unglingsár í Seljahverfinu ekki ánægjuleg. Allar mínar minningar frá þessum tíma gerast í myrkri og eru um drukkna vini, slagsmál, dramatík og eymd. Sumir af þessum gæjum komu út á hinum endanum sem sjúklingar, fíklar eða ónýtir fyrir lífstíð. Sumir látnir. Margir eru þarna enn, í sportsöndulum og flíspeysu í spilakassa með sjö börn í eftirdragi.
Ölduselsskóli
Þetta var grunnskólinn minn. Fyrstu árin voru æðisleg. Fótbolti á sumrin, "rúbbí" á veturna og vangadansar á skólaböllum. Síðan fór þetta yfir í að þykjast vera glæpon og að níðast á minni máttar. Starfsfólk skólans réði engan veginn við ástandið. Okkur fannst við vera kaldrifjaðir gangsterar og smygluðum áfengi, hnífum og eiturlyfjum í skólann og á böll. Við héldum skólanum í heljargreipum (eða svo fannst okkur. Hinir krakkarnir vorkenndu okkur auðvitað meira en nokkuð annað. Ég komst að því seinna að þau lifðu öll skemmtanalífi á bakvið okkur, sem hljómaði miklu skemmtilegra en ruglið í okkur). Auðvitað hékk ég með kolröngum félagsskap og það tók mig mörg ár að komast að því og drulla mér út.
En þetta var ekki allt martraðarkennd unglingadramatík! Ég var í plötusnúðaráði og fannst það æðislegt. Helstu smellirnir sem koma upp í hugann eru 'Disco's Revenge' með Gusto, 'Fired Up' með Funky Green Dogs og auðvitað 'The Bomb' með The Bucketheads. Þegar ég var að klára 10. bekk kom svo 'Homework' með Daft Punk og sú plata gjörsamlega klauf höfuðið á mér í tvennt svo að heilinn lá úti. Mjög góð, semsagt. Að plötusnúðast var það eina við þetta alltsaman sem var skemmtilegt. Þangað til við fíflin klúðruðum því auðvitað líka og vorum reknir.
Ég hef aldrei mætt á reunion. Bæði vegna þess að ég vil ekki sjá sumt af þessu liði aftur og líka því ég skammast mín fyrir hvernig ég var á þessum tíma. Bú-friggin-hú.
Íssel
Í Ölduselsskóla stunduðum við Íssel (til hægri) í frímínútum og eftir skóla. Þau voru með æðislegt örbylgjuhamborgara-og-sjeik tilboð og þau bjuggu til ljúffengan ís með tyggjóbragði. Í húsinu til vinstri var svo videoleiga, Myndbandaleigan Mynd. Þar vann ég fyrir lúsarlaun, en þetta er umdeilanlega skemmtilegasta vinna sem ég hef verið í. Gæjinn sem átti þetta var alger braskari og kenndi okkur að setja peninginn beint í kassann (án þess að stimpla hann inn) þegar börn leigðu spólur. Í þá átta mánuði sem ég vann þarna var aldrei þvegið né skúrað. Það var pantað eitt eintak af hverri spólu og deginum eyddi maður í Playstation eða að horfa á klámið sem var leigt undan borðinu. Einu fastakúnnarnir voru greyin sem stunduðu spilakassann í horninu. Yndislegur tími af ókeypis videospólum og Bragðarefs-áti.
Andapollur
Minningarnar úr ungri barnæsku eru um að flýja undan "villingum" (pönkurum), Stórubrekkuna (þar sem maður fór á sleða) og Andapollinn. Í eitís var Pollurinn ekki sú fjölskylduvæna náttúruperla sem hann er í dag. Þetta var illa lyktandi og rotið drullusvað. Maður spændi þarna um á BMX hjólinu sínu og skeit út húmmel-gallann sinn í forinu. Núna er þetta fögur tjörn með sílum og stiklusteinum. Ég kýs heldur drulluna.
Hólmasel
Félagsmiðstöðin Hólmasel er þarna til hægri. Þar fórum við að hanga þegar við máttum ekki lengur mæta á böll í Ölduselsskóla. Þar kynntumst við vinkvennahópi úr Seljaskóla og úr varð fínasti vinahópur af fyllibyttum. Þarna til vinstri var og er sólbaðsstofan Súpersól. Eitt gamlárskvöldið safnaðist allt hverfið saman þarna á stéttinni og við bjuggum til okkar eigin Watts-óeirðir. Við sprengdum rakettur í ruslatunnum og mölvuðum rúðum. Ég man hvernig fólk braust inn í sólbaðsstofuna og stal öllu steini léttara. Svo kom löggan með sírenur og brunaboðavæl og maður flúði í mannmergð og reykjarmökk með fangið fullt af sólkremi og með stráhatt á höfði.
Seljaskóli
Ég á sælar minningar frá þeim árum sem ég stundaði hjólabretti með nokkrum strákum sem gengu í Seljaskóla. Við skeituðum þarna allan daginn og á kvöldin tókum við upp litlar stuttmyndir og aðra vitleysu. Mér þótti ákaflega leiðinlegt að sjá að ummerkin um þá tíma eru alveg horfin. Minirampurinn er farinn og í staðinn er kominn einn af þessum sparkvöllum með gerfigrasi. Portið fyrir aftan íþróttahúsið er núna húsagrunnur. Þar eyddum við heilu dögunum í að smíða grindbox, bánks og kickoffs (jújú lingóið enn á sínum stað). Við vorum oft með gettóblaster með okkur og graffararnir í hverfinu máluðu veggina. Ég fór á algeran bömmer þegar ég sá að portinu okkar hafði verið mokað burt. Bú á framför!
Gæji sem lifir eins mikið í fortíðinni og ég mun alltaf verða þjakaður af nostalgíu. Þrátt fyrir að ég hafi átt nokkur skitin ár þarna þá hefði ég hvergi annars staðar viljað búa. Ég get lýst þessum stöðum hér að ofan fyrir hverjum sem er, þetta eru kennileiti sem ættu að vera öllum Breiðhyltingum kær. En það eru litlu staðirnir sem ég einn kannast við sem vekja sterkustu tilfinningarnar hjá mér. Ég gæti aldrei lýst spennunni þegar við förum í byssó í húsagrunninum í Dalseli eða hvernig lyktin var inni í sjoppunni þar sem gæjarnir úr Fellunum ætluðu að berja okkur.
Mér finnst yndislegt að vita að það er til hverfi þar sem ég get staðnæmst við ákveðinn bílskúrsvegg og langað til að gráta af gleði því þar er enn sama Sigue Sigue Sputnik veggjakrotið og fyrir 20 árum síðan.
Skál fyrir Stórakastala, Grasvellinum, Dansiblettinum, Leynistaðnum, göngunum, Alaskabrekkunni, "undir Mjóddinni", hundaskítstunnunni sem við sprengdum í loft upp og öllum hinum stöðunum sem enginn kannast við nema ég.
39 Comments:
*snökt*
Ohh, þarna vaktirðu upp alveg tonn af minningum sem ég hélt að væru gleymdar!
Breiðholt til sigurs.
Verst maður þekkir sig varla lengur þarna.
ég elska að fá að heyra hvernig aðrir upplifa æskuárin sín og hverfið sitt... hversu súrsæt minning það er....
mmm mmm mmm...
Björn Þór, þú færð harðsvíruðustu glæpamenn til að skæla.
Þú ert frábær.
hæ bobby
og þú hefur búið öll þessi ár í næstu götu við mig en ég kannast þó ekkert við þig.
ég kannast samt vel við t.d. kjöt og fisk. fyrstu minningar mínar þaðan eru þegar ég fór með eldri vinkonu þangað. hún laug alltaf að mömmu sinni svo við höfðum afgang og gátum keypt garbage pall kids myndir!
á alaska blettinum fórum við i kysskyss og út af leiki og þar fiktaði ég við reykingar 11 ára gömul.
ég held ég geti þakkað fyrirlitningu minni á kraftgallaklæddu liði því að ég fór ekki að drekka landa 11 ára líka.
í 10 bekk var ég í svona exclusive félagsskap þar sem landi var drukkin af fágun og metnaði.
ég hékk bara í tindaselssjoppunni á hátíðisstundum eins og áramótum.
íssel var áhrifamesta sjoppan í lífi mínu. margir örbylgjuhamborgararnir og sjeikarnir voru innbyrgtir þar. og slúðrar og byrjað með strákum án orðaskipta!
ókunni björn. þetta var mögnuð samantekt.
og sveinbjörn. ég held við þekkjumst;)
MAD FÆRSLA!
Vá hvað þetta er ótrúlega líkt mínum uppvaxtarárum í Bökkunum. Hélt á stundum að alter egoið mitt hafði skrifað þessa blogfærslu í blackouti.
Ég Skeitaði um sömu götur og á sama rampinum, hef líklegast dj-að sömu slagarana, lenti í slagsmálum við sömu villingana (eða eldri bræður þeirra mögulega)og er með sömu massívu nostalgíuna akkurat núna......
Hét ekki sjoppa King Kong?
Getur það mögulega passað að maðurinn þar hafi verið blár í alvörunni á litinn þegar ég kom þangað inn einu sinni?
Eflaust feigur maður, og sagan líkast til sorgleg, en þetta var mad fyndið.
Jú, King Kong var í Eddufellinu. Fór aldrei þangað inn, enda var ég meira í Seljunum. Keyrði þarna framhjá daglega þegar ég var í FB.
Annars er ég viss um að þessi bláskjár gamli hafi verið draugur. Gamall villingur sem dó af límsniffi og ásækir gömlu sjoppuna sína.
Váááá Minningar. Ég bjó einmitt í þessum verkamannablokkum (stífluselinu) og var fastagestur í íssel. Var líka í öæduselskóla og man eftir þessu öllusaman. Kjöt og fisk, sjoppubúllunni ofl...
Einnig man ég eftir skógnum hjá gamla Alaska, þar sem byggingar eru reistar nú í gríð og erg, Margar minningar þaðan.
Ég er úr vesturbænum og hlíðunum og mér finnst æðislegt að lesa þetta þar sem að þetta var NÁKVÆMLEGA eins hinummeginn í bænum! Nostalgía dauðans.
Skil Nostalgíuna vel, Breiðholtið skilur eftir sig ljúfar minningar úr hólunum. Þó að ég búi núna í Vesturbænum þá verð ég alltaf Breiðhyltingur. Þú getur farið úr gettóinu en gettóið fer aldrei úr þér.
Hef samt aldrei litið á seljahverfið sem hluta af Breiðholtinu, meira litið á það sem svona mini hluta af kópavogi:)
Selja menn voru svo ólíkir Breiðhyltingunum. kynntist þeim ekki fyrr en ég byrjaði í FB, fyrir það voru þeir(seljamenn) eiginlega bara til í sögum.
Kv.einn úr Breiðholtinu
Ég er einnig úr Seljunum.
Þvílík nostalgía. man eftir öllu þessu.. ég var skeitari á sínum tíma og hugsa oft um skeitið við nýja húsið..
Skemmtileg grein, Ég byrjaði einmitt minn gangstera feril í hólabrekkuskóla 1983 og fór þaðan í Westurbæinn þar sem ég kenndi þeim eitt og annað sem ég lærði í ghettoinu
mjög svo skemtileg lesning !
ég átti heima í Breiðholtinu frá því ég kom í heiminn til 10 ára aldurs og man eftir öllum þessum stöðum . . . hélt áfram að slæpast í Widehills fram í 9-10 bekk með Danna Frænda sem átti heima í Dalseli en sjálfur átti ég heima í Engjaseli 70.
er í dag árbæingur með mikið luuv á póstnúmer 110 en minnist Breiðholts /seljahverfis með ógleymanlegum minningum....
ég gleymi því aldrei þegar að Andapollurinn var drullusvað og einn dag var hann flikkaður upp og sleppt var silung í hann . . . hvað var það?
ertu þroskaheftur
Jahérna þá, ég átti heima í breiðholtinu í 23 ár og ólst upp í hólunum og seljahverfinu sem og á handbolta æfingum hjá ÍR, eina sem ég sé vanta er fellahellir, undirgönginn milli selja og fella, svo auðvitað Hólagarðurinn góði og sjoppan í neðrabreiðholti, ég fór þarna um daginn og þetta hefur svo sannarlega breyst mikið og þetta var mikil snilld að lesa þetta vakti góðar minningar.
ein góð lína frá einum úr seljunum. þegar hann stal bílnum frá M&P.
Það er allt í lagi að fara uppá kant en það er ekki að gott að komast uppá kant við Löööööögin....
kv
vá minningar streyma um allan líkama við að lesa þetta.
Takk æðislega fyrir þetta
Garðar
Seljavideo? Nei Ásgeir maður.
Sniðug grein :)
Seljavideo klikkaði aldrei... ;)
Sjitt, hvað ég kannast við alla þessa staði, ég er sennilega á sama aldri og þú en ég var samt í Seljaskóla, sem rúlar náttúrulega alltaf meir en Ölduselskóli! ;) Breiðholtið (þá séstaklega Seljahverfið) að EILÍFU!!!!11
For'real son! Good times í Seljahverfinu maður. Sjálfur er ég úr Tunguselinu, á þaðan ca. 15 góð ár.
Hver hérna man eftir túttubyssustríðinu mikla? Fellin, Seljaskóli og Öludselið. Stríðslínan var Breiðholtsbraunin. Ég man þegar Siggi grjót (leaderinn hjá Ölduselinu og átti heima í stigaganginum við hliðina) kom til mín og bað mig að geyma 10 túttubyssur fyrir sig og sína "stríðsmenn." Vá, þetta moment var eins og í Hollywood mynd þar sem ég er að aid-a góðu gaurana. Þetta voru massívar byssur nota bene.
Einusinni kom svo Seljaskóli í fylkingu niður að Ölduselsskóla og þar var skólaball í gangi. Enginn mátti fara út og hringja þurfti á lögregluna.
Respect fyrir góða grein. Alltaf gaman að fara aftur í tímann ...
Ég var þarna í Tunguselinu i den.... ahhhh good times! Og já búðin þar sem helvítis Bónus-ferlíkið er núna hét Ásgeir. Þetta var merkt stærðarinnar rauðum stöfum sem maður gat jafnvel lesið alla leið úr Mjóddinni. Nostalgían maður!
Flott grein, væni... kíb öpp ðe gúdd vörk!
FLASHBACK!! þarna fór maður nett down memory lane .. en já Bónus kvikindið hét nú Ásgeir þegar mar var yngri. svo er nú gaman að sjá Íssel þarna, því jú maður átti nú heima þarna fyrir ofan og gerði nú oft eigendunum lífið leitt með því að þenja hippagræjurnar hans pabba .. voru mörg eftirminnileg partýin þar :)
good times!
hvað er nostalgía
Já minningarnar maður!! Gaman að lesa þetta.
Kv Þórhallur Verkamannsblokkadrengur og Seljavideohangari
Takk fyrir hlý orð allir. Nema "nafnlaus" með dónaskap. Kartafla í skóinn handa þér.
Ásgeir hefur greinilega verið fyrir minn tíma. Þekkti þetta bara sem Seljavideo, en takk fyrir info.
Man eftir Seljó/Öldó bardögum. Óöld mikil.
Ætli þessir túttubyssudúdar hafi ekki bara vaxið upp í að vera í byssubardaganum fræga hjá ÍR heimilinu.
Þórhallur: Jámar, welcome to Memory lanesville.
Breiðholt, best í heimi...Þvílíkt minningaflæði að lesa þetta hjá þér.
Skemmtileg lesning.
kv. Jóhanna litla..
Seljahverfið er ekki Breiðholt...
Frábær lesning.
Ég er yngri en þú, en mjög gaman af því að ég og mínir vinir "áttum einnig hverfið." Þið áttuð það á undan okkur o.s.frv.
Núna eru sjálfsagt þvílíkir gangsta sem eiga hverfið, sumt breytist aldrei. Nema það séu bara allir inni í tölvunni, og Seljahverfið því óvarið.
Þó ég hafi ekki fæðst í breiðholti heldur flutt hingað ungur, þá verð ég að segja að það er besta hverfi sem hægt er að hugsa sér!
Seljahverfið ER breiðholt. Hitt er allt bara svona í kring. (og hafðu það Róbert LOL)
Já ég bjó í Engjaselinu, ólst upp í Seljaskóla ('73 árgangur). Pabbi og mamma búa ennþá á sama stað í Engjaselinu. Góðar minningar. Tók upp video þegar ég var stráklingur (á videovél sem pabbi "tók á leigu") Snilld að horfa á.
Rölti að heiman í gegnum hverfið og verslaði í Kjöt og Fisk og fór svo aftur heim.
Kveðjur á alla sem lesa þetta og fá svona nostalgíu straum um sig allan.
Arnar.
Góð samantekt, ég man eftir þessu öllu saman líka, var í verkamannablokkunum í nær 10ár. Veiða síli í pollinum, sígaretturnar í stykkjatalinu í selja video. Hét ekki sjoppan þar á undan gunnarskjör? Íssel sem nú er toppís.
Ánægður líka með myndina á milli verkamannablokkanna, þar voru ófáir landabrúsarnir teknir og spænt um á krossurum.
Þó ég hafi líka búið í efra breiðholti, líkaði mér alltaf betur við seljahverfið. Og hvernig væri svo að hætta þessari uppbyggingu og leggja meiri metnað í að halda ghettoinu ghettoi?
Lifi Breiðholtið.
Í minningunni var þetta einmitt:
Ásgeir (sem fór á hausinn) > Gunnarskjör (sem líka fór á hausinn) > Tómt í nokkur ár > Bónus opnar (í kringum '99)
Seljaside bitches!
Blessaður Bjössi, geggjað að lesa þetta hjá þér, minningarnar svoleiðis streyma inn í mann, liggur við að mann langi til að fara aftur og upplifa 9-10. bekk aftrur! Ég upplifði þetta svipað og þú þar sem ólumst upp í sama hverfi, áttum sömu vini, og áttum næstum heima í sömu götu (ég í Bakkaseli) og vorum um tíma Í SAMA BEKK í Ölduselsskóla. Kennararnir Sigmar, Helgi, og Bryndís að gera okkur gráhærð! maaaaaaan those were the dayz!
kv. Maggi Sig. (aka. Maggi litli, úr Bakkaseli)
Hehe... í mínum augum er Fellahverfið Breiðholt og allt annað er bara "í kring" eins og nafnlaus orðaði það.
Come on.. það er ástæða fyrir því að það sé ský yfir Seljahverfið í Google Earth. :D
þó ég komi frá þeim snilldarstað bökkunum, þá skellti maður nú sér í hressingarferð í andarpollinn á bmx kvikindinu á góðum degi.. jújú... tætti sig nokkra hringi og forðaði sér aftur niður í bakka svo engin myndi lumbra á manni áður seint var....
Þetta er góð samantekt sem vekur upp góðar minningar, hjólabretta menningin á Íslandi hófst klárlega bakvið leikfimishús Seljaskóla. Þó að það séu 15 ár síðan maður renndi sér þarna þá er ég enn mjög vondur út í krakka fíflið sem brenndi gamla rampinn.
"Sk8 or die"
Váááh hvað maður fær mikið flashback..
Ég er úr seljahverfinu og það eina sem ég hefði geta bætt við uppá flashback fyrir mig er húsið sem var við hliðiná seljaskóla, sem varð svona lítil verslunarmiðstöð, pizzastaður, sjoppa og hárgreiðslustofa, svo 11-11.. og er núna bara tómt..
En þetta var mjög skemmtileg færsla :)
Skrifa ummæli
<< Home