<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>





fimmtudagur, ágúst 11, 2005

COP ON THE EDGE PART 3:
ENTER THE VILLAIN


Við horfum yfir ríkumannlegt einbýlishús sem situr á klettabrún. Húsið er háreist og hvítt. Á landareigninni er tennisvöllur og sundlaug sem rennur yfir í heitan pott þar sem eru ungar, berbrjósta stúlkur að drekka kampavín. Það eru einnig stúlkur að skemmta sér á blakvellinum. Þessum stúlkum virðist vera sama að það séu menn með uzi-vélbyssur á víð og dreif um landareignina. Þeir eru allir með yfirvaraskegg og í skyrtum úr glansandi pólíester efni. Sólin er að rísa. Það eina sem heyrist er niðurinn í hafinu sem brýtur á klettunum fyrir neðan. Maður nokkur stendur á klettabrúninni og reykir vindil. Hann er í hvítum, víðum buxum úr hörefni sem blakta í golunni. Maðurinn er feitlaginn og af latínskum uppruna og við heyrum flamencó gítar spila dramatískar nótur þegar við sjáum andlit hans. Þessi maður er voldugur, allir verðirnir hafa auga með honum. Þeir eru skósveinar hans. Maðurinn er með barðastóran hatt og ör á kinninni. Yfirvaraskeggið er mikilfenglegt. Hann tekur smók af þykkum vindlinum sínum og virðist kíma yfir einhverju sem kemur upp í hugann. Hvers konar viðskipti sem þessi maður stundar, þá er hann á með þeim mikilvægustu á sínu sviði.

Einn af skósveinunum kemur til hans.
"Húsbóndi, þeir eru komnir."
Maðurinn fleygir vindlinum og heldur af stað í fylgd með skósveininnum.
"Jæja, Allejandro. Sjáum hvernig 'Híenan' mun bjarga sér í þetta sinn."

Mennirnir ganga í áttina að svörtum BMW sem er að renna í hlað. Í farþegasætinu glittir í mann með sólgleraugu og tannstöngul í munnvikinu. Hann glottir illkvitnislega. Hann heitir Edoardo Pino, alræmdur morðingi og sadisti. Hann er kallaður 'Naðran' sökum djöfullegs eðlisins og hvalaþorsta. Pino og bílstjóri hans stíga úr eðalvagninum og ganga í átt að hvítklædda manninum og mönnum hans. Bílstjórinn heldur á silfurlitaðri skjalatösku. Flamencóleikurinn magnast og við heyrum í skröltormshljóði.

Hinn hvítklæddi:
"Er húsbóndi þinn of mikil bleyða til að koma sjálfur? Hefur hann ekki hreðjarnar til að mæta mér?"
Pino hlær mjóróma hlátri og sveiflar tannstönglinum á milli munnvikanna með tungunni.
"Engar áhyggjur gamli." Hann bendir á skjalatöskuna. "Húsbóndi minn býður þessa sáttagjöf. Efnið er hreint. Afar hreint."

Einn skósveina þess hvítklædda tekur við töskunni og fer með hana afsíðis til að prófa 'efnið'. Hinir skósveinarnir fylgja honum á eftir.

Hinn hvítklæddi snýr sér að Pino og kveikir sér í öðrum vindli. Einhversstaðar heyrum við í ógnvænlegum vélarnið. Pino hlær djöfullega. Hinn hvítklæddi er farinn að gruna að það sé maðkur í mysunni. Hann fer með höndina í vasannn til að sækja agnarsmáa einhleypu með perluskafti.
"Segðu mér Pino, nákvæmlega hvar er húsbóndi þinn? Hvar er Zevallos?"
-"Hann kemur fyrr en þig grunar!"

Pino skríkir af hlátri og dregur rakvélarhníf leiftursnöggt eftir hálsi hins hvítklædda. Blóðið fossar yfir hvít fötin hans og hann skýtur út einhleypunni út í loftið. í sömu andrá opna skósveinar hans töskuna og komast að því að 'efnið' er í raun sprengja. Eldhnöttur umlykur mennina og sprengikrafturinn þeytir mörgum þeirra upp í loftið og þeir lenda í sundlauginni. Stúlkurnar flýja í ofboði og skósveinarnir sem urðu ekki sprengingunni að bráð fara að skjóta í allar áttir. Bílstjórinn fellur en Pino forðast bussukúlurnar hlæjandi.

Hinn kvítklæddi staulast um og sér glundroðann í kringum sig. Hann fellur á hnén við klettabrúnina. Skyndilega magnast vélarniðurinn og svört þyrla birtist allt í einu upp fyrir brúnina. Innanborðs er Angelo Zevallos, sem eftir örstutta stund mun verða einráður í kókaínheiminum í Californíu. Zevallos og hinn kvítklæddi horfast í augu áður en þyrluflugmaðurinn setur vélbyssuna undir þyrlunni í gang og hefur martraðarkennda skothríð á landareignina. Hinn hvítklæddi og menn hans eru tættir í sundur. Zevallos horfir á með eld í augum. Hann er með hárið í síðu tagli og er alsettur tattúveringum. Hann skipar flugmanninum að lækka flugið nóg til að Pino nái að stökkva um borð.

Hvíta einbýlishúsið eru rústir einar og sviðin, sundurtætt lík liggja um alla landareignina. Zevallos fylgist með hvítklæddu líkinu sem áður var Sanzo Zalazabar og brosir. Þegar þyrlan heldur burt horfir Angelo Zevallos á sólaupprásina. Í dag er hann kóngurinn!

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Djöfulsins fokkíngs snilld er þetta!! Bíð spenntur eftir næsta kafla.

- Arnar
..er kallaður 'Híenan' sökum djöfullegs hlátursins og mikils hvalaþorsta.

2:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, en...hvalaþorsta! Haha, ég hló í korter. Drekkur sadistinn hvali? DJÖFULS SKEPNA!!!

2:55 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Og grét. Því sagan er magnþrunginn spennuvafningur.

Vonandi kunna Jerry Bruckheimer og Michael Bay íslensku.

2:59 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Life is better at Camp Taji
AJC reporter Moni Basu and photographer Bita Honarvar will be filing reports and photos from Iraq.
This might not be the right place, but I'll mention it anyways. You can get some cholesterol test information by following the link about cholesterol test.

3:41 f.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Oj bara þú ert bara bloggspamm. Farðu burt héðan og ekki líta um öxl. Annars skal ég binda þig niður og láta þig horfa á "krútt í Reyjavík" tónleikana sem eru í gangi hinumegin við götuna.

8:44 e.h.  
Blogger Jonina de la Rosa said...

égelskaþigharðilöggukall.... ó mig auma hvað ég fæ hann ekki staðist....

3:33 f.h.  
Blogger Jonina de la Rosa said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

3:33 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home