Crazy shit maaaan
Fólk í dag tengir næntís aðallega við júrótransið, neon, hvítar gallabuxur og þessi félagsmiðstöðvatekknóböll sem Curver og hún þarna gella eru alltaf að halda. Mér finnst sá tími (1990-1994) aðallega vera rökrétt framhald á eitís.
Fyrir mér einkennist næntís af Sæberspeis.
Allt sem tengdist tölvum, vélmennagreind og gerfiefnum var inn. Mangateiknimyndir urðu vinsælar og fólk klæddi sig í gúmmíbuxur og 20cm háa platform hermannaklossa með stálplötum skrúfuðum á. 1995-1998, þegar fólk lifði í framtíðinni. Pamela Andersson var rúnkfantasían í gúmmítreyju strekktri yfir sílikonbrjóstin, öll photoshoppuð þangað til hún virtist vera úr plasti. Oz vildi að við gætum öll sængað hjá framtíðinni í gegnum fantasíuheim tölvunnar og æskan horfði á X-files og trúði á geimverur. Tölvuletur, drumNbass, skyrtur sem breyttu um lit, geimskip og kynmök í gegnum irkið. Fólk tattúveraði á sig strikamerki alveg einsog þrælarnir í tölvustýrðum post-apocalypse veröldum í framtíðarmyndum. Fólk dýrkaði tækni og tölvur svo mikið að allt í einu voru tölvuhakkarar kúl.
Gleymið því Dr. Alban, Snow, gellunni úr 2 Unlimited og Palla Banine. Ég vil kynna ykkur fyrir manninum sem ÉG tel vera hinn sanna holdgerfing næntís:
Matthew Lillard
Matthew lék í aragrúa næntísmynda og alltaf sem sami karakterinn: horaður og athyglissjúkur furðufugl sem geyflar sig og djókar og nær einhvernveginn að vera stónd og ofvirkur bæði í einu.
Matthew Lillard er manneskjan sem þótti kúl þá: Lúðinn sem er kúl fyrir að vera lúði. Tölvunördinn sem mætir á trans-reif og sér um ormagöngs-ljósashowið. Myndin sem breytti honum í konung sæberspeis-næntís var þegar hann var lék í Hackers. Alveg hreint hörmuleg mynd þar sem fólk heitir 'Acid Burn' og Crash Override' og eru í svona mótorhjólajökkum og spennitreyjupeysum. Alger draumur nostalgíunördsins.
Ég segi að við skiptum þessum Ace of Base kvöldum út fyrir Hakk-keppnir þar sem við drekkum sýrublandaða orkudrykki og dönsum með svona virtual reality hjálma á höfðinu.
"Yo, 'Psych Circuit' komst inní mainframe-ið hjá Seðlabankanum! Brjálað! Hækkaðu í The Orb og koddu með USB-Gerfipíkuna."
Fyrir mér einkennist næntís af Sæberspeis.
Allt sem tengdist tölvum, vélmennagreind og gerfiefnum var inn. Mangateiknimyndir urðu vinsælar og fólk klæddi sig í gúmmíbuxur og 20cm háa platform hermannaklossa með stálplötum skrúfuðum á. 1995-1998, þegar fólk lifði í framtíðinni. Pamela Andersson var rúnkfantasían í gúmmítreyju strekktri yfir sílikonbrjóstin, öll photoshoppuð þangað til hún virtist vera úr plasti. Oz vildi að við gætum öll sængað hjá framtíðinni í gegnum fantasíuheim tölvunnar og æskan horfði á X-files og trúði á geimverur. Tölvuletur, drumNbass, skyrtur sem breyttu um lit, geimskip og kynmök í gegnum irkið. Fólk tattúveraði á sig strikamerki alveg einsog þrælarnir í tölvustýrðum post-apocalypse veröldum í framtíðarmyndum. Fólk dýrkaði tækni og tölvur svo mikið að allt í einu voru tölvuhakkarar kúl.
Gleymið því Dr. Alban, Snow, gellunni úr 2 Unlimited og Palla Banine. Ég vil kynna ykkur fyrir manninum sem ÉG tel vera hinn sanna holdgerfing næntís:
Matthew Lillard
Matthew lék í aragrúa næntísmynda og alltaf sem sami karakterinn: horaður og athyglissjúkur furðufugl sem geyflar sig og djókar og nær einhvernveginn að vera stónd og ofvirkur bæði í einu.
Matthew Lillard er manneskjan sem þótti kúl þá: Lúðinn sem er kúl fyrir að vera lúði. Tölvunördinn sem mætir á trans-reif og sér um ormagöngs-ljósashowið. Myndin sem breytti honum í konung sæberspeis-næntís var þegar hann var lék í Hackers. Alveg hreint hörmuleg mynd þar sem fólk heitir 'Acid Burn' og Crash Override' og eru í svona mótorhjólajökkum og spennitreyjupeysum. Alger draumur nostalgíunördsins.
Ég segi að við skiptum þessum Ace of Base kvöldum út fyrir Hakk-keppnir þar sem við drekkum sýrublandaða orkudrykki og dönsum með svona virtual reality hjálma á höfðinu.
"Yo, 'Psych Circuit' komst inní mainframe-ið hjá Seðlabankanum! Brjálað! Hækkaðu í The Orb og koddu með USB-Gerfipíkuna."
7 Comments:
Krilli: alltaf sem sami karakterinn: horaður og athyglissjúkur furðufugl sem geyflar sig og djókar og nær einhvernveginn að vera stónd og ofvirkur bæði í einu.
Björn Þór:
Sjitt já!
og Kristleifur:
Sjitt já!
(vil ekki skemma snilldina, og ætla því að hvísla:
Krilli, þú ert í nýjustu Apprentice seríunni...
http://www.nbc.com/The_Apprentice_6/candidates/bio_surya.shtml
)
bilaður linkur?
þessi virkar.
félagsmiðstöðvatekknóböll
ahahahahaha
Ég var akkúrat að heyra einhvern minnast á þetta um daginn, hvað varð um cyberspace?!? Annars myndi ég velja mér cyberspacenafnið Urine Burn.
Ég er gjörsamlega ósammála þér með Hackers. Þetta er tímamótaverk í kvikmyndasögunni. Mig langaði að vera hakkari í hvert sinn sem ég horfði á hana, en verst var að ég átti macintosh tölvu, og gat því ekki hakkað mikið. Þess í stað floodaði ég bara fólk á IRCinu.
Já, og Halcyon + On + On með Orbital er titillag cyberspeisins!
Skrifa ummæli
<< Home