<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





föstudagur, september 28, 2007

Mitt epíska, linnulausa hatur.

Sko, það eru margar stofnanir og fyrirbæri í þessu samfélagi sem fá rosalega mikinn skít kastaðan í sig, en langoftast finnst mér það eiga engan rétt á sér.

Stöðumælaverðir eru bara grey sem eru að vinna vinnuna sína. "Stöðumælavörður laminn í miðbænum af trylltum úthverfasegg í jakkafötum!" öskra fyrirsagnirnar á meðan lófaklappið dynur og gröfukallar í sjoppunni öskra "GOTTÁANN!" með munninn fullan af hamborgaratilboði. Jesús, slappið af. Ef þú borgar ekki í mælinn, leggur þvert yfir þrjú fatlaðrastæði eða skellir Rangerovernum uppá gangstétt (og blokkar þannig leið mína), þá færðu fokking SEKT! Og ekkert VÆL, þarna móðursjúka mann-belja. Og hvað er sektin mikil? 600 krónur? Lifðu með því.

Löggan er líka mikið hötuð. Frá örófi alda hafa viðkvæmar sálir verið að grenja yfir offorsi lögregluþjóna. "Má maður ekki vera blindfullur og útúrspíttaður og sparka í rúður og fólk án þess að löggan snúi mann niður!" BÚ-HÚÚ! Löggan hefur aldrei olnbogabrotið mig eða nokkurn sem ég þekki. Vitiði af hverju? Því hvorki ég eða fólk sem ég þekki eru ofbeldisfullir óróaseggir, skiljiði? Ef þú ætlar að vera útúrkókaður með skrílslæti og asnaskap, þá er bannað að grenja þegar löggan þarf að yfirbuga þig líkt og leikskólakennari þarf að yfirbuga kófsveitt barn með ofvirkni og athyglisbrest.

Eins með Skattinn. Ég kemst svolítið nærri því að skilja hatrið á honum þegar fénu sem við borgum þeim er sólundað í rugl einsog umferðarmannvirkið í Vatnsmýrinni. En hey, ef við borguðum engan skatt, þá værum við lifandi í löglausu glundroðaríki í stíl við Mad Max, þar sem við herjuðum einsog hundar um auðnir og malarvegi í leit að fæði og skjóli. Skatturinn er ill nauðsyn, en með áherslu á "nauðsyn".


"En Björn, ertu orðinn Sri Chinmoi? Ertu genginn í Jesúklúbbinn og hættur að hata?"
-Haha nei, aldrei, kæru vinir. Ég hata sem aldrei fyrr, en núna hata ég einungis þann sem á það skilið. Og ég tel að við getum öll verið sammála um hver það er...


En fyrst smá saga:

Það eru svona sjö ár síðan ég vissi seinast hvað sneri upp, hvað sneri niður og hvað sneri Select á leikjatölvum, en það heitasta í dag ku vera ofbeldisleikurinn Halo 3 á Xbox 360. Núna á miðvikudaginn var haldin sérstök opnunarhátið í BT á slaginu miðnætti þar sem hundruðir leikjaáhugamanna vöktu frameftir til að vera fyrstir að tryggja sér eintak. Stemningin var magnþrungin og strákarnir nöguðu neglurnar í ofvæni og báru smyrsl á þumalputtana fyrir spileríið framundan. En einsog ég var að lesa í Fréttablaðinu núna áðan, kom fljótlega babb í bátinn.

Til að gera kvöldstundina alveg einstaka var gæji frá BT sendur til London að sækja 70 eintök af sérstakri Limited Edition megaútgáfu af leiknum, sem margir voru búnir að panta sérstaklega. Þegar loksins kom að því að fá dýrgripinn í hendurnar var bombunni sleppt: Limited Edition útgáfan kæmi ekki í hús þetta kvöld. Gæjinn sem kom frá London hafði verið stoppaður í tollinum og allir leikirnir hefðu verið gerðir upptækir.

Markaðsstjóri BT sagði í samtali við Fréttablaðið, "Við vorum búnir að fara yfir þetta allt með tollinum í Reykjavík og í Keflavík áður en maðurinn fór af stað, en svo kom annað í ljós þegar hann kom aftur heim". Á meðan minningarnar um tárvotar kinnar viðskiptavinanna ásóttu hann, hélt markaðsstjórinn áfram: "Það var ömurlegt að þurfa að útskýra fyrir þeim sem mættu á miðnæturopnunina að þeir gætu ekki fengið leikinn í kvöld".


Fokking Tollurinn, eh? Fokking Tollurinn.


Hann stoppar þig á flugvellinum og gramsar í töskunni þinni, í von um að finna fartölvu eða ipod. Djöfull skal hann finna ipod mar, hann þyrstir í að draga hann upp og öskra, "AHA!! hvað er þetta!" Þá fær hann sko að toga þig afsíðis og murka úr þér aleiguna. Þeir eru einsog gæjarnir í kuflunum í Lord Of The Rings. Þeir mása og þefa. Þefa af smygli. Þefa af sætu, sætu smygli. "Góss!" Heimta þeir með djöfullegu hvísli. Sálin svört sem tjara. Á meðan strunsa eiturlyfin framhjá í skútuvís.

Einsog svart ský liðast þeir á milli sendinga í póstinum. "Ebay!" Heimta þeir núna. Þorstinn botnlaus og óslökkvandi. Þeir strjúka saklausa pappakassa með slímugum fingrum. Þeir rífa pakkann upp og sleikja vöruna með fjólublárri tungu. Álagningin er gríðarleg. Varan var keypt á tvo dollara en Tollurinn heimtar sitt... 3.700 krónur. MÚHAHAHAAA! Heil sé Mammón! Dýrð sé Lúsífer!

Sálarlausu skrímsli. Óheilögu, samviskulausu skrímsli. Næst er það Kolaportið. Núna á að loka því að eilífu, því Tollurinn þarf "bílastæði". Engar lygar, Tollur! Við vitum alveg sannleikann. Þið þurfið bara meira pláss til að geyma gullið ykkar!

Og núna hrifsar Tollurinn Halo 3 af grenjandi karlmönnum.

Ég segi hingað og ei lengra! Ég segi að við förum uppí Dómsdyngju og rekum SVERÐ RÉTTLÆTISINS í hjartað á þessari martraðarværu. Tollurinn er sem helför, sem þarf að linna. Megi drottinn vera með okkur í þessari krossferð okkar.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég held líka að álagningin sé eitthvað random, fari bara eftir klukkan hvað og hver fari yfir sendinguna. Eða pílukast. Eða einhver kippir límbandinu af munni bundna sveitta gaursins á stólnum í halogen-blikkljósaherberginu í kjallaranum og spyr hann "is it safe?"

Annars, varðandi skattinn, það er fullt af löndum þar sem þegnar þurfa ekki að borga skatt. T.d. Mónakó, þar sjá spilavítin um að skaffa skattinn; díllinn er bara að þegnunum bannað að fara inná þau. Fínn díll. Er ekki hægt að gera kasínó á Íslandi eða glyðruhöll þar sem útlendingar koma og borga skattinn okkar? Og tollinn okkar í leiðinni.

(ætla ekki að tefja krossferðina, áfram!)

5:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Whoah... Dude... Þetta er aðeins of mikið psycho-babbel fyrir mig í lokin. Annars er ég sammála þér þangað til að þú fórst að tala um Halo 3. Word up eða chill out.

5:36 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mónakó, Ohhh Mónakó, fallegasti staður í heimi, þar til þú ferð niður brekkuna og hittir fyrir leiðnlegan og þreyttan pöpulinn sem þarf að berjast fyrir hverjum einasta eyri og brjálast ef þú færð þér auka slettu af tómatsósu... Hanna manstu??? Ég myndi ekki leggja í Reykjavík ef hún yrði fríríki, nógu slæmt er það samt

4:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Alveg sammála. Ef mig langar í eina plötu af ebay þarf ég næstum undantekningalaust að borga meira fyrir toll og vask heldur en vöruna og sendingarkostnað. Algjört bull!!

7:38 e.h.  
Blogger katrín.is said...

það má ekki heldur lengur skrá tölvuna sína úr landi þegar maður fer í frí

ástæðan? flestar tölvur eru hvort eð er smyglaðar og ef þú átt ekki kvittun verðuru bara gjörasvovel og borga

annars þegar við vorum að koma úr síðustu landsliðsferð þurftum við öll að henda töskunni okkar í gegn og þeir gerðu athugasemd við risastóru búningatöskuna "HVUHEHETTA?"

þeir létu samt úskýringuna nægja..
því miður, ég óskaði þess nefnilega svo heitt að þeir myndum fara að gramsa í ógeðslegu sveittu bolunum, stullunum og pilsunum

8:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hann labbaði sveittur að tollborðinu í Leifsstöð haldandi á litlu bleiku ferðatöskunni sinni sem troðin var af góssi.

"Shit maður. Ef þeir stoppa mig þá er þetta búið." hugsaði hann þegar hann sá tröllvaxna tollvörðinn gjóa augunum í áttina að honum. Dropar af svitaperlum láku niður, þegar, glansandi ennið.

Röðin mjakaðist áfram. Bara tveir á undan. Einkennisklæddi tollvörðurinn fann lykt af angandi hræðslustressinu og dreif afgangnum af þreyttu túristunum í gegnum athugunina.

Röðin var komin að honum.

"Ertu með eitthvað tollskylt" spurði vörðurinn með geðveikisglampa í augum.

"Ne... Nei" stamaði hann útúr sér vitandi að ekki er únsa af sannleik í róminum, "Ekkert nema notaðar nærbuxur og skítug föt".

Tollarinn vissi að hann væri kominn í feitt. Glottið sem færðist yfir pirraða andlitið eyddi öllum möguleikum á öðru.

"Ertu alveg viss? Má ég opna töskuna?" hreytti hann út úr sér með ákafa sem hafði ekki sést í mörg ár.

"Ha? Já.. Jájá" sagði fórnarlambið vitandi að leiknum væri lokið.

Taskan hamraði taktfasta klikk-klikk-klikk hljóðinu er vörðurinn strauk rennilásinum rólega en ákaft niður.

Höndin smeygði sér innfyrir barmana og þreyfaði fyrir sér. Glottið ætlaði að brjótast af hinu meitlaða smetti þegar hendin stöðvaðist allt í einu og hóf það verðlaunaða verk að draga upp smyglvarninginn.

"AH HAH! HVAÐ ER ÞETTA" öskraði sigurvegarinn og hélt á plastbundnu umbúðunum ógurlegu aðeins sentimetrum frá andliti eigandans.

Með angistarsvip horfði hann á stílíseruðu stafina sem mynduðu orðið "Halo 3" og vissi sig sigraðan.

Einhverstaðar ráku þúsundir nörda upp öskur sem mun seint gleymast úr minnum manna.

8:52 f.h.  
Blogger Harpa said...

Ojj já ég man.... tollur... Maggi og Bjössi þið eigið nóbelsverðlaun skilið fyrir þessa endemis helreið sem þið hafið hér með gefið tollinum. Þar sem ég á engin nóbelsverðlaun þá fáið þið i staðin óttablandna virðingu mína.

11:05 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home