<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





föstudagur, desember 22, 2006

Níð



Lið sem er alltaf, "Ég hata Ísland. Ég er fluttur til Berlín/London/Brooklyn. Þar er kúl að vera" er glatað. Ísland er yndislegt. En það er til pakk sem lætur mann gleyma því stundum. "Ég þekki Damon Albarn. Hleyptu mér inn"-liðið og aular í GK fötum að dissa hansagardínur í sjónvarpinu eru leim, en maður þarf bara að lifa með því. Það eru líka til svona asnar í Berlín og Mílanó. Málið er bara að hafa vitin opin og leita eftir þessum pínulitlu augnablikum þegar hin sanna þjóðarsál skín í gegn og maður uppgvötar enn og aftur að það er hvergi betra að búa.

Ég upplifði þannig móment í gær.

Ég las grein í Blaðinu um að fyrir ári síðan ók bóndi yfir hund bóndans á næsta bæ á traktor. Þetta taldi sá síðarnefndi viljaverk og upp hófust deilur þeirra á milli. Það gekk svo langt að núna um daginn reisti hundaeigandinn níðstöng til höfuðs traktorsakandi hundadreparanum. NÍÐSTÖNG!!!

Níðstöngin er staur með húðflettum nautshaus á toppinum og á staurinn er skrifuð níðvísa þar sem landvættirnir er beðnir um að hrekja bóndann af landi brott og jafnvel að drepa hann. Egill Skallagrímsson byrjaði á þessum sið fyrir árum og öldum síðan þegar hann reisti níðstöng til að hrekja Eirík Blóðöx Noregskonung og Gunnhildi drottningu frá völdum. Hundayfirkeyrarinn tók þennan níð svo nærri sér að hann hefur KÆRT níðstangarreisarann til sýslumanns! En sveitó. Þetta er mögulega það íslenskasta (og yndislegasta) sem ég hef lesið!

Í fyrsta lagi er níðarinn svo ómótstæðilega gamaldags og þjóðlegur að hefna hundsins með svona fornum sið. Vill hann ekki bara spá í rúnir og búa til nábrækur í leiðinni? Guð blessi þessa gæja sem halda í svona gamlar og ógeðslegar hefðir.

Í öðru lagi er svo fyndið að hinn gæinn kærði þetta. Þegar þú verður fyrir líkamsárás í miðbænum ferðu auðvitað beint til löggunnar og kærir. Það er alveg jafn sjálfsagður hlutur hjá honum að kæra níðinn. "Hu! Mér hefur verið reist níðsúla! Eigi mun ég undir teppi rólegur sofa er mér er níður til höfuðs látinn! Vér skulum taka hatt oss og skunda til sýslumanns og kæra athæfi þetta!" Sjálfur Hrafn Gunnlaugsson gæti ekki leikstýrt svona súrrealískum aðstæðum.

Þú munt aldrei sjá espressodrekkandi fags í París gera svona.
Ísland er best.


***Uppdeit***

Hér er níðvísan:

Sný ég níði þessu á landvættir þær
er land okkar byggja,
svo að allar fari þær villur vegar,
engi hendi né hitti sitt inni,
fyrr en þær reka Óskar Björnsson úr landi
eða gangi að honum dauðum.
Megi hann rotna í víti.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu þú verður að koma með vísuna líka!!

5:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahhaa svo fyndið!! rétt er það að hvergi annars staðar en á íslandi. en ég ætla samt sem áður að drulla mér við fyrsta tækifæri af þessu ÍS landi og ÍS þjóð. Er þegar farin að sakna ykkar

6:37 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Arna: Ég bý fimm hæðum fyrir ofan þar sem blöðin eru geymd í blokkinni minni. Veistu hvað ég er þunnur og latur? Ha? Fokkoff. Djók. Ég skal rölta þarna niður á eftir og reddessu, enda frábær kveðskapur þar á ferð.

Laufey: Gott. Drullaðuþér.

7:06 e.h.  
Blogger Arni Kristjans said...

Sammála allri þessari færslu skilyrðislaust. Níðstangir eru eitthvað sem við getum öll verið stolt af sem Íslendingar.

4:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home