<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>





laugardagur, júní 07, 2008

The Forest Goblin!

Er eitthvað í þessu lífi hallærislegra en Stephen King bíómynd?

Við sáum Dreamcatcher í sjónvarpinu í gær. Eða réttara væri að segja að við sáum eins mikið af Dreamcathcer og maginn og hausinn á okkur þoldu. Þvílík djöfulsins þvæla.

Sko, innihaldslýsingin gæti lofað góðu: Vinir sem eiga sameiginlega og dularfulla fortíð eru veðurtepptir í veiðikofa þegar þeir skyndilega eru í miðri sótthví. Paranoja, smithætta og fortíðin sem sífellt nagar þá. Dimmur skógur, fannfergi og óútskýranlegir atburðir. Jónína sá fyrir sér auka-layer af weirdness þar sem mörkin á milli martraðar og raunveruleika eru gerð óskýr á smekklegan hátt.

Hljómar vel? --Wrong.

Við erum að tala um Stephen King hérna. Myndin er leiftursnögg að draga fram geimverumaðka sem sprautast út um rassinn á fólki og bíta alla í tippið. Tölvuteiknuð geimveruskrímsli eru að skrímslast í skóginum og vinirnir eru allir með skyggnigáfu sem þýðir að sjálfsögðu að þeir geta skotið tölvuteiknuðum bylgjun úr fingurgómunum. Þeir fengu semsagt dulræna hæfileika að gjöf frá þroskaheftum dreng sem þeir björguðu í æsku. Jamm. OG Morgan Freeman leikur hermannakall sem "...has gone insane from hunting aliens for 25 years". Wtf.

Stephen King er svo ótrúlega hallærislegur og BÓKSTAFLEGUR að það nær ekki nokkurri átt.
Steve mætir til útgefandans: "Ég sé fyrir mér GSM síma sem drepa fólk!"
Útgefandinn: "Jaaaaá... þú meinar að bylgjurnar úr þeim láta fólk tapa vitinu...? Einhver heilavírus máski? Áleitnar spurningar um nútímasamskipti og geðveilu?"
Steve: "ha, neinei, símarnir fá sko vígtennur og klær og fljúga um og rífa hausinn á öllum í tvennt!"
Útgefandinn: "..."
Steve: "Svo er einhver skyggn þarna líka. Hann getur sko talað við skrímslin sem búa í símanum."
Útgefandinn: "..."

Tökum Shining sem dæmi. Meiriháttar mynd, gerð eftir bók eftir Stebba... sem hataði myndina. "Hvernig DIRFIST þið að afbaka hugsjón mína. Skrumstæling og ógeð! HÚMMFF!!" Geðveikt fúll í heilu áratugina. Svo einhverntíman í næntís kom svona "SHINING: Einsog Stephen King VILDI hafa hana!" mynd. Einhver megaglötuð sjónvarpsmynd í tveimur hlutum á Stöð 2.

Nýja myndin var ösköp svipuð þeirri eldri... fyrir utan að vera illa skrifuð, ömurlega leikin og augljóslega með budget uppá svona tvöþúsund krónur. En aðalmunurinn var að í Kubrickútgáfunni voru óværurnar í höfðinu á Jack Torrance. Í King útgáfunni voru óværurnar BÓKSTAFLEGA skrímsli sem voru að skrímslast. Steinstyttur sem lifna við og svona.

Það var ekkert svona "I feel like there are monsters in my mind..." heldur frekar "There are monsters... IN THE BASEMENT!"

Ég er alveg kominn með upp í kok af þessu. Og þá meina ég BÓKSTAFLEGA! Það eru skrímsli í kokinu mínu sem eru í alvörunni ÉG þegar ég var yngri... BÚ!!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú heldur þetta bara vegna þess að það eru sníkudýr í heilanum á þér sem fá þig til að hugsa svona.

Hmm ...

3:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Góðar Stephen King myndir:

Shawshank Redemption
Christine
The Mist (í alvöru!)
Green Mile (jú, hún var fín)
Misery
Stand By Me

Og The Running Man (he he)
Og Pet Cemetary (hún er claassic)

Hef ekki séð nýja Shining, en það er líklega jafn vont og ég ímynda mér.

9:49 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Shawshank Redemption, Stand By Me og Christine eru jú æði, en ég þori að veðja að þær eru bara æði því þeir slepptu skrímslunum. The Mind Goblins.

1:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

He he, Mind Goblins.

Það er frrrrrábært.

3:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Verð sko að grípa aðeins inn í þessar mér mjög svo óviðkomandi samræður.
Það er alveg nauðsynlegt að lesa SK til að ná honum almennilega. "Skrímsli" eiga það nefnilega til að verða mjög kjánaleg á skjánum en eru það kannski ekki eins í kollinum á lesanda. Svo skildi SK skrímslin eigilega að mestu eftir í bókunum sem voru skrifaðar á dópisaárunum hans.
Að lokum - það eru engin skrímsli í Shawshank, Green Mile, Misery og Stand by me bókunum - ekki nema monsters of the human kind ;).
Stephen King nörd.

1:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home