<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





fimmtudagur, desember 07, 2006

Æska mín í hjólum sögð.

Fyrsta hjólið mitt var rautt þríhjól með hvítum dekkjum og grænum plast haldföngum. Á því brunaði ég sem óður væri um allar tryssur með sandmettað horið lekandi niður á höku. Það skrölti í þessu og ryðið flaug í allar áttir. Það voru voðalega margir á svona þríhjóli í gamla daga. Þau komu annars vegar einsog mitt, með svona standipart á milli afturdekkjanna, eða með skúffu sem mátti fylla af mold og hella úr með þartilgerðum hjörum. Fólk hlýtur að muna eftir þessu. Glæsilegt skran alveg hreint.

Svo kom hjól númer tvö. Það var appelsínugult með svörtum leðurhnakki. Mér er enn í fersku minni þegar það var 'Koddu-með-hjólið' dagur í leikskólanum Staðarborg. Ég gleymdi að koma með mitt og notaði því tækifærið til að ljúga að ég ætti BMX "MEÐ ENGUM HJÁLPARDEKKJUM!" Ég fékk að prufa hjól einhvers (með hjálpardekkjum) og var eitthvað að rúnta þegar ég ég tók eftir að hjálpardekkin voru beygluð og voru því ekki að snerta jörðina. Það rann upp fyrir mér að ég gat hjólað án hjálpar aukadekkja! wúhú! Ég var orðinn að karlmanni! Síðan fór ég inn að leira.

Þegar heim var komið hóaði ég í stórabróður sem skrúfaði aumingjadekkin af. Ég tók nokkra sigurhringi í bílskýlinu einsog snillingurinn sem ég var. Enn þann dag í dag kann ég að hjóla án þess að detta á hliðina. Sko mig.

Einn daginn var ég að prjóna einsog sannur eitístöffari með grifflur þegar ég hallaði mér of langt aftur, skall í jörðina og fékk stýrið á bólakaf í hökuna. Það fossblæddi og ég grenjaði heim. Ég jafnaði mig þó fljótt og eyddi restinni af deginum í að hlusta á 'Bad' með Michael Jackson með sárabindi á hökunni. Ég er með myndarlegt ör eftir þessa byltu.

Þú varst bara auli ef þú áttir ekki BéEmmEks í gamla daga og ég suðaði svo um munaði. Ég var meiraðsegja búinn að setja gul BMX dekk á appelsínugula hjólið mitt. En svo kom stóri dagurinn. Ég var vakinn á afmælisdeginum mínum og niðri í forstofu beið fokhelt BMX Team hjól. Ég sá aldrei neinn annnan á svona týpu. Það var allt hvítt. Sætið, haldfangið og dekkin en stellið dökknaði í fjólublátt að aftan. Púðarnir voru með svörtu og hvítu taflmunstri. AWESOME! Ég hjólaði hring um hverfið á náttbuxunum, svo spenntur var ég.

Á þessu hjóli var þjösnast í hálfan áratug. Það var svo barið og tætt að það var farið að liðast í sundur og því var haldið saman af skítnum einum saman. Einn daginn var ég að koma niður brekku á ógnarhraða. Ég var að lyfta stýrinu til að fara upp á kant þegar framdekkið hélt áfram án mín. Ég sver það, tíminn stóð í stað meðan ég horfði á eftir dekkinu rúlla burt í sólsetrið einsog Lukkuláki. Síðan áttaði ég mig á því að afturdekkið mundi væntanlega hafna á kantinum innan skamms, sem það og gerði. Ég flaug framfyrir mig. Hvort ég flaug.

BMX var hætt að vera kúl hvorteðer.

Eftir mörg ár af fjallahjólum (eitt þeirra var neongult með málningaslettumunstri) á ég í dag voða fínt hjól sem er merkt "Gentelman" á hliðinni (takið eftir stafsetningarvillunni). Það er í danska stílnum sem þýðir að ég hjóla uppréttur og beinn í baki á nýju hjólaakgreininni á Laugaveginum (heilir fimmtíu metrar á lengd!)

Reiðhjól eru best í heimi. Fæ ég amen?

7 Comments:

Blogger Jonina de la Rosa said...

nei!!! ég kýs tvo jafnfljóta...

1:03 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Áður en ég átti rautt og hvítt þríhjól átti ég svona gula risa plasthjóligræju með kringlóttu stýri ofaná og pedulunum útúr hlunknum einhversstaðar að framan.

Eða kannski átti ég þetta ekki sjálfur, kannski einhver nágranninn, en ég man mjög vel eftir innilokaðri plastfýlunni sem þrýstist stundum útúr litla gatið ofan á.

Mitt eina BMX hjól var PUCH (aldrei séð það fyrr eða síðar, og hef aldrei gúglað það). Lógóið var einsog BMW og taflmunstur á púðunum. Það merkilegasta var hnakkurinn sem var grjótharður og mjög straumlínulagaður; svo straumlínulagaður að hann geldir án þess að blikka auga.

Svo átti ég Kalkhoff, og safnaði pening lengi lengi tilað geta keyrt til hjólakallanna í kjallaranum á Hverfisgötu og kaufft mér hrútastýri. Svo límdi ég nokkra hringi af límbandi á þunnt rörastýrið og skrúfaði það beint ofaná blátt hjólið með litlu þykkju dekkjunum.

Ef BMX var kúl, þá var hrútastýri Keisari kúlsins.

3:22 f.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

ég átti líka gult plastferlíki með pedölum. Það var einsog VW bjalla í laginu.

9:47 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Akkú-moðerfokkíng-rat.

Væri alveg til í að eiga þannig fullorðins í dag. Þá þyrfti maður ekkert þessa hjólastíga, heldur myndi bara krúsa eftir þjóðveginum á 0,5 km/klst.

12:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég átti líka einu sinni ógeðselga flott bleikt og hvít gratient fjallahjól með þrem gírum.....og ég hjólaði á lítinn dóta vörubíl og datt beint fram fyrir mig á varirnar.
Þær tvöfölduðust en sem betur fer var ég ekki svo langt frá heima og vinkona mín hljóp heim og sagði mömmu minni að dóttir hennar hefði hjólað á vörubíl.
Mamma var kominn hlaupandi eftir eina mínótu næstum með hjarta áfall þar sem að hún hélt að litla stelpan hennar hefði hjólað á vörubíl.

12:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

gleymi ekki því momenti! upsy..

12:53 e.h.  
Blogger Sveinbjorn said...

Ég átti tvö BMX reiðhjól. Báðum var stolið. Þegar seinni hjólinu var stolið keypti mamma handa mér notað karlmannshjól, svipað og það sem þú átt núna. Það var árlegur siður hjá mér í tvö ár að daginn áður en við fórum heim til íslands, þá skellti ég mér í ærlegt reiðhjólaslys. Í annað skiptið fékk ég bara sár á hnén, en í hitt skiptið brotnaði í mér framtönn. Eftir þetta sór ég þess helgann eið að eiga aldrei þannig hjól aftur.

Ég hef átt tvö þannig hjól síðan.

Sv.

7:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home