<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>





föstudagur, desember 29, 2006

COP ON THE EDGE PART 7: THE STAKEOUT



Eldri hluta sögunnar má finna neðst í linkasafninu til hægri.


Grútskítugar göturnar eru blautar af slímugri rigningu og blóði saklausra borgara. Gulur leigubíll ekur í gegnum þykka gufu sem leggur upp úr ræsi. Eflaust er farþeginn á leiðinni á einnar nætur hótel með kalt skotvopn. Ein kúla, eitt líf á enda. Miskunn byssukúlunnar. Það er gata sem ég hef oft íhugað að aka niður. Ég er nálægt því að beygja þangað, stefnuljósin eru kveikt. Líf mitt hefur engan tilgang. Það eina sem ég hef er skjöldurinn. Gljáfægður. Hreinn. Ólíkt samvisku minni. Skjöldurinn talar til mín með gylltri röddu. En ég heyri ekki hvað hann segir því Doggett er farinn að grenja.

"Ég skil þetta ekki, Reed. Hér erum við að bíða í bíl um miðja nótt í vondu hverfi eftir manni sem við vitum ekki hvort láti sjá sig yfir höfuð. Þetta er fásinna". Mig langar í sígarettu. "Kældu þig niður, Doggett. Taktu inn töflu". Að sitja fyrir grunuðum manni er mikilvæg iðja í lífi lögreglumanns. Stretch, slefberinn minn, sagði mér að elta græna bifreið af tegundinni Lincoln sem væri lögð við næturklúbbinn "The Neon Shaft". Ég mun ekki taka augað af þeirri bifreið. Hún mun leiða okkur að höfninni og að kókaínfarminum. Regnið lemur rúðuna á bílnum. Hver dropi inniheldur örlítinn dauða. Blóðið mun renna í kvöld einsog kalda vetrarnótt forðum þegar ljóshærður engill lét lífið og maður hennar hóf göngu sína í víti.

Kornung vændiskona selur líkama sinn á götuhorni. Hún ætti að vera að læra í framhaldsskóla, að eignast fyrsta kærastann og að borða hátíðarkalkún með fjölskyldu sinni. Þess í stað er hún að læra í skóla götunnar, að eignast fyrsta eiturlyfjaskammt dagsins og að borða visinn skaufann á öldruðum skíthæl með óhreint mannorð.

Við bíðum átekta og spennan magnast. Skyndilega hrekkur Doggett við. Pitsusendillinn er að banka á rúðuna. Regnvotur kassinn er tosaður inn um rifu og máltíðin hefst. Pitsudjöfullinn er kaldur og Doggett hitar upp sneið með því að bera kveikjarann sinn að botni hennar. Ég er ekki með matarlyst fyrir flatböku. Mig hungrar í réttlæti. Ég fægi byssuna mína og fer með stutta bæn fyrir þeim sem hafa haft gínandi hlaup hennar sem sína hinstu sýn áður en þeir kvöddu þessa jörð. Amen.

Klukkustundirnar líða hjá nöturhægt. Á meðan Doggett fer og sækir kaffi gjói ég augunum að ljósmynd sem hann hefur límt við hliðina á stýrinu. Hamingjusamt par situr makindalega í fjöru. Doggett er nýútskrifaður úr lögregluskólanum og heldur utan um Alison sína. Þau eru ung og í blóma lífsins. Alison er ljóshærð einsog Amy var. Amy var góð í rúminu. Hvort hún var. En nú er hún undir grænni torfu. Á sex feta dýpi. Ég veit ekki um neinn skaufa sem nær svo langt. Drottningar næturinnar og dætur götunnar eru mitt eina athvarf í rekkjunni núna. Ég gleypi kökk. Ég vil drepa.

Allar minningar um látna konu mína stöðvast þegar kunnulegur maður kemur út úr næturklúbbnum. Hann er brosandi og með tannstöngul í munnvikinu. Hann hlær illum og skerandi hlátri. Lincoln bifreiðin fyllist af mönnum í dýrum pólíesterjakkafötum. Þeir eru ekki á leiðinni í sunnudagsskóla. Nei. Þeir eru að fara að brjóta lögin. "Tími til að velta okkur" segi ég þegar Doggett sest inn í bílinn. Hann gefur frá sér pirringshljóð og hendir fullum kaffibollunum út um rúðuna. Eltingarleikurinn hefst.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hver dropi inniheldur örlítinn dauða


Mig hungrar í réttlæti

Vá vá!!!!!!!!!!!!

10:40 e.h.  
Blogger Jonina de la Rosa said...

meira!!!! meira!!!! meira!!!! meira!!!! meira!!!!

12:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábær lestur, smávegis vöntun á réttritun og stafsetningu en þú ert öflugur penni.
Maður bíður spenntur eftir næsta hluta!

Er að velta fyrir mér einu samt ... hét ekki konan hans Sandy? Það kemur fram í lok fjórða kafla, "The Precinct" en svo talarðu um Amy í þessum.

11:27 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home