HITABYLGJA!
MALBIKIÐ LOGAR!
Sólin álpast hingað fyrir misskilning og íslendingar láta ekki segja sér það tvisvar. Í ofboði skulum við ryðjast í hvurs lags biðröð sem gefur af sér fæðu sem er viðeigandi á ágætisviðrisdögum. Hvort sem það er pylsa, ískrap, smúðí, pitsusneið, ísbolti, bragðarefur, Glætan, ísblóm eða -nál.
"Bongóblíða mahr!" Öskrum við í sólgleraugnaklætt andlit náungans. "Þessu er spáð frammá helgi! 'Tli mar kík'ekkí bústaðinn!" Náunginn er sama sinnis.
Sundlaugar minna á mosh-pitt á Pantera tónleikum og vatnið í pottinum verður þykkt af húðflyksum. Ungum konum sem hætta sér framhjá setulauginni er nauðgað með augum tattúveraðra bílasprautunarmeistara sem nikka hvorn annan, "sjáðu kjötlokuna á þessari kjall! Ha!" Börn með sundkúta og hrufluð hné væla í sturtunni.
Fólk treðst undir á Austurvelli, Ægisíðan breytist í línuskautaráðstefnu og ylströndin í Nauthólsvík virðist allt í einu góð hugmynd.
Á martraðarkenndan hátt sortnar svo himininn í grill-reyk þegar heil höfuðborg skellir banana, grænmetispinnum og gulum baunum á eldinn.
4 Comments:
þú ert fyndinn!!!!
Gefðu þig út mannsveppur!
Vá sundlaugarlýsingin er spot on! Hef reynsluna... geggjað fyndið
Arna
Ég heyrði nýtt slangur um daginn sem þessir tattúveruðu myndu ábyggilega slefa út úr sér á degi sem þessum: "tjékkaðu á tuðrunum... sæt kisa". ógeð. - Sóley trylltrapartíahaldari
Skrifa ummæli
<< Home