SPREÐ
Ég var að heyra lýsingarnar úr fimmtugsafmælisveislu Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa. Jiminn eini. Risasal í Vogabakka var breytt í svona hunting lodge (veiðikofa) og japanskar geishur (innfluttar) báru fram sushi eldað af meistarakokkum sem voru flognir inn frá Nobu í London. Elton John steig á svið einsog frægt er orðið og tók klukkutíma sett sem kostaði milljón dollara. Bó, Bubbi og eitthvað risaband héldu svo uppi stuðinnu fyrir 3 millur. Allt boðið kostaði hátt í 200 milljónir. Ég vildi fyrst kvarta yfir svona eyðslusemi (það mætti búa til skýli fyrir heimilislausa eða eitthvað) en þau settu víst á fót milljarðs velferðarsjóð fyrr um daginn. Gottogvel. Vildi hafa verið á staðnum.
Mér finnst svolítið fyndið þetta trend hjá trilljarðamæringunum okkar að keppast um að láta stórstirni spila í veislunum sínum. Í alvöru, þessir gæjar eiga meiri pening en guð og að púnga út fyrir Duran Duran eða Elton John er einsog fyrir okkur að kaupa pott af mjólk. Þessir dúdar eiga milljarða og milljarða og milljarða og tugi milljarða ofan (djís hvað ég er öfundsjúkur) og það er bókstaflega ekkert sem getur stöðvar þá í extravagansinu. Ég lofa að þetta mun vinda uppá sig þangað til Dagsbrún eða Kaupþing verða með árshátíð þar sem U2 kemur fram.
Svona í alvöru, af hverju að láta stutta tónleika með Rod Stewart vera hámarkið? Hví ekki að láta Steven Spielberg gera kvikmynd um lífshlaup sitt? Hvernig væri að flytja heila flugvél af Hollywoodstjörnum, íþróttahetjum og sjónvarpsstirnum og Paris Hilton í partýið til að mingla við gesti? Hvernig væri að láta moka upp pýramída og endurreisa hann í Egilshöllinni og fá Kofi Annan til að kynna á svið Rolling Stones með sinfóníuhljómsveitum fjögurra landa og hafa eftirlifandi Bítlana sem bakraddir?
Mitt trilljarðamæringsafmæli væri svona:
Mjög útvaldir 1000 manns fá boðskort úr fílabeini þar sem fólki er sagt að vera í viðbragsstöðu 30 október. Þá mundi hver einasti gestur fá eigin einkaþyrlu til að sækja sig. Það væri búið að taka Hringleikahúsið í Róm í sundur og setja það aftur saman innan í Kringlunni, sem væri búið að tæma og breyta í partýsal með geim-þema (með ekta sandi og grjóti af Tunglinu). Í Hringleikahúsinu væru skylmingaþrælar með bardaga upp á líf og dauða. Mannfórnir og slátrun á fágætum dýrum. Dalai Lama væri í fatahenginu og liðsmenn Dallas Cowboys þjónuðu til borðs. Í matinn væri zebrahestasteik með sósu úr snákamerg. Vatn úr bráðnuðum heimsskautaklaka. Svo væri bjór-krani við hvern disk. Skemmtunin yfir borðhaldinu væri í höndum Mel Gibson og Dorrit Moussaief sem hefðu lært á hörpu og trommur. Svo kæmu tónleikar þar sem Bó, Justin Timberlake, Van Halen, Bob Dylan og Elvis (sem hologram) væru allir saman á sviði. Kvöldinu lyki svo úti á bílastæði þar sem allar þyrlurnar yrðu sprengdar í gríðarlegri flugeldasýningu og væri kveikiþráðurinn tendraður með logandi Guðbrandsbiblíu.
En þetta er bara fyrsta hugmynd. Ætli ég bæti ekki við partý-júmbóþotunni hans John Travolta sem flygi um heiminn til að elta afmælisdaginn í gegnum hin ýmsu tímabelti...
Mér finnst svolítið fyndið þetta trend hjá trilljarðamæringunum okkar að keppast um að láta stórstirni spila í veislunum sínum. Í alvöru, þessir gæjar eiga meiri pening en guð og að púnga út fyrir Duran Duran eða Elton John er einsog fyrir okkur að kaupa pott af mjólk. Þessir dúdar eiga milljarða og milljarða og milljarða og tugi milljarða ofan (djís hvað ég er öfundsjúkur) og það er bókstaflega ekkert sem getur stöðvar þá í extravagansinu. Ég lofa að þetta mun vinda uppá sig þangað til Dagsbrún eða Kaupþing verða með árshátíð þar sem U2 kemur fram.
Svona í alvöru, af hverju að láta stutta tónleika með Rod Stewart vera hámarkið? Hví ekki að láta Steven Spielberg gera kvikmynd um lífshlaup sitt? Hvernig væri að flytja heila flugvél af Hollywoodstjörnum, íþróttahetjum og sjónvarpsstirnum og Paris Hilton í partýið til að mingla við gesti? Hvernig væri að láta moka upp pýramída og endurreisa hann í Egilshöllinni og fá Kofi Annan til að kynna á svið Rolling Stones með sinfóníuhljómsveitum fjögurra landa og hafa eftirlifandi Bítlana sem bakraddir?
Mitt trilljarðamæringsafmæli væri svona:
Mjög útvaldir 1000 manns fá boðskort úr fílabeini þar sem fólki er sagt að vera í viðbragsstöðu 30 október. Þá mundi hver einasti gestur fá eigin einkaþyrlu til að sækja sig. Það væri búið að taka Hringleikahúsið í Róm í sundur og setja það aftur saman innan í Kringlunni, sem væri búið að tæma og breyta í partýsal með geim-þema (með ekta sandi og grjóti af Tunglinu). Í Hringleikahúsinu væru skylmingaþrælar með bardaga upp á líf og dauða. Mannfórnir og slátrun á fágætum dýrum. Dalai Lama væri í fatahenginu og liðsmenn Dallas Cowboys þjónuðu til borðs. Í matinn væri zebrahestasteik með sósu úr snákamerg. Vatn úr bráðnuðum heimsskautaklaka. Svo væri bjór-krani við hvern disk. Skemmtunin yfir borðhaldinu væri í höndum Mel Gibson og Dorrit Moussaief sem hefðu lært á hörpu og trommur. Svo kæmu tónleikar þar sem Bó, Justin Timberlake, Van Halen, Bob Dylan og Elvis (sem hologram) væru allir saman á sviði. Kvöldinu lyki svo úti á bílastæði þar sem allar þyrlurnar yrðu sprengdar í gríðarlegri flugeldasýningu og væri kveikiþráðurinn tendraður með logandi Guðbrandsbiblíu.
En þetta er bara fyrsta hugmynd. Ætli ég bæti ekki við partý-júmbóþotunni hans John Travolta sem flygi um heiminn til að elta afmælisdaginn í gegnum hin ýmsu tímabelti...
13 Comments:
Yrði mjög gott partí. Frábært jafnvel. Væri sérstaklega spenntur að sjá The Gibson Moussaief Experience.
Sjit ég hló upphátt og er með tár í augunum.
Fokk þú ert sniðugur. Fæ ég boðskort?
Vitaskuld. Þú færð meiraðsegja tvö. Deliveruð af Stephen Hawking.
mamma fannst þetta æðislegt og mjög hugmyndarríkt. Hún liggur enn á gólfinu hlægjandi, :) sjáumst
Hjálpaðu konunni upp af gólfinu, drengur!
Jæja, hún komst upp.
sejitt þú ættir deffó að vera skrilljarðamæringur til að geta haldið svona ammæli og haldið ræður í þeim...svo væri hægt að blasta þér er ekki boðið á restina af pöpulinum....swell veisla er understeitment,catmaster (vinkona dd og kærasta krissa j&l)
má ég vera boðið plís! og má alan shore afhenda mér mitt atkvæði.. í karakter!
Ég læt bara James Spader, Bill Shatner og hana þarna konu mæta til þín með leikþátt af Boston Legal þar sem þú ert stjörnuvitnið. Svo lofa ég kossasenu með Alan inní skjalaskáp.
Eitt sem vantar í partíið í boði Steins Linnet sem að datt þetta í hug:
Remy Martin Louis XIII koníak sem hefur verið eimað í æðakerfi Michael Jackson. Fyrir alla gesti.
Haha já mar. Við strengjum Michael upp á vegg með krana beint úr æðakerfinu. Svo kanski getum við potað í hann með prikum og séð hvort hann vilji ekki syngja eitthvað líka.
Krana úr gnýja-súkkulaði!
Og prikum úr saffran!
Logandi Guðbrandsbiblíu?
Og grjóti úr Tunglinu? Skemmtistaðnum?
Þú ert fyndnasti maður Íslands.
Skrifa ummæli
<< Home