Própangas
Við Jóní fengum grill nýlega og það hefur vart kólnað í því síðan. Við höfum hent öllum andskotanum á það og borðað af bestu list. Það liggur við að maður skelli bara kaffibollanum á grillið til að halda honum ylvolgum meðan maður les Bónusfréttir úti á tröppum.
En hér er topp 10 listi yfir það sem hefur ekki heppnast vel á grillinu:
10 - Poppkorn
09 - Núðlur
08 - Sveppasúpa
07 - Vaxlitir
06 - Negull
05 - Egg
04 - Franskar
03 - Sönnunargögn
02 - Ritz kex
01 - Rúsínur
Jamm, ég mæli semsagt ekki með því að þið grillið rúsínur.
Það er bara alger vitleysa.
5 Comments:
hafiði prófað að sjóða kjúkling eða jafnvel hænu á grillinu? það ku vera gott. og soðnar nautalundir með létt-grillsoðnu grænmeti. algjört hnossgæti. - sillí
Ég trúi því varla að sönnunargögn bragðist ekki vel af grillinu?!
Það er gott að grilla hrísgrjón. Penslaðu þau uppúr smá BBQ, and you got yoself a paaaarty!
Úú, prófaðu að segja "Própangas" með mjög spænskum hreimi. Einsog Senjor Propangas.
Esteban ProPANNgas y los Pantalones.
Jú, Steinn. Ég kanski hljóp ögn á mig með sönnunargögnin. Þau eru gómsæt ef það er nóg af sterku sinnepi á þeim.
Skrifa ummæli
<< Home