<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://draft.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





laugardagur, nóvember 17, 2007

Live-Bloggað frá BRÚÐKAUPI ALDARINNAR!

Bobby Breiðholt bloggar í beinni frá Listasafni Reykjavíkur, þar sem Jón Ásgeir og Ingibjörg fagna göngunni í það heilaga.

18:00
Rauður dregill. Nokkuð fyrirsjáanlegt, hugsa ég með mér, þangað til mér er sagt að efnið í dreglinum var litað með stóðhestablóði. Klassi, hugsa ég þá.

18:05
Dyraverðirnir eru klæddir einsog rómverskir hermenn. Mig grunar að kannski séu þeir í alvöru rómverskir hermenn, sóttir með einka-tímavél Jóns Ásgeirs. Nei, þeir eru með træbal-tattú. Þeir voru ekki með þannig á tímum rómverja. Þá voru allir með akkeri.

18:16
Dyramottan er verk eftir Erró. Ég drep í vindli á henni.

18:17
Dyravörðurinn er Erró. Ég drep í vindli á honum.

18:25
Eftir málmleitartækið og plebbasíuna er mér sleppt inn. Þeir sem ekki standast dresskódið eru sendir í uppvask og öskubakkahreinsun. Guði sé lof að ég er í Chanel mokkasíum og með Philippe Starck vask um hálsinn.

18:40
Grafin hafa verið sýki um allt gólf þar sem gondólar fullir af barnakórum og Sálinni sigla hring eftir hring. Aðeins uppáhaldslög Jóns Ásgeirs eru flutt: "The Living Daylights" eftir A-Ha og "Walk Of Life" með Dire Straits. Mætti ég nokkuð fá að heyra eitthvað með Bruce Springsteen, spyr ég einn góndóla-róarann (Gæjinn sem lék Robocop, í fullum búningi). Hann hristir hausinn og mér finnst ég sjá glitta í tár undan hjálminum. Ég vorkenni honum.

18:50
Verstu örlögin bíða þó Eyfa með kassagítarinn. Hann er hlekkjaður við brennheitt rör og er hýddur með svipum. Hann er látinn syngja "Nína" aftur og aftur og aftur og aftur og aftur. Ég byrja að fá óttakast. Hér er illska. Mun ég komast út á lífi?

19:00
Róast ögn við að drekka vínið. Hið sama og Jesús galdraði fram úr vatni á sínum tíma. Það er borið fram í plastglasi, hönnuðu af listahópnum Kleprum Fabúl. Fallegt handverk, hvísla ég að engum sérstökum.

19:22
Virði fyrir mér mannskapinn, sem hefur verið ferjaður inn úr helstu hornum heimsins. Ekkert þriðjaheimspakk, þau eru gasalega púkó. Oj, of mikið eyðni og þetta hungur í augum þeirra. Bjakk. Hér eru allir klæddir í svart, sem er einmitt þema kvöldsins. Ég lít aftur á boðskortið. "Darkening Shadowscape: A Wedding." Ég krumpa það aftur í vasann.

20:05
Þvæ hendurnar í háls-vaskinum mínum. Þerra mér í hári Margrétar Thatcher, sem er klædd í glæsilegan kjól eftir Oscar de la Renta. Aron Pálmi les kafla úr bókinni sinni við góðar undirtektir. Skrítin skemmtiatriði hér.

20:15
Aðalsalurinn. Gestirnir minna á hjörð forsögulegra hræ-æta, nema í ögn smekklegri fötum. Sinfónía í svörtu, gylltu og bónus-gulu. Baltasar er í flísalögðum jakkafötum eftir Facemeat. Gabríela er berrössuð að vanda, en með gerfi-skegg eftir Fernando Yesterday. Móeiður Júníuss er í pappakassa eftir Heinz+Audiobook. Júlli Kemp er klæddur í þrekhjól eftir Weider.

20:16
Hvað er í þesu víni?

20:33
Maturinn er dýrðlegur. búinn til af bestu kokkum McDonalds. Það ku vera til leyni-McDonalds sem er aðeins fyrir hina ofsaríku. Franskarnar eru mjög svipaðar því sem ég er vanur, en þær eru þó bornar fram í afskorinni górilluhendi. Stel einni.

21:00
Stóra stundin. Brúðhjónin mæta. Allt ætlar um koll að keyra þegar járnbrautarlestin þeirra staðnæmist á miðju gólfi. Meðlimir Gus Gus kremjast undir.

21:03
Ingibjörg stígur frá borði. Sögusagnir hermdu að hún yrði í kjól eftir Karl Lagerfeld, en nei. Hún er klædd Í Karl Lagerfeld. Fláður ofur-hönnuðurinn fer afar vel við blá augu brúðarinnar. Sumir eru svo heillaðir af fegurð Ingibjargar að þeir reyna að snerta dýrðarljóma hennar, í þeirri von að afmá eigin syndir. Þeir fá löggukylfu í púnginn.

22:05
Hér kemur svo Jón Ásgeir. Hann er í glæsilegum Jogging-galla frá Diego Peninsula og í rúllukragabol frá Wrangler. Hann fær lófaklapp fyrir elegant smekk, þegar hann sýnir hvernig hvítir baðmullarsokkarnir leika við gljáann af brúnum, tyrkneskum leðurskónum. Möllettinn hans hefur aldrei litið eins vel út, skreyttur með blikkandi ljósleiðurum og lituðum perlum.

22:30
Jón Ásgeir fer í sleik við Ingibjörgu og segir Gjörið svo vel.

22:50
Maturinn búinn. Jón Ásgeir dregur upp símann og pantar pizzu á liðið, enda soldið hungraður eftir svíneríið á leiðinni, að eigin sögn. Hann bætir við að það myndi ekki skemma fyrir að panta smá landa oní mannskapinn. Finnst þurfa "smá aksjón í kellingarnar." Eigum við að ræða það eitthvað, spyr hann með glotti og slefar pínulítið. Nærstaddir hlæja kurteisislega.

23:00
Skemmtiatriði kvöldins eru kynnt: Whitney Houston og torfærutrukkar.

23:28
Jón Ásgeir hlær og kýlir í loftið í hvert sinn sem torfærutrukkarnir prjóna í takt við gítarsólóin. Whitney virðist hylja andlit sitt á meðan hún syngur. Það eru naumast stjörnustælarnir.

23:51
Mér er hætt að lítast á blikuna. Mengunin af trukkunum og fnykurinn af rotnandi Lagerfeld-kjólnum eru farin að vera óbærileg. Ég bakka í átt að útganginum.

23:58
Eyfi er látinn.

23:59
Klappa Eyfa blítt á höfuðið. Engin "Nína" þar sem þú ert núna, kæri vinur.

00:00
Stekk út um glugga á kvennasnyrtingunni frekar en að hætta mér gegnum aðalinnganginn. Dyraverðirnir hefðu brytjað mig í spað. "No Escaping" stóð á skiltum um allt lobbí.

01:00
Kominn heim. Eftir nokkra stund af því að glápa útum bréfalúguna (var mér fylgt eftir?) slaka ég mér niður á gólf og anda léttar.

01:02
Finn umslag á gólfinu. Boðskort í fermingu dóttur Jóns Ásgeirs.




**Uppdeit 06.03.08**
Brúðhjónin lásu þessa færslu í veislunni.

24 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þetta er það fyndnasta sem ég hef lesið á ævinni. takk :D ég er með magakrampa búin að hlæja svo mikið!

8:33 e.h.  
Blogger Jonina de la Rosa said...

SJITT BJÖRN!!

you've outdone yerself this time!!

Sjitt kallaðu á Dr. House ég held að eitthvað hafi rifnað.

10:04 e.h.  
Blogger Sveinbjorn said...

Færsla ársins.

11:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Piece de Resistancé. Sniglar og fois gras til þín, herra!

11:40 e.h.  
Blogger Ingvi said...

vá þetta er fyndið!

11:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ertu að segja mér að þú hafir verið á djammi með Móeiður Júníuss og að hún hafi ekki farið í sleik við þig? Það er lygalykt að þessari frásögn Björn.

En svona að öllu gamni slepptu, þá er ég sammála fyrri ræðumönnum og konum. Óborganleg skemmtun að lesa þetta. Manndrápshúmor. Húmorð!

12:13 f.h.  
Blogger Harpa said...

Tímamótaverk.
-harpa Rún Ólafsdóttir (the morning enquierer)-

10:35 f.h.  
Blogger ogee said...

Hahahah U-NO.1

1:56 e.h.  
Blogger d-unit said...

þetta er the scenario - kynnir les í sal með fallegu fólki..

"...AND THE BLOG-OSCAR GOES TO.... "

fólk gubbar á sig í salnum af spenningi og öfundsjúkir bloggarar horfa á þann sem þeim grunar að taki þetta sem situr slakar á kantinum með ljúfan searbreeze baðandi sig í framan og fínan skipstjórahatt - eiginlega allur í soft fókus

kynnirinn heldur áfram..

"TIS THE BALLAD OF BOB.. BOBBY BREIÐHOLT ..."

AMEN ég krýp við Starck vaskinn þinn

u kill me jón ásgeir kýlir í loft og slefar smá ... ég veit ekki hvert ég ætlaði

luv dd

2:42 e.h.  
Blogger d-unit said...

situr sem sagt slakur á kantinum ekki slakar..

FYI

luv dd

2:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Besta bloggfærsla sem ég hef á ævinni lesið, þú ert snillingur! kv. Dóra (systir Laufeyjar)

3:06 e.h.  
Blogger Laufey said...

húrra húrra húrra!! þvílík og önnur eins skemmtun bjössi. ég er sammála dd unit þú átt að fá blogg óskarinn!

5:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

SNIHILLLDDDD óskarinn á Bjölla!

7:50 e.h.  
Blogger Unknown said...

Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

9:57 f.h.  
Blogger Unknown said...

Djös snilld drengur. Encore, encore!

DBF

9:58 f.h.  
Blogger Jonina de la Rosa said...

HAHAAHAHAHA !!!

helduru ekki að listasafninu hafi svo verið breitt í hamborgarastað klukkan 4 um nótt !!

ætli landi hafi borist oní kejllingarnar !!

sjitt hvar endar þetta

1:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er fáranlega fyndið! Glææsilegt framlag Bróðir! Fimmuna á þetta! ehe! Er ekki málið að þú takir við gömlu kempunum Jóni Gnarr og Sigurjóni Kjartans? Hendir þeim úr stól með þessu áframhaldi.

1:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

(klapp)(klapp)(klapp) takk fyrir björn.

F

12:05 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá, ég hló svo mikið, versta var að ég var inni á bókasafni, en ég bara gat ekki stillt mig.

12:16 f.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Roðn.

11:02 f.h.  
Blogger Unknown said...

veii!
bloggherran 2007/2008!
það spýttust tár við lesturinn

10:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

*kafn* - ég vissi ekki að ókunnugt fólk gæti verið svona fyndið. Þú lengir lífið.

9:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

oh men, ég var búin að gleyma hvað þetta er fyndið..hahaha...varð að rifja þetta blogg upp, í ljósi aðstæðna þjóðfélagsins

12:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta var svo skemmtileg lesning. ég hló og grét og hló meira. Þú og Svanur Magnús eruð núna uppáhalds að lesa!

5:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home