<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>





mánudagur, október 16, 2006

COP ON THE EDGE PART 6:
TRAINING



Gramsa eftir eldri köflum af COTE

Æfingaraðstaða lögreglunnar í Los Angeles. Hérna er réttlæti heflað í vöðva og yfirvaraskegg þeirra sem bera gyllta skjöldinn. Tækjasalur, boxhringur og skotfimiherbergi. Við Lloyd göngum inn í búningsklefann með æfingartöskurnar okkar. Ógnvænleg gufa fyllir aðstöðuna og svitafýlan er óbærileg. Veggirnir eru gulnaðir og rakinn drýpur af loftinu. mosi og skorkvikindi lifa góðu lífi í hverju skúmaskoti undir skápunum. Blautir og feitir lögregluþjónar ganga um með handklæði um sig miðja. Lloyd er að springa af forvitni. "Fylltu mig inn, Reed. Hvað fékkstu upp úr slefberanum þínum? Er eitthvað stórt í uppsiglingu?" -"Ekki svona hratt, Doggett." Svara ég. "Þetta er mín sýning. Ég læt þig vita þegar þar að kemur. Einmitt núna er tími fyrir líkamlega umhirðu."

Við opnum hurðina inn í tækjasal. Á stórri dýnu er fólk að æfa sig í að fella hvort annað. Ung ljóshærð lögreglukona í gráum jogginggalla fleygir akfeitum manni hátt yfir höfuð sér svo hann skellur á gólfinu. Hann liggur emjandi eftir. Hún nikkar til mín. "Jæja Reed! Ertu kominn til að láta konu taka þig í kramarhúsið?" Ég svara um hæl, "Einmitt, Debbie, dreymdu áfram. En hittu mig eftir vakt ef þú vilt beita svona fantabrögðum á mig í rekkjunni!" Við göngum áfram og Lloyd furðar sig á hvernig ca. 50 kg. kona gæti lyft og rotað 120 kg. karlmann. Þegiðu Lloyd, svitabandsklædda rola.

Við staðnæmumst við boxhringinn. Allt í kring eru menn að sippa og fylgjast með því sem er að gerast í hringnum. Ungur drengur er að æfa með sér eldri manni, Sargent O'Hannah. O'Hannah er digur og sterkbyggður maður. Svitinn bogar af þykkum bakhárunum. En sá ungi er sprækur og viljasterkur. Hann boxar O'Hannah út í horn og rotar hann. Það er töggur í þessum dreng. Einhver úr skaranum hrópar, "Hey, Reed, ertu orðinn of gamall í hettunni til að sýna þessum unga fýr í tvo heimana?" Skarinn hrópar og klappar, "REED! REED! REED!" Ég læt undan og klofa yfir reipið við æst fagnaðarlæti. Þungarokkslag kemur í útvarpinu sem er bundið við vegginn og menn í skaranum setja veðpott í gang. Seðlar og getspeki fljúga um reykmettað herbergið á meðan ég hita upp með því að láta braka í hálsinum á mér. Ég er ber að ofan, með dog-tag hálsmenið mitt úr 'Nam um hálsinn. Ég er ekki ræfill sem fer í jogginggalla og svitabönd einsog Doggett. Ég er í fötunum sem ég er í dagsdaglega (gallabuxum sem eru brúnar um mittið af gömlum svita og kúrekastígvélum) þegar ég æfi. Með sígarettuna lafandi í munnvikinu segi ég við drenginn, "Engar grímur, engar grímur." Það er gegn reglum LAPD að boxa án stóru svamp-hjálmanna, en reglur koma mér ekki við. "Ertu viss, herra Reed?" Spyr sá ungi, hræddur við að meiða mig. Ég nikka honum að taka grímuna af sér.

Stemningin er tryllingsleg þegar leikar hefjast. Sá ungi dansar einsog villtur sé en ég stend kyrr, of þunnur til að spranga um einsg álfahommi. Unglambið lemur mig bylmingsfast af og til, en ég stend sem stytta. "Komdu nú, er þetta allt sem þú átt?" Hann heldur áfram að lúskra á mér þangað til blóðið rennur úr nefinu mínu. "Ertu geggjaður, Reed!" Öskrar Doggett. "Hann gengur að þér dauðum! Komdu þér þaðan út!" Ég sný höfðinu að Doggett og blikka hann á meðan sá litli kýlir mig í þindina. Þetta er orðið ágætt. Ég tek rettuna úr mér og drep í henni í rólegheitum. Í einni hrikalegri sveiflu kýli ég svo drenginn svo að hnefinn gengur langt inn í andlitið. Hann er ekki fallegur lengur. Hann flýgur útfyrir hringinn og hafnar á þrekhjóli sem brotnar við lendinguna. Hann liggur hreyfingarlaus á meðan blóðpollurinn undir honum stækkar. Það er grafarþögn yfir mannnskapnum þegar ég hirði peninginn minn. "Þú ert tíkarsonur, Reed." Segir einhver. Ég horfi á hann með villtu augnarráði og svara "Og stoltur af!!" Ég sleiki blóð af fingri mínum og kveiki í annari sígarettu á leiðinni í byssusalinn. Svitinn perlar á stæltu bakinu mínu.

á meðan við bíðum eftir lausri braut í skotfiminni segi ég Lloyd hvað Stretch sagði mér. Doggett þarf að upplifa sinn fyrsta alvöru skotbardaga í kvöld. Ég verð að sjá hvers hann er megnugur. Hvort hann kunni lag á gikknum. Lloyd er digurbarkalegur þegar hann kemur sér fyrir í básnum. Hann setur á sig gul sólgeraugu, eyrnarappa og eyrnaskjól. "Áfram með smjörið Doggett, viltu fá hjálpardekk líka?" Doggett miðar varlega og hleypir af. Hann heldur inni takkanum sem færir skotmarkið nær. Hann hefur hitt plakatið beint í miðjuna. Allt í lagi. Hann kann að fara með skotvopn.

"Ekki svo amalegt, ha, Reed!" Segir Doggett stoltur á meðan ég færi plakatið mitt eins langt aftur og það kemst. Ég glotti út í annað til Doggetts og skýt svo fjölmorgun skotum, að því er virðist handahófskennt, í áttina að skotmarkinu. Doggett og aðrir í salnum eru agndofa þegar ég færi plakatið mitt nær. Á plakatið hefur verið stafað með byssukúlum: "JACK REED VAR HÉR". Zevallos, þú ert næstur til að fá orð skotin í þig!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jeij :D! Elska þessa sögu!

4:23 e.h.  
Blogger Jonina de la Rosa said...

váúúúú "Hann er ekki fallegur lengur." besta lína EVER...

ég ættla að nota þessa línu einhverntíman...
one day.... i will

5:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha, ég skríkti af hlátri og spenningi.

Viltu plís plís prenta þetta á ódýran papírus og selja mér á bensínstöð útálandi plíííííís?

2:40 f.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Ég skal fá þetta birt í köflum í tímaritinu Úrvali.

12:36 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home