<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://draft.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





fimmtudagur, janúar 31, 2008

Ljósvakar

Núna þegar við hjónakornin höfum keypt okkur bíl þá er maður farinn að hlusta á útvarpið aftur og má ég bara segja þu-vílík ræpa. Það ætti bara einhver að mæta með klippurnar uppí mastur og loka á útvarpssendingar á þessu landi.

Rás 2 er nú sæmilegust, en mér finnst svo ofsalega skrítin tónlistarstefnan þar á bæ, eða skortur á henni öllu heldur. Þeir fara úr System of a Down yfir í Jón Ólafs og enda syrpuna á fimm ára gömlu lagi með Rottweilerhundunum. Félag anarkista kemur í heimsókn og svo er skipt niður á höfn þar sem hátíðin Börnin og Hafið er í fullum gangi. Það er eitt að vera útvarp allra landsmanna en annað að vera ruglingslegur klofhugi. Alveg bipolar. Maður er strokinn með einni hendi og löðrungaður með hinni. Svo er nýja fréttastefið glatað.

Effemm fer stundum í gang en oftast (ég meina alltaf) í einhverju flippi. Mér finnst gaman að djókdýrka ömurlegheit og viti menn, stundum hitta þeir á skemmtilegt popplag sem mér þótti pínu sniðugt fyrir svona tveimur árum síðan. Svo kárnar gamanið þegar þeir gefa miða í spreytan og maður slekkur til að þvo hugann með þögn.

Ég veit ekki hvað þær eru margar, unglingarokkstöðvarnar, en Xið og Radíóx og FMrokkX forðast ég einsog að drukkna í rottupissi. Emó og ærandi gítarsóló eiga heima í Abu Grahib og Guantanamo til að pynta stríðsfanga og eru því vandamál Amnesty International, ekki mitt.

Ég hef oftast stillt á Gullbylgjuna þrátt fyrir vafasamt lagaval og óborganlega lélega kynna. "Þetta var Mæshjaróna með Knoxs (The Knack) og næst fáum við Stök inðe Middel of Jews með Bob Dylan (Stealer's Wheel)". Þeir hljóta að vera skyldir gæjanum í "Nýtt á DVD" sjónvarpsauglýsingunum sem segir "V for Van-detta" og "Matthew Makonahú (McConaughey)". En ég læt mig hafa það, þótt að fyrir hverja gersemi einsog Gerry Rafferty og America þarf maður að þola þrettán lög með Neil Diamond og 'Mandy' með Barry Manilow (eða Brandon Magalúff einsog þeir myndu eflaust bera það fram).


Ég hef leitt ykkur um nokkuð víðan völl til að komast að hinu sanna efni þessarar færslu: Síðdegisútvarp Bylgjunnar.

Þetta hlýtur að vera mest óspennandi útvarpsefni síðan 'Straujað í Beinni'. Djöfulsins tuð og ó-samræður. Þessir durgar eru bara að væflast á netinu og lesa það sem þeir sjá. "Heyrðu það var maður í Wisconsin sem var soldið óheppinn. Hann var rekinn úr vinnunni og kom heim að hundinum sínum vera að ríða konunni sinni." -"Já, ekki hans dagur," Svarar hinn bjáninn. "En opnum nú fyrir símann og leyfum hlustendum að kvarta yfir umferðinni." Alveg glæsilegt.

Hérna er það sem bar hæst í þættinum í gær:

Kynningarstef: "Niðurgangur í Gmoll" eftir Bay City Rollers.

"Komið þið öll sæl og blessuð. Reykjavík síðdegis hér með ykkur til hálf sjö í kvöld. Munið nú að keyra varlega. Hér rétt á eftir ætlum við að lesa veðurfréttir, lesa sjónvarpsdagskrána, lesa furðufréttir af netinu, lesa hvað gerðist á þessum degi af netinu og heyra í fullt, fullt af hlustendum. En fyrst er það Bubbi."

Lag og auglýsingar.

"Heyrðu, á þessum degi fyrir 35 árum kom örbylgjuofninn fyrst á markað"
"Já, örbylgjuofninn?"
"Hinn eini sanni"
"Hann er þarfaþing, örbylgjuofninn"
"Já"
"Það má poppa í honum"
"Já og hita mat"
"Það er mikilvægt að borða mat"
"Já og ekki spillir fyrir að hafa hann heitann"
"Já, þá kemur örbylgjuofninn sterkur inn. Hann er 35 ára, örbylgjuofninn"
"Heyrðu það var fleira sem gerðist á þessum degi, því á þessum degi árið 1953 gifti Henry Kissinger sig í annað sinn"

Þetta heldur áfram í dágóða stund.

"Heyrum nú hvað gekk á í gær"
(upptaka af "hápunktum" þáttarins í gær).

Lag og auglýsingar.

"Jæja nú ætlum við að opna fyrir símann og heyra í hlustendum. Klukkan er að verða sex og eflaust hefur mikið verið rætt á kaffistofum landsins. Gefum hlustendum hljóðið."

Staða handboltans rædd. Síðan furðufrétt. Það liggur við að það heyrist í músahnöppunum meðan þeir halla sér aftur í stólunum og vafra á netinu. "Seinasti geirfuglinn var skotinn á þessum degi" -"Heyrðu, Tom Hanks á afmæli" -"Hér á minni tölvu hef ég fundið furðufrétt um lottóvinningshafa sem hefur ekki farið í bað í tvö ár".

"Heyrum í hlustendum"

14 Comments:

Blogger Sveinbjorn said...

Hahahahahaha! Hah!

12:39 e.h.  
Blogger Jonina de la Rosa said...

gráti hlátur !!!!

2:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahahha! Þetta er frábært. Þoli ekki svona kjaftæði í þessum mönnum. Þeir nota pottþétt dósahlátur þegar einhver segir brandara, því þolandi brandararins nennir ekki að hlægja eða er að lesa tölvupóstinn sinn.

8:40 f.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Takk krakkers.

Já, Ívar! Einn er alveg "Hér er ég með tölvupóst um topp 10 ástæður fyrir því að kettir séu betri en eiginmenn" og hinn síðan "Hér er ég með tölvupóst frá konunni minni. Hún ætlar að skilja við mig."

10:48 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mín uppáhalds útvarpsstöð er BBC World Service, þeir eru með alheims þjóðarsál. Klukkan sex á virkum dögum er World have your say þar sem nokkur málefni eru tekin fyrir og vitleysingar heimsins hringja inn og lýsa sínum kolsjúku skoðunum. Mjög athyglisvert.

1:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Björn Þór: þessi færsla á að vera bakþanki á Fréttablaðinu. Á erindi til allra landsmanna. *sniff*

Steinn: mig langar að hlusta.

1:40 e.h.  
Blogger krilli said...

PÓSTMÓDERNÍSK SNILLD

Bylgjan sko. Prófiði að hlusta á Bylgjuna eins og þetta séu skilaboð frá Guði á FM bandinu.

2:09 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Haha, Krilli. Ég trúi því að þú hafir sannfært mig. Ég hlusta héðan í frá á Bylgjuna með alveg nýjum vinkli.

2:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eins og talað út úr mínu hjarta. Ég hef neyðst til að hlusta ansi mikið á útvarp undanfarið í bílnum þar sem að geislaspilarinn minn fór í samúðarverkfall um daginn með handritshöfundum í usa. Ég myndi vilja fá að bæta við pirringi yfir X-inu alveg sérstaklega en viðmótið gagnvart kvenþjóðinni sem alið er á þar er ofboðslega sorglegt. Laufey sagði mér í kveld að þessi færsla væri skyldulesning og húrra fyrir þeirra ábendinu. Ég hlusta oft á BBC Radio 1 á netinu og er mikill aðdáandi Rob da Bank sem ég mæli sterklega með...

12:22 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

It's funny because, sadly, it's true.

Ég hlusta nánast bara á útvarpið þegar ég keyri og þá nánast eingöngu á BBC World Service. BBC er eins og tær lind til að skola rottuhlandið af sér í.

12:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Geðklofinn í Rás2 er einmitt það sem er sjarmerandi við stöðina. Minnir mann á að til er fólk í alvörunni vill heyra "Ó Sunna" aftur (og aftur)!

Sem er hlýtur að vera hollt, því það er svoooo vont.

9:35 f.h.  
Blogger Harpa said...

Heyrðu þú skildir eftir rás 1. Þegar það eru ekki dánarfregnir, Jarðarfarir í beinni eða útvarpsmessur þá eru fult af fróðlegum þáttum þar. Og stundum meirisegja snarsmellin tónlist. Plús að manni líður alltaf eins og maður sé í kaffi hjá ömmu þegar maður kveikir á rás 1.

7:47 e.h.  
Blogger d-unit said...

ég get svo svarið það að ég sit ein hérna og hlæ upphátt með tárin í augunum ég hló svo mikið..

að drukkna í rottupissi - veistu að ég hugsa nákvæmlega það sama með allar rásirnar sem þú lístir eins og talað út úr mínu hjarta nema þú að sjálfsögðu orðaðir það tryllingslega vel

ég þarf ekki að fara í ræktina á morgun - magavöðvarnir eru eins og stál eftir þetta..

bara lesa þessa grein og Jón Ásgeirs brúðkaups live lýsinguna 2 á dag og allir eru með six-pakk!!

djöfull tókstu bylgjuna - en þetta er svona.. metnaðarlaus dagskrágerð extraordinare...

luv dd

12:56 f.h.  
Blogger d-unit said...

ok sem sagt á að vera:".... rásirnar sem þú lýstir eins og talað út úr mínu..."

dd-lúði

12:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home