<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





mánudagur, mars 31, 2008

Hreysin í miðbænum

Heyrðu, áður en við förum öll að gefa hvoru öðru handjob fyrir að vera svo klók að þvinga eigendur til að laga gömlu hreysin, skulum við aðeins kíkja á nýju húsin sem munu koma í þeirra stað:


Heldur vildi ég hundrað 'hreysi' en eitt svona fargan

Mér sýnist þetta (ógeðslega ljóta) hús vera gjörsamlega að grotna niður, hrynja í sundur og síðast en ekki síst, að breytast í stórhættulega dauðagildru.

Ég skil ekki hvernig fólk þorir að búa þarna. Ekki myndi ég meika að hlaupa í ofboði út á bílastæði með keramíkflísaregn að smallast allt í kringum mig. Almáttugur, að fá svona níðþunga glerhellu í hausinn af fimmtándu hæð. Maður yrði klofinn í herðar niður. Bíð eftir deginum þegar einhver fær eina svona beint oní barnavagninn.

Þessar flugbeittu flísar hafa verið að hrynja úr öllum þessum nýbyggingum svo mánuðum og árum skiptir (frá fyrsta degi) og eigendurnir hafa ekki gert nokkurn skapaðan hlut. Eru þessir kónar kannski "slömmlordar" einsog miðbæjarbraskararnir? gildir einu, þetta eru örugglega sömu skíthælarnir.

Hvernig væri að leigja stillassa? troða kennaratyggjó á milli flísanna? Pakka húsinu í samlokuplast? Að setja upp öryggisnet?!

Þetta sýnir að það dugar skammt að snúa uppá hendur fasteignabraskara til að laga rónabælin. Þeir geta ekki einu sinni séð um nýju leikföngin sín án þess að þau molni í sundur.

Kannski eru þessir gæjar meðvitað að láta þessi hús drabbast niður líka, til að fá að rífa þau? Það má allta bæta einu hótelinu við.

En passið ykkur með hverju þið klæðið Hotel Radison Seafront að utan. Hauslausir túristar eyða engum pening.

8 Comments:

Blogger katrín.is said...

fólk sem býr ekki í miðbænum hefur ekki atkvæðisrétt;)

miðbærinn er ÓGEÐ núna, í alvöru ég gubba smá í munninn í hvert skipti sem ég keyri laugaveginn heim

11:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hverju orði sannara. Hef búið í miðbænum í bráðum 20 ár. Ástandið er vægast sagt orðið ömurlegt. Verslun flýr í "kringlurnar" og eftir verður bara eitthvað ógeð.

Að það skulu bara viðurkennt að veggjakrot sé á hverju húsi og sé þar svo mánuðum ef ekki árum skiptir er bara ekki í lagi. Fyrir utan allt rónaliðið sem er á Laugaveginum og næsta nágrenni. Sprautunálar og saur í görðum fólks!

Ástandið er ömurlegt.

1:04 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þessar flísar eru að hrynja niður vegna þess að þeir voru að flýta sér svo mikið að koma þessum óskapnaði upp þessari myrkrahöll oj ég er alveg sammála þér ég þoli ekki þennann kubba arkítektúr sem tröllríður öllu hér á landi...ekkert nema kubba blokkir útum allt því þá græðir maður svo mikið, fleiri hausar á minni ferkílómetra bransakallar með dollaramerki í augunum byggja gular rauðar og bláar blokkir og halda að allir séu voða ánægðir..OJ segi ég nú bara. oooog þessar skugga hverfis íbúðir eru allar skakkar líka veggirnir halla og þökin leka..hefnist þeim.

að lokum..hefði ekki verið hægt að byggja eitthvað fallegt þarna við sjávarsíðuna? í stað gúlag grámyglu fyrir ríka?

það er hanna sem er brjál

2:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Einsog Hverfisgötubrunaæfingahúsið ex-mitt sem borgin kauffti af mér til að breyta í þriggja hæða klósett.

Ég skrifaði um það á síðunni minni, en vil ekki stela þrumunni: þetta er rétt hjá þér Bjölli Bolungarvík, miðbær Reykjavíkur er ógeð.

Hvað á mig að langa eitthvað að flytja til Íslands þegar það er meiri hundakúkur og pissufýla þar heldur en í útlöndum? Plús, alltaf hliðarrigning og rok? Plús allt kostar 15.000? Bjakk.

En Bjölli, viltu koma með mér í lok janúar og hengja litlar fallhlífar á hverja flís? Getum búið fallhlífarnar til úr hlutabréfum, þá svífa þær a.m.k. fallega og ljóðrænt til jarðar.

2:54 f.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Jamm miðbærinn er alger hörmung, bæði ný hús og gömul (en auðvitað nokkur falleg og kósí inn á milli). Það ótrúlega er að þetta gerðist á svo skömmum tíma. Ég flutti úr Grettisgötunni fyrir um ári síðan og núna þegar ég keyri framhjá gamla húsinu er það óþekkjanlegt af kroti og skít og húsasundið við hliðiná er grænt af pissi, gubbi og grænu spreyi. Manni sundlar.

Já, komiði, Halli, Hanna, Sigurður og Katrín. Buffum braskara, bónum veggi og teipum flísar. Wahú!

8:58 f.h.  
Blogger Jonina de la Rosa said...

Ojj OJJ OJJ !!! Ég verð alltaf svo reið þegar það er byrjað að tala um svona óvandaða smíði.

Mamma vinkonu minnar flutti inní glænýja íbúð í Garðabæ sem var byrjuð að leka, mygla og hrinja áður en hún náði að flytja inn.

Það er bara fáránlega sorglegt hvað verktakar eru að drífa sig að klára verkin og eru með meiri hlutan af erlendu starfsfólki sem kann EKKERT til verks og vita ekkert hvað þeir eru að gera þannig að við kaupendur og íbúar eigum aldrei annara kosta völ en að kaupa köttin í sekknum.

Það þarf bara strangari lög og reglur varðandi byggingar í reykjavík, verktaka og viðhald húsa.
Setja bara upp strangar sektir ef húsin endast ekki lengur en í 20 ár við venjulega notkun og láta eigendur gera upp húsin ella verði það selt á uppboði fyrir hæstbjóðanda.


GARG

9:10 f.h.  
Blogger katrín.is said...

ég þoli samt ekki þegar fólk sem býr í garðabæ og verslar í smáralind er að skipta sér af því hvernig miðbærinn á að vera

við miðbæjarfólk verðum líka að passa okkur að versla í miðbænum og ganga vel um

ef bara íbúar og verslunarfólk í 101 myndi versla þar sjálft þá myndi strax vænkast hagurinn þar

1:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er ekki einusinni hægt að kaupa kjúlla í miðbænum, og ekki búið að vera hægt í mööööööörg ár.

Ég og Oddur vorum með herferðina "KFC Í 101" í kringum aldamótin, en fáir slógust í hópinn. Við reyndum að blokka umferð og allt.

Tími til kominn að endurvekja þetta mál, anyone?

1:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home