<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





þriðjudagur, júlí 03, 2007

KNALL!

Einhverntíman í eitís var ég að horfa á ofbeldisfulla kvikmynd á VHS (kannski American Kickboxer I) með tveimur vinum mínum, Bigga og Sigga*. Við vorum allir að dást að Cynthiu Rothrock sparka í hálsinn á einhverju beru-að-ofan dusilmenni þegar Siggi dró upp haglabyssu og miðaði henni á andlitið á mér. Á meðan ég hugsaði um hvort ég ætti að fá mér Hockey Pulver eða Gult Lindubuff hleypti Siggi af. Rauð gúmmíkúlan small á gagnauganu mínu og ég æpti einsog leðurblaka að fæða. Þetta var sárt, mér brá einsog andskotinn og strákarnir skellihlógu að mér. Þetta er ein af mínum kærustu bernskuminningum.

Byssur. Í þá daga varstu ekki drengur með drengjum nema að eiga þunga járneftirlíkingu af alvöru drepvopni. Rambo, Commando og Cobra sýndu okkur börnunum hvernig átti að drepa Dolph Lundgren og við öpuðum eftir. Yndislegt. En í dag er heimurinn svo dauðvona af vænisýki og aulaskap að þú getur ekki keypt dótabyssu án þess að hún sé úr lillabláum svamp með rauðum doppum og lafandi klemmudýrum. Byssur í dag eru bölvað skran. Þær segja "bjúbjííú" og "Drúrúrúrúrúr" en ekki "PCHEWWAAOOWW!" og "Die Mutherfucker!" Hvaða heilvita smávita myndi detta í huga að fara í byssó með svona smánarlegu þroskaleikfangi? Í heimi þar sem allt sem við elskuðum sem börn hefur verið endurvakið, nauðgað og aulað upp eru BYSSUR það eina sem aldrei verður hægt að endurskapa í upprunalegri mynd.

Það er mín skoðun að skotvopnaeftirlíkingar og knallettur séu hin eina sanna eitísminning. Einfaldlega vegna þess að hún er eina eitísminningin sem stendur óspjölluð eftir.

Wá, hve knallettur voru besti hávaði í heimi. Wá, hvað það var góð lykt af knalletureyk. Wá, hversu fyndið orð er "knallettur"? Maður plaffaði úr þessu einsog ósónlagið væri bara ævintýri og gerði jafnvel byssuhljóð á meðan. Svona til að skapa alvöru víðóma skothljóð. Maður tók meiraðsegja pappírsrúllu af knallettum og sprengdi þær með tíkall. Ég furðaði mig alltaf á því af hverju það væru ekki til hríðskotaknallettubyssur. Alveg, "tatatatatatatatatatatattaaaahhh!"

Og svo voru það byssurnar sem skutu í alvöru (gúmmí reyndar) einsog Siggi skaut mig með. Ekki bölvaður sjéns að þannig blindunarmaskína yrði framleidd í dag. Maður pumpaði þessar byssur upp og baunaði á hvern hímankallinn á fætur öðrum. Nú eða í stelpur. Eða andlit. Eitís var tími ofbeldis. Kurt Russell drap lið í beinni og Action Force (uppáhalds dótið mitt) gekk algerlega út á að drepa og að stinga á hol.

Dót í dag er svo glatað maður. Það sem áður voru dauðasveitir í dótakassanum eru núna öryggishjálmar með pissudýnu og nauðgunarflautu. Öryggi fyrir börn er í fínu lagi en ég man reyndar ekki eftir því að nokkur hafi dáið af gúmmískoti eða kafnað á plasthníf. Mig hryllir við tilhugsuninni hvernig börn í dag munu verða í framtíðinni. Ég vil ekki vera á elliheimili og láta þessar pastelbleyjur sem ólust upp við álfabyssur með hjálpardekkjum vera það eina sem stendur á milli mín og Al-Qaeda.

Kæru fyrirtæki: Þið megið homma upp Transformers og Schwarzenegger eins mikið og þið viljið, en þið munið aldrei taka af mér minningarnar um knallettureykinn og blóðbaðið eftir "hver deyr best".


---------
*
Ég hugsaði aldrei um Bigga og Sigga sem eitthvað tvíeyki með rímandi nöfn. Ég var bara að taka eftir þessu þegar ég skrifaði þetta núna. Þeir áttu reyndar heima í sömu blokkinni. Pabbi Bigga var sjómaður og kom alltaf með dót frá Rotterdam sem enginn hafði séð áður. Gólfteppið heima hjá Sigga var grænt og virtist vera úr þæfðri ull.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fyndid ad thu skulir minnast a gult lindubuff akkurat nuna thvi mig dreymdi i nott ad eg hefdi sed svoleidis i einhverri sjoppu og hugsad med mer "VO, nu verdur Bjorn Thor aldeilis gladur!"

12:58 f.h.  
Blogger d-unit said...

*tíst tíst* hockey pulver... mm það og svona dip stick nammi er sækó eitís á því mar..

luv dd

sem situr í kringum unglingaskríl sem er augljóslega á leiðininni á Roskilde á Leibbanum núna í morgunsárið

6:34 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gult Lindubuff? Ég man ekki alveg, var það með rúsínum?

3:01 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Jújú Kjarri, það var í gulu bréfi og var með rúsínum.

3:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef föndrað rúsínuLinduBuff, og það var alveg jafn gott. Bara taka sjö rúsínur og troða þeim í gegnum súkkulaðiskurnina og leyfa því að marinerast í 10 mínútur, og svo háma.

9:20 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Gisp! Halli! hvernig væri að halda partý þar sem við customizum nammi? Troða kirsuberjum inní Kókosbollur og bræða snickers og lindubuff saman! Pimp my candy mar!

1:30 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

úúúúú sjiiiiit ég er til, bring it!

Töggur inní krembrauð, maður veit aldrei hvenær bitinn verður mega-tsjúwí!
Troða 1/3 af saltstöng oní Reese's Cups, því krönsjí saltstöng eða pretzel og karmella er svo meeegagott.

Og...sem er fááááránlega gott, án alls djóks, kaufftu Stjörnurúllu og Hraun, og vefðu Stjörnurúllunni utan um Hraunið langsum...oohhhh það er svo gott!!!

4:27 f.h.  
Blogger d-unit said...

candy pervs...

heheh

9:25 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home