<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





föstudagur, mars 26, 2010

Djöfulsins kjams

Djíses. Ég var í Hagkaup áðan til að kaupa krukku af kapers til að setja út á rjómaísinn minn (OK ég skal vera fullkomlega heiðarlegur, kapersið var ekki fyrir rjómaís), þegar ég rak augun í páskaeggjaútstillinguna. Reyndar var ekkert annað hægt, enda var þessi martraðarkennda hrúga af súkkulaði á stærð við Dómsdag. Reyndar svo stór að risa-risastóra þriggja metra gervipáskaeggið í miðjunni var nær horfið á bakvið hana.

Allavega, Þarna sá ég stærsta eggið sem stóð til boða. Það hefði eflaust náð mér upp í hné og var eins breitt og körfubolti. á miðanum stóð 1400g.

Hvaða sjálfstætt hugsandi manneskja myndi eiginlega kaupa eitt og tæplega hálft KÍLÓGRAMM af súkkulaði handa barni sem henni er lagaleg skylda að halda lífinu í?!

Gleðilega páska, hlussinn minn. Hér er páskaeggið sem þú baðst um! *rúllar því inn einsog varadekki* Ekki éta það allt í einu, því það er smjör í hádegismat! Litla rúmfasta dekurmúsin mín!

Unginn ofan á þessum súkkulaðihúðaða hljóðkút var uppstoppuð hæna. Hey og svo er páskaegg bara ekkert svo frábært. Súkkulaði og perubrjóstsykur er ógeðsleg blanda. Oj þegar ég eignast börn þá læt ég þau smíða sitt eigið páskaegg úr tré.

laugardagur, mars 20, 2010

...



Ég hef bókstaflega aldrei séð eins kúl mynd á ævinni.

laugardagur, mars 13, 2010

Korn

Ég fíla ekki U2.
Ég get því ekki sagt að ég sé pro Bono.
Ég er meira anti Bono.

mánudagur, mars 08, 2010

Fimmæringur



Ballaðan er fimm ára í dag. Sko mig. Fimm ára er sko áttrætt í mannaárum.