<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





mánudagur, maí 29, 2006

"I gave it a cold"

Independence day er í sjónvarpinu. Það minnti mig á þessa gömlu færslu sem ég átti alltaf eftir að setja hingað inn. Koppí-peist færsla, leti er þetta í manni.

Engin mynd fyrr né síðar er jafn hrikalega óþolandi fyrir nöldurgaur eins og sjálfan mig. Ég beinlínis hata þessa mynd. Hvað heimskulega bíómyndalógík varðar stenst engin mynd Independence Day snúning. Sumt af því sem gerir mig brjálaðann er:

Sveitalubbinn stendur upp á fundinum með orrustuflugmönnunum og segist hafa harma að hefna, þar sem nokkrum árum áður hafði honum verið rænt og misþyrmt af geimverum. Allir flugmennirnir líta þá flissandi á hvorn annan eins og að sú fáránlega hugmynd að geimverur hafi rænt honum sé svo fjarstæðukennd að þetta gætu bara verið draumórar geðveiks manns. En er ekki bölvuð geimveruinnrás í gangi fyrir utan gluggann hjá þeim!? “Ha-ha, hann er ruglaður, geimverur eru ekki til! – Jæja, hvernig eigum við að drepa þessar geimverur?”

Jeff Goldblum er bókstaflega öskrandi fullur, hann getur varla staðið í fæturnar og getur ekki gengið nema að velta öllu um koll sem fyrir honum verður. Þvoglumæltur og frávita af ofdrykkju sveiflar hann tómri viskíflöskunni og hrinur loksins niður með svipinn sem maður fær rétt áður en maður ælir. Heyrðu, þá fær hann skyndilega bestu hugmynd ævi sinnar! Hann sprettur upp, hleypur að tölvunni og býr til heimsins gáfaðasta tölvuvírus á mettíma. Jeff útskýrir áætlun sína skírt og greinilega fyrir nærstöddum sem virðast ekkert vera hissa á því að sjá dauðadrukkinn mann verða fullkomlega allsgáðan á tveimur sekúndum.

Will Smith er svo frábær orrustuflugmaður að hann getur hoppað upp í farartæki frá framandi plánetu og án nokkurar þjálfunar flogið rakleitt út í geim. Það er ekki eins og hann þurfi leiðsögutölvu til að komast út í óravíddir geimsins og til baka, því allir vita að maður þarf bara að fara beint upp í loftið til að rata að móðurskipi geimveranna. Og hvað er málið með vírusinn sem þeir setja í móðurskipið? Ég á nógu erfitt með að tengjast prentaranum í vinnunni, hvað þá að tengjast tæknibúnaði æðri vitsmunavera frá öðru sólkerfi. Þetta er nú meiri fartölvan sem Jeff Goldblum er með, fyrst að hann getur bara stimplað inn “upload virus in alien computer system”, ýtt á enter og svo bara setið og hlegið.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hahahahahahhaha! So true!

Ragnar Freyr
www.ragnarfreyr.com/blog

9:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home