<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





fimmtudagur, desember 28, 2006

Lok

Síðustu dagar ársins eru alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Dýrðlegur matur, kærkomið frí og gjafmildi vina og fjölskyldu á jólunum eru í fersku minni. Allir eru saddir og feitir og í nýjum fötum. Hrúga af ólesnum bókum bíður á náttborðinu. Árið er alveg að verða búið og það er einhverskonar spennandi endalokskeimur í loftinu. Maður lítur um öxl, gerir upp árið og dustar af lófunum þegar það gamla er skilið eftir. Maður fer að æfa sig ómeðvitað að segja og skrifa '2007'. Maður fer að heyra í flugeldum springa á kvöldin. Það finnst mér gaman. Það minnir mig á gamla daga þegar flugeldar voru hættulegum gettóbörnum guðsgjöf. Enginn póstkassi, ruslatunna eða strætóskýli var óhult fyrir Signal sprengjunum. Braki og hundaskít rigndi yfir hverfið.

Árslistapælingar væflast um höfuð mér og brátt hendi ég inn listum á Skrúðgönguna.

Ég er þessa dagana að klára stórt verkefni og hef verið dálítið upptekinn við það. Þið getið vænst þess að sjá myndir hér um leið og verkinu er lokið. Eina sem ég get sagt er takið þrettándann frá.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home