<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





sunnudagur, febrúar 28, 2010

túss

Ég fór í göngutúr áðan og rak augun í þetta veggjakrot:

SKJÓTUM
ÓLÆST
FÓLK

Heh, reyndar var þetta það lágt á veggnum að það var snjór yfir "fólk" þannig að áður en ég dustaði snjóinn frá var ég alveg, „skjótum ólæst hvað? Skjótum ólæst hjól? Það er fyndin sýra.“ En já semsagt, þetta er einhver sem er svona innilega á móti þeim sem kunna ekki að lesa. Reyndar var þetta rétt hjá Hvassaleitisskóla, þannig að það er alveg séns að einhver kennari hafi krotað þetta til að hræða krakkana.

Ég hef ekkert á móti svona gamaldags veggjakrassi. Steikt slagorð, dramatískar yfirlýsingar og níðyrði eru alveg málið. Svona eitís krass með artline túss einsog var í gangi áður en allir fóru bara að skrifa PEZER eða TGF. Krass með boðskap.

Hvað hét aftur bókin þar sem var búið að safna saman svona kroti? Er ekki kominn tími á nýja þannig?

PS
Flatus Lifir!

föstudagur, febrúar 26, 2010

Spamm

Muniði þegar Icelandair voru með bókstaflega allar auglýsingarnar í einu tölublaði Moggans? Djöfuls góðæri var það.

fimmtudagur, febrúar 25, 2010

Brrreykjavík

Hver ætli sé munurinn á duftinu í pakka af "Kakósúpu" og pakka af "Swiss Miss"?

Ég hef aldrei skilið fólk sem bölvar vetri og snjó. Ég er ekki að meina slabbfruss og títuprjónarok, allir hata það. Ég er að meina svona unaðslega snjókúlu eins og er í dag. Svona vil ég hafa Ísland (á viðeigandi tímum). Að þramma í snjókomunni eins og einhver arctic commando. Moka tröppurnar og koma svo inn með sultardropana lafandi niður á skóreimar. Hvað er betra en að kúra í lopapeysu, slafra í sig fyrrnefnda kakósúpu og ímynda sér að maður sé veðurtepptur í skíðaskála?

miðvikudagur, febrúar 17, 2010

Athugið

Tvær þvældar og úr sér gengnar línur sem íslenskir blaðamenn þurfa að hætta að nota:

a) Eins og enginn sé morgundagurinn

b) Eins og vindurinn

Svona frasar eru bara sniðugir ef þú notar þá einu sinni og þá bara ef þér er að detta þetta í hug á staðnum. Þeir verða alveg kreista-hnefana óþolandi sem niðurneglt stílbragð sem dúkkar upp í hverri einustu fyrirsögn.

Fleira var það ekki.

miðvikudagur, febrúar 10, 2010

Hm

Áðan sá ég auglýsingu frá 66° Norður.

"In Iceland, we have over 100 words for snow - But only ONE for what to wear."

Ööööö látum okkur sjá:

Sextíu (1)
og (2)
sex (3)
gráður (4)
norður (5)

Ég held að Cintamani hefði frekar átt að nota þessa línu.

Plús, ég er heldur ekkert svo viss með þessi hundrað snjó-orð.

Flettirekkinn

Eitís var svo sannarlega blómatími hasarmyndanna. Krakkar með rottuhalahár fengu bara ekki nóg af blóði, grifflum og mönnum að skjóta sjoppuræningja til dauða (hvað var það annars? Fyrsta atriðið í eitíshasar er alltaf einhver að ræna sjoppu og þá kemur hetjan og skýtur búðina í TÆTLUR og myrðir svo ræningjann á hrottafenginn hátt. Þetta var fokking sjoppurán! Hverju hefði hann rænt? Fimmtíu dollurum? Og Sly rústar pleisinu og setur heilaslettur um alla veggi. Sjitt hvað þeir hötuðu ráðþrota fíkla á Reagan tímanum!).

Ég man að eldri bróðir vinar míns í Breiðholtinu var með hasar/ofbeldisaltari inní herberginu sínu (sem hann læsti alltaf með hengilás). Altaristaflan var plakatið af Cobra. Svo var svart flauel undir plakatinu og á því var hann búinn að raða alls kyns hnífum, hnúajárnum og öðru ofbeldisglingri. Svo hlustaði hann stanslaust á þungarokk og kóperaði klámmyndir. Svo átti hann líka svona kreisti-járn einsog var svo vinsælt á þessum tíma. Maður þurfti sko að kreista þetta til að geta kýlt augun úr hausnum einsog Michael Dudikoff. Eða til að njóta klámsins betur.

Sly... Arnie... Cynthia Rothrock... Þetta varð svo vinsælt að það fór í gang skrítin þróun. Allt í einu voru bara allir að gera hasarmyndir (oftast með lögguþema). Ég kaupi Eddie Murphy sem áhugamann um fjólubláar leðurbuxur en finnst það skrítið að fólk hafi keypt hann sem ofurlöggu sem skaut fólk til dauða.

Jim belushi lék í slatta af hasar. Bæði með hundi og með Arnold Schwarzenegger. Jim Belushi! Billy Crystal lék líka í lögguhasar ásamt steppdansarnum Gregoy Hines (sem átti smá frægðarsól í eitís)... þú veist.. ööö ok. Estelle Getty úr Golden Girls lék mömmu Stallone í Stop or my Mom Will Shoot og mig minnir að hún hafi fengið að skjóta. Chevy Chase var í Fletch og meira að segja Kathleen Turner lék ofurlöggu í myndinni V.I. Warshawski. Muniði eftir fleiri svona ólíklegum hasarhetjum?

Þessi tími er auðvitað löngu liðinn, sem er ver. Die Hard er tvímælalaust ein besta hasarmynd allra tíma. Svo blóðug, svo góð. En nýjasta myndin er einsog skelkaður geldingur við hliðina á henni. Svo skelkuð, svo geld. Varla desilíter af blóði (ekki einu sinni þegar hann hendir gæja í hakkavél) og McClane fær ekki einu sinni að klára 'motherfucker' í línunni sinni! En þetta lifir auðvitað í flettirekkunum. Hver er besti eitíshasarinn?

mánudagur, febrúar 01, 2010

0102 - 2010

Gleðilegan samhverfudag öllsömul! Nú verður ekkert sagt nema að það sé eins afturábak og áfram! Reyndar ætti þessi dagur bara að heita Raksápupáskar.

Tásunag og anusát!
Rassakalipsó-spilakassar!
Amma sá afa káfa af ákafa á Samma!
Vá! Má merk skatan nota tonnatakskrem á máv?

Sjitt hvað það er gaman að þessu. Jæja, ég er farinn að hlusta á ABBA.