<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>





miðvikudagur, febrúar 10, 2010

Flettirekkinn

Eitís var svo sannarlega blómatími hasarmyndanna. Krakkar með rottuhalahár fengu bara ekki nóg af blóði, grifflum og mönnum að skjóta sjoppuræningja til dauða (hvað var það annars? Fyrsta atriðið í eitíshasar er alltaf einhver að ræna sjoppu og þá kemur hetjan og skýtur búðina í TÆTLUR og myrðir svo ræningjann á hrottafenginn hátt. Þetta var fokking sjoppurán! Hverju hefði hann rænt? Fimmtíu dollurum? Og Sly rústar pleisinu og setur heilaslettur um alla veggi. Sjitt hvað þeir hötuðu ráðþrota fíkla á Reagan tímanum!).

Ég man að eldri bróðir vinar míns í Breiðholtinu var með hasar/ofbeldisaltari inní herberginu sínu (sem hann læsti alltaf með hengilás). Altaristaflan var plakatið af Cobra. Svo var svart flauel undir plakatinu og á því var hann búinn að raða alls kyns hnífum, hnúajárnum og öðru ofbeldisglingri. Svo hlustaði hann stanslaust á þungarokk og kóperaði klámmyndir. Svo átti hann líka svona kreisti-járn einsog var svo vinsælt á þessum tíma. Maður þurfti sko að kreista þetta til að geta kýlt augun úr hausnum einsog Michael Dudikoff. Eða til að njóta klámsins betur.

Sly... Arnie... Cynthia Rothrock... Þetta varð svo vinsælt að það fór í gang skrítin þróun. Allt í einu voru bara allir að gera hasarmyndir (oftast með lögguþema). Ég kaupi Eddie Murphy sem áhugamann um fjólubláar leðurbuxur en finnst það skrítið að fólk hafi keypt hann sem ofurlöggu sem skaut fólk til dauða.

Jim belushi lék í slatta af hasar. Bæði með hundi og með Arnold Schwarzenegger. Jim Belushi! Billy Crystal lék líka í lögguhasar ásamt steppdansarnum Gregoy Hines (sem átti smá frægðarsól í eitís)... þú veist.. ööö ok. Estelle Getty úr Golden Girls lék mömmu Stallone í Stop or my Mom Will Shoot og mig minnir að hún hafi fengið að skjóta. Chevy Chase var í Fletch og meira að segja Kathleen Turner lék ofurlöggu í myndinni V.I. Warshawski. Muniði eftir fleiri svona ólíklegum hasarhetjum?

Þessi tími er auðvitað löngu liðinn, sem er ver. Die Hard er tvímælalaust ein besta hasarmynd allra tíma. Svo blóðug, svo góð. En nýjasta myndin er einsog skelkaður geldingur við hliðina á henni. Svo skelkuð, svo geld. Varla desilíter af blóði (ekki einu sinni þegar hann hendir gæja í hakkavél) og McClane fær ekki einu sinni að klára 'motherfucker' í línunni sinni! En þetta lifir auðvitað í flettirekkunum. Hver er besti eitíshasarinn?

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta byrjaði allt saman með Bronson í Death Wish. Náði svo hámarki með Bronson í Death Wish III. Þar eru vasaþjófarnir sko skotnir á færi!

SAG

10:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Tékkiði bara á YouTube:
http://www.youtube.com/watch?v=CeaGJaZl1fg

klárlega besta myndin!
SAG

10:56 f.h.  
Blogger oskar@fjarhitun.is said...

Commando og Terminator, hands f"%"ing down. Linda Hamilton (og allar kvenhetjur sem koma nálægt Ahnuld) eru auðvitað allar algjör ólíkindatól í hasarmyndum.

11:58 f.h.  
Blogger oskar@fjarhitun.is said...

...varðandi ný-geldar myndir, þá er Rambóinn frá 2008 alveg gríðarleg SPLATTER-undantekning frá því trendi.

12:27 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Já stelpurnar voru góðar í eitís. Ég set samt Sigourney Weaver í toppsætið. Ellen Ripley í Aliens er besta kvenhörkutól sögunnar.

12:59 e.h.  
Blogger oskar@fjarhitun.is said...

Heyrðu, og FOKKÍNGS FOKK JEEE!!!

http://www.imdb.com/title/tt1320253/

Eitís, schmeitís.

1:14 e.h.  
Blogger Hnakkus said...

Commando.

Ekki spurning. Mér finnst hún vera holdgervingur níunda áratugar hasarsins (vá hvað okkur vantar orð eins og "eighties" í staðinn fyrir þetta stærðfræðinördakerfi).

9:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Tango & Cash

Bragi hressi

5:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er meiri tippafýla af þessari Expendables mynd hans Stallone en af Predator! Testosterone galor.

1:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home