<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>





fimmtudagur, mars 10, 2005

Farvel, INT

Vefurinn www.icelandicnationalteam.com hefur hætt göngu sinni mér til mikilla leiðinda. Vefurinn var helsti vettvangur hönnunarumræðna á Íslandi og kær samastaður grafískra hönnuða, ljósmyndara, arkitekta, vefhönnuða og annara sem létu sig hvers konar hönnun varða. Ég kíkti á vefinn oft á dag, tók þátt í umræðum, sendi inn linka og skrifaði nokkrar greinar. Fastur þáttur í mínu lífi er horfinn og er það miður.

Spjallþræðirnir voru oft ákaflega spennandi og var alltaf einhvern að finna þar sem þóttist hafa lyft hulunni af einhverjum hönnunartengdum skandalnum. Muu vs. Benny Benassi... það var skandall. Nýja lúkkið hjá Símanum... það var skandall. 17 ára strákur kemst inn í listaháskólann... you bet yer ass það var skandall. Allt þetta pirr og smámunasemi lifir enn í minningunni. Ég býst við því að núna geta lélegar auglýsingar lifað góðu lífi á ný þegar hönnunarlöggan er sest í helgan stein.

Ég vil þakka Ragga, Alla, Oscar, Hjalta og Agli kærlega fyrir þessi 3 ár sem vefurinn lifði. Núna er það bara spurning að finna sér nýja upphafssíðu... INT RIP.

Hey! "INT RIP" er líka "I PRINT"... tilviljun?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home