<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>





laugardagur, júlí 02, 2005

Au Currant

Bloc Party - Like eating glass
Í London fór ég á *ekta* enskan veitingastað, þ.e. stað sem selur bara enska rétti. Þarna voru eintómar bökur með ógeði inní (Kindney pie, Eel pie). Ég fékk mér kjúklinga og brokkólí böku. Ég held að í henni hafi verið eitthvað sem smitaði mig af veiru sem lætur mann fíla alþýðulega enska rokktónlist. Angistarfullt og ágætt lag sem er örugglega um að drepa sig. Söngvarinn er svartur.

Clap Your Hands Say Yeah - Tidal Wave
Þetta er rokk-armur hljómsveitarinnar !!! skilst mér. Mjög líkt the Cure, ef the Cure væri góð hljómsveit. Ef þú ert Cure-fan og hefur eitthvað við þessa glósu að athuga, farðu þá bara einhvert og dansaðu við dauðann. Dansaðu við dauðann þangað til ylvolgar öldur algleymisins umlykja þig kæfandi myrkrinu. Hvíslaðu að brúnum, brothættum blómunum: Ekki gráta. Ekki gráta.

Crosby, Stills & Nash - Just a Song Before I Go
Ég er viss um að það er fleira, en það er amk. þrennt sem ég öfunda mömmu mína af:
a) Hún hefur séð Bítlana.
b) Hún hefur séð the Eagles.
c) Hún hefur séð Crosby, Stills og Nash.

Kaiser Chiefs - I Predict a Riot
Við erum alger aulaþjóð. Þvílíkar dyramottur með hor. Af engri ástæðu datt stjórninni í hug að tvöfalda verðið á dísilolíu. Þetta þýðir að það er jafn dýrt að nota dísil og venjulegt, sem er hvað 480 kall líterinn? Leigubílstjórarnir koma væntanlega verst út úr þessu, en þeir taka þessu þegjandi og hljóðalaust. Aular. Ef það væri EINHVER mæna í þessum leigurum þá myndu þeir blokkera allar götur með bensínlausum bílunum sínum og storma inná þing, sveiflandi trékúlusætisáklæðunum sínum og slettandi úr fiskibolludósum. Bylting!


Þessi færsla er tileinkuð minningu Luther Vandross, sem ég hef í raun ekkert hlustað á.

Æj já, þessi færsla er líka tileinkuð svöngu börnunum í Afríku.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home