Au Currant #Eitthvað
Goldfrapp - 'Ooh La La'
Nýji singullinn frá Goldfrapp hljómar einna helst eins og lag með T.Rex. Hér kveður einnig við sama tón og í fyrri lögum hennar, 'Train', 'Strict Machine' og 'Twist'. Mér finnst hún líka svo geðveikislega sexí.
Kaiser Chiefs - 'Oh My God'
Þeir spiluðu þetta lag hjá Jay Leno. Ég var geðveikt fúli gæjinn með fordóma og var alveg, 'oj, eitthvað enskt pöbbarokk sem NME er að slefa yfir! Má ég skipta um stöð eða?' Svo kikkaði viðlagið inn og ég var húkkt. Ég var búinn að dánlóda þessu lagi áður en Jay tók í höndina á þeim.
Simon & Garfunkel - 'I am a Rock'
Pabbi fékk mig til að horfa á tónleika með þeim á DVD þegar ég var í heimsókn í Breiðholtinu um daginn og svei mér ef ég fór bara ekki að fíla þessa kalla smá. Þetta lag er ánægulegur lítill lagstúfur sem höfðar til félagsskítsins í okkur öllum.
Milkmenn - 'Sigurjón Digri is Top Billin'
Hann Halli er sniðugur kall og er búinn að gera mashup þar sem Audio Two og Stuðmenn rekast á með dansvænum afleiðingum. Lagið er hér en bloggið hans Halla er hér.
Cat Stevens - 'Was Dog a Doughnut'
Endemis eitís-búgalú vitleysa sem Cat var að gera einhverntíman þegar ég var lítill.
Captain Beefheart and his Magic Band - 'Gimme Dat Harp Boy' og 'When it Blows it Stacks' og 'Her Eyes are a Blue Million Miles'
Kapteinninn er tónlistarmaður sem þýðir ekkert að stökkva oní í blindni. Þessi lög eru mitt dýfa-tánni-fyrst.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home