The Potter Police
Það er merkilegt hversu löggæslumenn um allan heim standa sig vel í baráttunni við hina miklu ógn sem steðjar að mannkyninu: nefnilega falsaðar Harry Potter bækur. England, Indland, Rússland, Þýskaland... Enginn kemst undan vel smurðri vélinni sem hefur það eina og göfuga markmið að halda gróða JK Rowling í algeru hámarki.
Ég kemst ekki yfir þetta. Hryðjuverkamenn geta trítlað frjálsir á milli landa og sprengt okkur upp. Eiturlyfjabarónar framleiða og selja sitt eitur án nokkurrar truflunar. En ef einhver dirfist að skanna inn Harry Potter og Blendingsprinsinn þá sprettur vélin í gang og eyðir ógninni með ótrúlegri nákvæmni og miskunnarleysi. Hagsmunir JK Rowling og Warner Bros. verða að vera í fyrirrúmi. Skítt með alvöru glæpi.
Ef yfirvöld um gervalla heimsbyggðina ynnu alltaf svona ötullega að sameiginlegu markmiði væri löngu búið að finna Osama Bin Laden, tappa í gatið í ósonlaginu og finna lækninguna við heimsku.
Ég kemst ekki yfir þetta. Hryðjuverkamenn geta trítlað frjálsir á milli landa og sprengt okkur upp. Eiturlyfjabarónar framleiða og selja sitt eitur án nokkurrar truflunar. En ef einhver dirfist að skanna inn Harry Potter og Blendingsprinsinn þá sprettur vélin í gang og eyðir ógninni með ótrúlegri nákvæmni og miskunnarleysi. Hagsmunir JK Rowling og Warner Bros. verða að vera í fyrirrúmi. Skítt með alvöru glæpi.
Ef yfirvöld um gervalla heimsbyggðina ynnu alltaf svona ötullega að sameiginlegu markmiði væri löngu búið að finna Osama Bin Laden, tappa í gatið í ósonlaginu og finna lækninguna við heimsku.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home