Fatapirringur
#2: Sportsandalar
Það er ekkert leyndarmál að þessi blendingur inniskós og strigaskós er einn alvarlegasti glæpurinn gegn almennri smekkvísi. Oftast má sjá þessi ósköp á fótunum á rafvirkjum, smiðum, starfsmönnum Símans og U2 aðdáendum. Parað saman við hvíta sokkaleysta og of stuttar ljósbrúnar buxur? Mmm!
Það er ekkert leyndarmál að þessi blendingur inniskós og strigaskós er einn alvarlegasti glæpurinn gegn almennri smekkvísi. Oftast má sjá þessi ósköp á fótunum á rafvirkjum, smiðum, starfsmönnum Símans og U2 aðdáendum. Parað saman við hvíta sokkaleysta og of stuttar ljósbrúnar buxur? Mmm!
4 Comments:
Þetta er ekki þekkt staðreynd, en starfsmenn í þjónustuveri símans þéna yfirleitt talsvert meira að jafnaði en starfsmenn á auglýsingastofum. Því eiga þeir efni á dýrindis birkenstock sandölum, sem vekja upp öfund hjá þeim sem verða undir í samfélaginu.
Hringdu í 800 7000 og spurðu um Sigríði ef þér langar til að skipta um starfsvettvang.
Kveðjur,
Sigríður Dögg Markúsdóttir,
Starfsmannadeild Símans.
Þetta var skrýtnasta spam sem ég hef séð.
En veistu Bóbur, að svona skór gera mað ligeglad og smúþ í samskiptum. Manni verður sama um allt. Treður veskinu í rassvasann, þyngir flíspeysuvasann í ca 3 kíló svo hann lafir við hné, og er með alla lykla sem maður hefur nokkurntímann átt alltaf með sér á góðri hnausþykkri kippu. Og kannski Polaroid fluguveiðigleraugu þegar maður verzlar í matinn í Kringlunni.
Að minnsta kosti eru þessir skór ein besta sönnun íslands um flæðandi sæði, því sjaldan fellur barnið langt frá inniskónum, eða þúveist.
og "mað" þýðir auðvitað "mann".
Skrifa ummæli
<< Home