Sáli
Kæri Sáli
Ég held að ég sé að verða gamall og veiklunda, jafnvel að tapa vitinu. Ég vona að þú getir útskýrt hvað amar að mér og greitt úr flækjunni innra með mér. Þannig er mál með vexti að ég búinn að hlusta á nýja Madonnu lagið fimm sinnum í dag. Það er algerlega pikkfast í heilanum á mér og eina ráðið er að spila það aftur og aftur til að svala þránni. Sko, ég er enginn aðdáandi kellingarinnar, né heldur er ég hommi. Madonna fer í raun virkilega í taugarnar á mér. Hún og þetta Kaballa hyski hennar ergja mig og tilhugsunin um sinaber lærin á henni í spígat í pilates-tíma hryllir mig. Húðin í andlitinu á henni er einsog strekktur markmannshanski en á nýja plötuumslaginu er hún photoshoppuð eins og 13 ára barn. Þetta Abba sampl í laginu er algert gimmikk og textinn er samhnoð af einhverjum innantómum slagorðum. En svei mér, ég get ekki hægt að flauta, raula og tjútta inní mér! "I'm hung up! I'm hung up on yo-u-u!" Ó kæri sáli, getur þú ekki hjálpað mér?
-Einn ráðvilltur.
Kæri Ráðvilltur!
Það er svo sannarlega ellimerki hjá þér að þú látir bjóða þér svona lagað. Hinn ungi þú mundi hlæja að þér núna. En þetta er engu að síður mjög skiljanlegt. Þú ert kominn á þann aldur að geta verið frjálslyndur í tónlistarvali. Að þú dansir og trallar við Justin Timberlake og Madonnu jaðrar við íróníu, en sannleikurinn er öllu nærri því að þú ert farinn að geta tekið tónlist eins og hún er: Vönduð eða ekki vönduð. Madonna, eins og 'The Trousersnake' er einfaldlega vönduð, prófessional popptónlist. Hún er sérstaklega hönnuð til að vera fersk, grípandi og umfram allt skemmtileg. Þú ert bara of gamall og veraldarþreyttur til að gera vesen yfir því hvort Madonna er 'ekta' eða 'relevant'. Njóttu lífsins á meðan það er og ekki hafa áhyggjur af því hver flytur tónlistina sem þú fílar. En mundu bara að froðan er fín þegar hún á við, ekki renna í henni og reka hausinn í, skilurðu.
-Sáli.
Madonna - 'Hung Up'
Ég held að ég sé að verða gamall og veiklunda, jafnvel að tapa vitinu. Ég vona að þú getir útskýrt hvað amar að mér og greitt úr flækjunni innra með mér. Þannig er mál með vexti að ég búinn að hlusta á nýja Madonnu lagið fimm sinnum í dag. Það er algerlega pikkfast í heilanum á mér og eina ráðið er að spila það aftur og aftur til að svala þránni. Sko, ég er enginn aðdáandi kellingarinnar, né heldur er ég hommi. Madonna fer í raun virkilega í taugarnar á mér. Hún og þetta Kaballa hyski hennar ergja mig og tilhugsunin um sinaber lærin á henni í spígat í pilates-tíma hryllir mig. Húðin í andlitinu á henni er einsog strekktur markmannshanski en á nýja plötuumslaginu er hún photoshoppuð eins og 13 ára barn. Þetta Abba sampl í laginu er algert gimmikk og textinn er samhnoð af einhverjum innantómum slagorðum. En svei mér, ég get ekki hægt að flauta, raula og tjútta inní mér! "I'm hung up! I'm hung up on yo-u-u!" Ó kæri sáli, getur þú ekki hjálpað mér?
-Einn ráðvilltur.
Kæri Ráðvilltur!
Það er svo sannarlega ellimerki hjá þér að þú látir bjóða þér svona lagað. Hinn ungi þú mundi hlæja að þér núna. En þetta er engu að síður mjög skiljanlegt. Þú ert kominn á þann aldur að geta verið frjálslyndur í tónlistarvali. Að þú dansir og trallar við Justin Timberlake og Madonnu jaðrar við íróníu, en sannleikurinn er öllu nærri því að þú ert farinn að geta tekið tónlist eins og hún er: Vönduð eða ekki vönduð. Madonna, eins og 'The Trousersnake' er einfaldlega vönduð, prófessional popptónlist. Hún er sérstaklega hönnuð til að vera fersk, grípandi og umfram allt skemmtileg. Þú ert bara of gamall og veraldarþreyttur til að gera vesen yfir því hvort Madonna er 'ekta' eða 'relevant'. Njóttu lífsins á meðan það er og ekki hafa áhyggjur af því hver flytur tónlistina sem þú fílar. En mundu bara að froðan er fín þegar hún á við, ekki renna í henni og reka hausinn í, skilurðu.
-Sáli.
Madonna - 'Hung Up'
3 Comments:
Velkominn í fullorðinna manna tölu. Þú ert loksins að læra að sætta þig við hlutina eins og þeir eru. Einn daginn, eftir ekkert svo langann tíma, muntu, vonandi, jafnvel taka Rosewood í sátt.
Með kærri kveðju,
Þinn vinur,
Sveinbjörn
úfff... ég finn til með þér ellikelling. Allt pönk búið að skolast úr blóðinu manns...
Mér leið eins með 'Heartbeat' með skessunni Annie.
Var með það á rípít í marga klukkutíma.
Skrifa ummæli
<< Home