<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Skiss














Ég heiti Björn og ég er pappírspervert.

Ég er oftast með litla skissubók á mér til að krota niður hugmyndir, teikna náungann og rissa niður eitthvað bull sem mér dettur í hug. Bækurnar hafa hrannast upp í gegnum árin og er það gaman að fara í gegnum þær aftur, rifja upp fortíðina og finna gamlar hugmyndir sem enn er hægt að nota. Ég hef notað margar tegundir af bókum: Daler-Rowney, Winsor&Newton, Miquelruis og síðast en ekki síst Moleskine, sem ég hef fundið að séu bestu bækurnar.

Moleskine á sér langa sögu, og eiga menn eins og Hemingway og Van Gogh að hafa notað þær óspart. Ég elska Moleskine af því að þær eru einfaldlega vandaðar hágæðabækur. Pappírinn er svo silkimjúkur og það er svo ómótstæðilegt að setja hluti í litla vasann aftast. Það er mikið költ og nördalegheit í kringum Moleskine og mér finnst alltaf gaman að dragast inn í þannig.

Moleskine Art
Moleskinerie
Moleskine nördasíður.

The Drawing Club
Misgóðir teiknarar tjá sig. Nokkrir linkar.

John Copeland
Cheval Noir
Góðir að teikna.

Papersnobbery
Nýleg síða um svona lagað.

Pencil Revolution
Skylt málefni - Blýantaperrar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home