8956
Í dag er ég áttaþúsund níuhundruð fimmtíu og sex daga gamall. Ég mun væntanlega ekki halda neitt sérstaklega upp á þann áfanga, en 21. júní næstkomandi verð ég níuþúsund daga gamall og þá mun ég eflaust sprengja hurðarsprengju og drekka níuþúsund bjóra.
Mér finnst það mjög skemmtilegt heilarúnk að sjá ævina manns bútaða svona niður í litlar einingar. Fyrsta daginn sem ég man eftir mér datt ég ofan í sundlaug í Sikiley og þurfti stóri bróðir minn að stökkva á eftir mér og bjarga drukknandi barninu. Svo var það dagurinn sem ég datt fyrst í það. Það var á Halló Akureyri 1996, ég ældi á löggur og drapst standandi uppvið staur. Hef hvorki bragðað Koskenkorva Pink Cat né fengið blakkát síðan þá. Einn daginn datt ég á bakið á hjólabretti og gat ekki andað svo lengi að ég hélt að ég væri að deyja. Einn daginn vann ég kassa af Pepsi þegar ég hitti vítaskoti á stjörnuleiknum í körfubolta í Austurbergi. Sama dag keypti ég heilan skáp (lítill plast 'locker' með virkandi hurð) af körfuboltamyndum.
Svo hefur maður auðvitað sóað mörgum þeirra í vitleysu.
Hvað ert þú margra daga?
(ath að gera skástrik: 10/30/1981)
Mér finnst það mjög skemmtilegt heilarúnk að sjá ævina manns bútaða svona niður í litlar einingar. Fyrsta daginn sem ég man eftir mér datt ég ofan í sundlaug í Sikiley og þurfti stóri bróðir minn að stökkva á eftir mér og bjarga drukknandi barninu. Svo var það dagurinn sem ég datt fyrst í það. Það var á Halló Akureyri 1996, ég ældi á löggur og drapst standandi uppvið staur. Hef hvorki bragðað Koskenkorva Pink Cat né fengið blakkát síðan þá. Einn daginn datt ég á bakið á hjólabretti og gat ekki andað svo lengi að ég hélt að ég væri að deyja. Einn daginn vann ég kassa af Pepsi þegar ég hitti vítaskoti á stjörnuleiknum í körfubolta í Austurbergi. Sama dag keypti ég heilan skáp (lítill plast 'locker' með virkandi hurð) af körfuboltamyndum.
Svo hefur maður auðvitað sóað mörgum þeirra í vitleysu.
Hvað ert þú margra daga?
(ath að gera skástrik: 10/30/1981)
6 Comments:
Hahaha djöfull man ég eftir Pink Cat vodkanum ógurlega á þessum örlagaríka degi.
Happy days & fun times
Heyrðu þessí síða þarna er eitthvað rippoff.... ég var líka 13276 daga gamall og það breyttist ekkert sama hvaða dagsetningu ég setti inn. Kannski ertu þá bara ekkert 13276 daga gamall
Nú fatta ég. Það þarf að vera skástrik á milli. Sbr. 10/30/1981 Þá er ég miklu yngri í dögum talið. Djööö, ég ætla að breyta færslunni.
ha, er ég eldri en þú?? Magnað.
ég er 8585 daga gömul og ég verð 9000 ára gömul 29.júní... allir í partý til mín þá ... vúhú
9369
2. janúar 2008 verð ég 10.000 daga.. það er verulega langt í þann áfanga, er að spá í að halda áfram að fagna árs áföngum og verð því með veislu í september
áfram ÍR
Skrifa ummæli
<< Home