Ógnargnýr!
Kvikmynd kvöldsins er bandaríska spennumyndin 'Þrumugnýr'.
Myndin, sem er frá árinu 1991 segir frá ungum lögreglumanni sem tekst á við hóp glæpamanna sem stunda brimbrettareið á milli þess sem þeir ræna banka. Þýðandi er Snædís Hólm og er myndin stranglega bönnuð börnum.
Ég sakna svo mikið þegar allar bíómyndir sem ráku á fjörur okkar þurftu að heita eitthvað á íslensku. Það mátti ekki vera 'The Goonies' eða 'Naked Gun'. Það varð að vera 'Strákapör' og 'Ærslagangur í löggunni' eða eitthvað þannig. Ekki mátti spilla tungum íslenskrar æsku sem herjaði á flettirekkana og flækti myndbandssnældur í videotækjum. Í þá gömlu rósrauðu daga var 'Die Hard' betur þekkt sem 'Á Tæpasta Vaði' og 'Lethal Weapon' hét 'Tveir á Toppnum'.
En í dag, psh, Who gives a shit? Krakkar í dag eru svo fjöltyngdir, mar. En reyndar er RÚV enn að halda í gömul gildi. 'Lost' heitir þar 'Lífsháski'. Guð blessi móðurmoldina.
Getraun:
Hvað heitir kvikmynd kvöldsins á frummálinu?
Myndin, sem er frá árinu 1991 segir frá ungum lögreglumanni sem tekst á við hóp glæpamanna sem stunda brimbrettareið á milli þess sem þeir ræna banka. Þýðandi er Snædís Hólm og er myndin stranglega bönnuð börnum.
Ég sakna svo mikið þegar allar bíómyndir sem ráku á fjörur okkar þurftu að heita eitthvað á íslensku. Það mátti ekki vera 'The Goonies' eða 'Naked Gun'. Það varð að vera 'Strákapör' og 'Ærslagangur í löggunni' eða eitthvað þannig. Ekki mátti spilla tungum íslenskrar æsku sem herjaði á flettirekkana og flækti myndbandssnældur í videotækjum. Í þá gömlu rósrauðu daga var 'Die Hard' betur þekkt sem 'Á Tæpasta Vaði' og 'Lethal Weapon' hét 'Tveir á Toppnum'.
En í dag, psh, Who gives a shit? Krakkar í dag eru svo fjöltyngdir, mar. En reyndar er RÚV enn að halda í gömul gildi. 'Lost' heitir þar 'Lífsháski'. Guð blessi móðurmoldina.
Getraun:
Hvað heitir kvikmynd kvöldsins á frummálinu?
3 Comments:
Þrumugnýr hlýtur að vera hin meiriháttar mynd Point Break, en hét ekki Naked Gun "Beint á Ská" í Háskólabíó í gamla daga?
Já hann Kjarri tók getraunina með trompi, og að sjálfsögðu hét hún 'Beint á ská' asnaskapur er þetta í manni...
man.. og ég misst af þessu en vissi þetta líka.. wahh fæ ég engin verðlaun?
ég nottlega dýrkaði Point break.. shittt Patrick Swayze í suddafori og Reeves-inn að gera góða hluti..
og Beint á ská vissi ég líka..
bú fuckin hú..
D
Skrifa ummæli
<< Home