912 dagar fyrir líf
Þann 12 desember 2004 var Ragnar Björnsson að skemmta sér með konu sinni og syni í veitingahúsinu Ásláki í Mosfellsbæ. Þegar Ragnar var á leiðinni út af staðnum réðst að honum ofsadrukkinn maður sem gaf Ragnari þungt hnefahögg í andlitið. Slagæð í höfði Ragnars rofnaði við höggið og hann lést nær samstundis vegna mikillar blæðingar inn á heila.
Loftur Jens Magnússon, maðurinn sem gaf Ragnari banahöggið, hefur gengið laus undanfarin tvö ár meðan hann hefur beðið dóms. Í dag féll svo dómurinn í héraði.
Loftur Jens Magnússon, sem af fullkomnu tilgangsleysi rændi ókunnugan mann lífinu á grimmilegan hátt fyrir framan konu hans og barn, fékk tvö og hálft ár fyrir verknaðinn.
Stundum fórnar maður bara höndum. Ég skil þetta ekki. Hvað við þetta morð réttlætir svona mildan dóm? Hann var reyndar "verulega ölvaður" og allir vita að það er afsökun fyrir öllu.
Ef það er til helvíti, þá veit ég að Loftur Jens Magnússon mun enda þar. Kanski það sé besta refsingin fyrir svona ómenni. Þangað til mun hann væntanlega lifa langri og ánægjulegri ævi á meðan fjölskylda Ragnars hefur ekkert nema minningarnar.
Grein um málið.
Loftur Jens Magnússon, maðurinn sem gaf Ragnari banahöggið, hefur gengið laus undanfarin tvö ár meðan hann hefur beðið dóms. Í dag féll svo dómurinn í héraði.
Loftur Jens Magnússon, sem af fullkomnu tilgangsleysi rændi ókunnugan mann lífinu á grimmilegan hátt fyrir framan konu hans og barn, fékk tvö og hálft ár fyrir verknaðinn.
Stundum fórnar maður bara höndum. Ég skil þetta ekki. Hvað við þetta morð réttlætir svona mildan dóm? Hann var reyndar "verulega ölvaður" og allir vita að það er afsökun fyrir öllu.
Ef það er til helvíti, þá veit ég að Loftur Jens Magnússon mun enda þar. Kanski það sé besta refsingin fyrir svona ómenni. Þangað til mun hann væntanlega lifa langri og ánægjulegri ævi á meðan fjölskylda Ragnars hefur ekkert nema minningarnar.
Grein um málið.
7 Comments:
Þó að þetta sé vissulega vægur dómur og þó að maður hafi mikla samúð með ættingjum hins látna þá er ég nokkuð viss um að afbrotamanninum sé ekkert sama um hvernig þetta kvöld fór. Það er fullt af fullu fólki sem slæst niðrí bæ um hverja einustu helgi, það er bara í eðli mannsins að slást, en ég er viss um að engin þeirra ætlar sér að drepa einn né neinn. Pældu í þynnku bömmer dauðans, að vakna í tukthúsinu og vera búinn að drepa mann. Það getur enginn sannfært mig um að Loftur Jens eigi eftir að lifa ánægjulegri ævi.
Hann Loftur er Breiðhyltingur eins og þú bobby. Kannski var hann einn af Fella villingunum sem voru að hrella þig? Man eftir honum í den soldið kreisí en sá hann svo vinna í bónusvideoi í hólagarði stuttu fyrir þetta mál. Hann var víst rólegur með konu og barn. Að drepa mann án þess að ætla sér það er örugglega eitt af því versta sem fyrir mann getur komið.
Já já, bæði rétt.
En hér er smá: ég drekk ekki, hef aldrei drukkið. Ég hef oft lent í því að rekast á einhverja vitleysinga og brjálæðinga sem ákveða það á splittsekúndu að vilja meiða mig, jafnvel meiða mig mikið. Ég hef hitt fólk sem kallar mig fáránlega illum nöfnum, og fólk sem vill slást. Ég hef líka komið inná umræddan skemmtistað seint um nótt og mætt fólki í andyrinu.
Ég hef samt aldrei, ekki einusinni, aldrei nokkurntímann lamið neinn í andlitið.
Aldrei.
Það er nefnilega línan sem þú ferð yfir. Þú ákveður að lemja einhvern fast í andlitið, og á svo að vorkenna þér og þínum pínulítið afþví að þetta var óviljandi?
Hvar er "óviljandi" parturinn? Að maðurinn dó? Eða að hann var kýldur? Eða átti hann bara að nefbrotna og missa nokkrar tennur? Eða átti hann bara að missa sjónina á öðru auganu? Eða átti hann bara að læra sína lexíu?
Rólegur með konu sinni og barni í vídjóleigu á virkum degi. Lemur fólk í andlitið um helgar.
Vitiði, ég vorkenni honum ekki neitt.
Og hvað með óharðnaða únglínga sem keyra of hratt á Sæbrautinni og drepa einhvern? Er það óviljandi líka, afþví að það segir sig svo sjálft að enginn "ætli sér að drepa neinn"?
Fólk sem lemur fólk verður að taka ábyrgð á því.
Samkvæmt könnun sem birti niðurstöðu í Fréttablaðinu föstudaginn 22. september 2006 þá hafa 42% þeirra sem að tóku þátt í þeirri könnun lent í slagsmálum.
Sem sagt 42% af þeim sem að svöruðu gætu verið í sömu sporum og þessi ungi maður.
Og ég get ímyndað mér það að fólkið sem er að svaraði sé venjulegt fólk eins og ég og þú.
Björn! það er nú alveg greinilegt að þú tengist Ragnari og hans fjölskyldu miðað við hvað þú ert harðorður gagnvart Lofti en þar sem þú þekkir Loft greinilega ekkert vil eg benda þér á nokkra hluti um hans hlið á málinu.Í fyrsta lagi finnst mér helvíti hart að kalla hann morðingja þvi að þegar menn verða fyrir þvi óláni að verða manni að bana, sérstaklega þegar menn ætla sér það ekki þá kallast það yfirleitt slys eða manndráp að gáleysi.
Að vera ofurölvi er ekki afsökun en menn missa yfirleitt dómgreind þegar þeir eru drukknir og þar á meðal þú, og ég er alveg viss um að þú eða einhver vinur þinn hefur einhvern tímann kýlt mann eða sparkað í hann ekki satt?
En það hefur oft sannað sig að það þarf bara eitt högg.Þar sem ég þekki Loft nokkuð vel veit ég fyrir víst að Loftur er ekki ofbeldis maður og að þetta var í fyrsta og eina skipti sem Loftur hefur slegið frá sér HEPPINN EKKI SATT!! Ef þér finnst 2 ár lítið skaltu spá í einu að hann er búinn að sitja og bíða eftir dóm í tæp 2 ár það er sjálfsagt eins og að vera i fangelsi þannig að það eru kominn 4 ár, svo restin af lífinu hans mun örugglega ekki vera eins ánægjuleg eins og þú heldur þannig að ef það er til helviti þá er hann nokkurn veginn kominn þangað.Eins og kom fram áðan þá er Loftur vinur minn og er ég þá ekki beint hlutlaus frekar en þú en eitt get ég sagt þér um Loft að hann er alger auðlingur og vill hann öllum mjög vel og hann á ekkert illt skilið frekar en þú.
Björn! að kalla hann ómenni og að óska honum dvöl í helvíti er það ómanneskjulegasta sem eg hef heyrt eða lesið af nokkuri manneskju.Eitt enn sem gleymist alltaf í þessari umfjöllun um þetta mál er að sonur Ragnars réðst að Lofti eftir að hann veitti honum höggið þannig að það sá vel á honum. Ég spyr, er hann eitthvað skárri! þetta hefði getað snúist við.
Þannig að ég vill benda þér á að horfa á öll mál af báðu hliðum áður en þú dæmir menn of hart.
Að lokum vill ég benda á að 2 vikum áður en þessi hræðilegi atburður gerðist var annar hræðilegur atburður þar sem maður að nafni Scott Ramsey fór inná skemmtistað í keflavík með þeim tilgangi að lemja danskan hermann, sömu örlög en minni dómur og miklu minni miskabætur og þarna var ásetningur því hann átti sökótt við verslings Danan.Eg vill þakka þér og ykkur fyrir að lesa þetta og vona ég svo sannarlega að þetta verði til þess að þú lítir á þetta mál í öðru ljósi.TAKK FYRIR
ÉG get ekki annað en verið sammála blogg-skrifara. Ég lem ekki því ég geri mér grein fyrir þeim afleiðingum sem það getur haft, sama hversu fullur ég er, ÉG LEM EKKI OG HEF ALDREI GERT, ALDREI. Ég gæti ekki lamið mann beint í andlitið, ég væri einfaldlega of hræddur við að geta drepið hann.
Þó svo að sakamaðurinn sé voða góður þá ber að refsa.
Setjum dæmi:
A) einstaklingur fær brjálæðiskast og ætlar sér að drepa einhvern, hann ræðst á mann og lemur hann með einu þungu höggi og drepur manninn, dæmin sýna og sanna að það getur gerst. Afbrotamaðurinn fær 2 ár þar sem honum tókst að gera þetta með 1 höggi.
B) Einstaklingur fær brjálaðiskast og ætlar sér að drepa mann, hann nær í byssu og drepur mannin. Hann fær 12 ár vegna einbeits brotavilja.
Sem sagt ef manni langar að drepa einhvern þá á maður að lemja hann og vona að hann drepist, því þá fær maður svo stuttan dóm.
Ég er ekki að segja að það hafi verið ætlun Lofts að drepa manninn, en ef svo væri???
Það ber að refsa m.t.t. afleiðinga ekki eftir því hvaða aðferð var beitt.
Ég vil taka það fram að ég þekki ekki neinn sem kemur þessu máli við. "Anonymous" vil ég benda á kommentið frá Halla, sem orðar tilfinningar mínar afar vel..
Skrifa ummæli
<< Home