Bjölli Borgar Bjórinn #2
Ég er orðinn þreyttur á rottunum á Kaffibarnum, gíröffunum á Barnum og pandabjörnunum á gólfinu á Sirkus. Ég kynni því til sögunnar nýjan lið í anda Krazy Frootz þar sem ég heimsæki og dæmi hverfispöbbana, þessa óslípuðu demanta drykkjumenningarinnar. Allir í strætó og skál í botn!
Hverfispöbb: Ölver
Staðsetning: Glæsibæ
Finnst þér gaman að sparka í tuðru? Færðu einnig nautn úr því að syngja fyrir téða tuðru? Þá viltu mæta niðrí Glæsibæ eftir lokun þegar sjónvarpið er stillt á Sýn og hækkað er í karaeoke maskínunni. Gríptu þér hljóðnema í hönd og settu á þig legghlífarnar og koddá Ölver! ...tuðran þín!
Staðurinn:
Ölver er stór að vexti og þar eru tveir salir, annar fyrir karaoke og þessháttar tuðruskap og hinn fyrir pool og lukkuskjái. Við Arna og Jónína skelltum okkur karaoke megin, enda er það nú það sem þetta snýst allt um. Salurinn er nokkuð karakterslaus. Bara stórt hvítt gímald með nokkrum flöktandi skjáum með dægurlagatextum.
Krádið:
Það var fámennt þetta kvöld. Þarna voru tveir hópar af karaoke skæruliðum, sem skiptust á að senda liðsmenn sína uppá svið til að battla. Gæði barkanna voru misjöfn einsog gefur að skilja. Allt frá nokkuð lélegu í tuðruslappt. En fólk var í stuði og allir sem sungu fengu klapp.
Þjónustan:
Allir starfsmennirnir líta út einsog dyraverðir. Þreknir menn með brunahanahandleggi og hár úr stáli. Þarna er eflaust mikið um bekkpressuveðmál í dimmu og sveittu bakherbergi eftir lokun. Bjórinn er á 600 kall, er kaldur og gerir mann drukkinn ef maður fær sér nógu mikið af honum. Standard bar semsagt.
Skemmtun:
Þetta er auðvitað karaoke bar þannig að músíkin fer eftir þeim sem vilja rokka mækinn hverju sinni. Þarna fengum við að heyra sláturhúsaútgáfur af öllu frá kántrý til diskó og mændum á útganginn þegar fólk fór yfirum í tuðrinu. En það sem hélt okkur þarna inni voru sprenghlægileg "myndböndin" undir textanum á skjánum. Við grenjuðum úr hlátri yfir berumaðofan kúrekum, púðaslagsmálum í fjaðrafoki og konum að mölva blómavösum.
Og hvað skeði?
Við urðum auðvitað að syngja eitthvað, annars væri tilvist okkar þarna býsna tilgangslaus. Eftir mikið flett í söngbókinni fundum við loksins lag. Ég tek nokkuð góða Michael McDonald eftirhermu og því völdum við Jónína 'What a Fool Believes' með Doobie Brothers (Arna tekur svona rugl auðvitað ekki í mál). En þegar á hólminn var komið var okkur sagt að við værum of sein til að panta lag. Þetta kom sér reyndar afar vel, því innst inni erum við gungur sem kunna ekki að syngja. Klukkan sló í tvær tuðrur og við örkuðum út og hurfum í myrkrið bæ-leiðis.
Lokaniðursaða:
Það er örugglega voða gaman að mæta þarna með rútufylli af ólátabelgjum og ganga af göflunum með Kenny Rogers og Gloriu Gaynor en þetta kvöld var nokkuð simpilt og grásleppulegt.
Tvær tuðrur af fimm mögulegum.
Hverfispöbb: Ölver
Staðsetning: Glæsibæ
Finnst þér gaman að sparka í tuðru? Færðu einnig nautn úr því að syngja fyrir téða tuðru? Þá viltu mæta niðrí Glæsibæ eftir lokun þegar sjónvarpið er stillt á Sýn og hækkað er í karaeoke maskínunni. Gríptu þér hljóðnema í hönd og settu á þig legghlífarnar og koddá Ölver! ...tuðran þín!
Staðurinn:
Ölver er stór að vexti og þar eru tveir salir, annar fyrir karaoke og þessháttar tuðruskap og hinn fyrir pool og lukkuskjái. Við Arna og Jónína skelltum okkur karaoke megin, enda er það nú það sem þetta snýst allt um. Salurinn er nokkuð karakterslaus. Bara stórt hvítt gímald með nokkrum flöktandi skjáum með dægurlagatextum.
Krádið:
Það var fámennt þetta kvöld. Þarna voru tveir hópar af karaoke skæruliðum, sem skiptust á að senda liðsmenn sína uppá svið til að battla. Gæði barkanna voru misjöfn einsog gefur að skilja. Allt frá nokkuð lélegu í tuðruslappt. En fólk var í stuði og allir sem sungu fengu klapp.
Þjónustan:
Allir starfsmennirnir líta út einsog dyraverðir. Þreknir menn með brunahanahandleggi og hár úr stáli. Þarna er eflaust mikið um bekkpressuveðmál í dimmu og sveittu bakherbergi eftir lokun. Bjórinn er á 600 kall, er kaldur og gerir mann drukkinn ef maður fær sér nógu mikið af honum. Standard bar semsagt.
Skemmtun:
Þetta er auðvitað karaoke bar þannig að músíkin fer eftir þeim sem vilja rokka mækinn hverju sinni. Þarna fengum við að heyra sláturhúsaútgáfur af öllu frá kántrý til diskó og mændum á útganginn þegar fólk fór yfirum í tuðrinu. En það sem hélt okkur þarna inni voru sprenghlægileg "myndböndin" undir textanum á skjánum. Við grenjuðum úr hlátri yfir berumaðofan kúrekum, púðaslagsmálum í fjaðrafoki og konum að mölva blómavösum.
Og hvað skeði?
Við urðum auðvitað að syngja eitthvað, annars væri tilvist okkar þarna býsna tilgangslaus. Eftir mikið flett í söngbókinni fundum við loksins lag. Ég tek nokkuð góða Michael McDonald eftirhermu og því völdum við Jónína 'What a Fool Believes' með Doobie Brothers (Arna tekur svona rugl auðvitað ekki í mál). En þegar á hólminn var komið var okkur sagt að við værum of sein til að panta lag. Þetta kom sér reyndar afar vel, því innst inni erum við gungur sem kunna ekki að syngja. Klukkan sló í tvær tuðrur og við örkuðum út og hurfum í myrkrið bæ-leiðis.
Lokaniðursaða:
Það er örugglega voða gaman að mæta þarna með rútufylli af ólátabelgjum og ganga af göflunum með Kenny Rogers og Gloriu Gaynor en þetta kvöld var nokkuð simpilt og grásleppulegt.
Tvær tuðrur af fimm mögulegum.
3 Comments:
ég segi: CORNERCREWIÐ Á ÖLVER!!!
ég tók What a fool believes með M.McD á Guy´s útí LA með Michelle Rodriguez!!!
Klassa lag og ég skal taka það með ykkur any day of the week kids.. en þeir stjórna þessu þarna eins og Maximum security þarna í Ölveri og eru að mínu mati og eru óvenju stífir með pantanir og þess háttar!
Júmm pöntum rútu frá Guðmundi Tyrfingssyni og uppí Glæsó!
Skrifa ummæli
<< Home