Hver velur músíkina? Marlee Matlin?
Í gær sá ég svona prómó á Skjá Einum þar sem verið var að auglýsa Beverly Hills 90210. Og hvaða lag haldið þið að þeir hafi notað í auglýsingunni?
ÞETTA!
OK þetta er lagið 'What a Feeling' með Irene Cara. Það er úr Flashdance sem var metsölukvikmynd árið 1983, svona tíu árum áður en Beverly Hills fór í loftið.
Þetta er kanski lítilfjörlegt, en ég gjörsamlega hata þegar fólk gerir svona retró-klúður. Þú setur ekki Ramones lag undir hippa-myndbrot, þú setur ekki Daft Punk undir glefsur frá bannárunum og ÞÚ SETUR EKKI EITÍSLAG UNDIR MESTA NÆNTÍSÞÁTT EVER!!
2 Comments:
úfff.... ég sá þetta líka og grét hneykslunartárum
ég datt í gólfið ...
þetta er álíka pirrandi eins og þegar ég var að hlusta á (ekki spyrja af hverju) morgunútvarp EFFEMM og þau voru að tala um Footloose... og hvernig þau ættu að þýða það yfir á íslensku... og þau komu með snilldarlausnina
"MATARLAUS" ..... krakkar... matarlaus.. eins og foodless væri til dæmis bara orð sem væri til.. arrrg... ég keyrði næstum því út af og á eitthvað fólk þegar ég heyrði þetta..
hálfvitar...
Skrifa ummæli
<< Home