OFURLÖGGAN!
Jóhann R. Benediktsson er sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli. Ég fíl'ann. Hann kemur reglulega í fréttunum þegar truntulýður smyglar dópi eða þegar danskir vítisenglar stinga ferðatöskur gamalmenna. Með sveitt hár og ekkert bindi setur hann annan fótinn á hrúgu af hassi og rennir tannstöngli á milli munnvikanna. "Jebb. Það fer ekkert framhjá mér" segir hann með augun pírð og fær sér sopa af rótsterku.
Hann er klassísk hard-ass ofurlögga beint úr bíómyndunum. Ég held að mér finnist það því hann lítur nákvæmlega eins út og Colm Meaney í hlutverki asshole löggunnar í Con Air. Sjáiði bara!
Hann Jóhann er bókað mál alger harðstjóri á Keflavíkurflugvelli. Skrifstofan hans er dimm og draslaraleg og á veggjunum eru diplómur, íslenskur fáni og blaðaúrklippur af hetjudáðum hans (og ein mynd af félaganum sem var skotinn in he line of duty). Hansagluggatjöld úr viði hleypa appelsínugulum ljósræmum inn í rykugt herbergið. Á borðinu hans er platti sem á stendur "No Bullshit". Skýrslur eru í hrúgu og hann keðjureykir Lucky Strike.
Sjálfur er Jóhann harður í horn að taka. Hann klæðist reglulega krumpuðum skyrtum sem eru með ermarnar brettar upp. Inni í bílskúr á hann amerískan sportbíl sem hann krúsar á um helgar. Oft sést til hans við gluggann með kaffibolla í hönd (á bollanum stendur "The Boss"). Hann horfir á flugvélarnar lenda og segir með lágum rómi, "Komiði bara. Glæpalýður. Þið smyglið engu inn í landið mitt. Ekki á minni vakt". Svo drepur hann í sígarettunni í kaffinu. Tssss.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home