-Yeah... SEE ya!
Ef árið væri 1987 og ég í stjörnusokkum með laugardagsnammileifar í munnvikunum þætti mér þetta atriði íróníulaust mest kúl í heimi. En árið er í dag, og þetta er svo fyndið að það veldur flogaköstum. Ég meina, ég hló svo mikið að ég sá framtíðina.
Hér má sjá snarvitlausa slagsmálasenu úr kvikmyndinni Undefeatable með Cynthiu Rothrock í aðalhlutverki, en Cynthia ætti strax að kveikja á bjöllum hjá þeim sem stunduðu bönnuðu myndirnar í æsku.
Þeir sem etja kappi eru svo sannarlega litríkar persónur:
a) Góði gæjinn, sem er alvörugefinn en orðheppinn endurskoðandi með líkama Adonisar.
b) Hnakka-hár-prúður en trylltur vísindamaður með blóðlosta og hnífa-fryggð.
c) Kona í fatla.
Ó hvað þetta er mikill eitís slagsmálahasar! Sveittir hómóerótíkusar rífa sig úr fötunum af minnsta tilefni, öskra og Hæjaahh í hverju höggi. Uppáhaldið mitt er sló-motion höggin og ofleikurinn (og slefið) sem fylgir.
*þerrar hlæji-tár*
Hér má sjá snarvitlausa slagsmálasenu úr kvikmyndinni Undefeatable með Cynthiu Rothrock í aðalhlutverki, en Cynthia ætti strax að kveikja á bjöllum hjá þeim sem stunduðu bönnuðu myndirnar í æsku.
Þeir sem etja kappi eru svo sannarlega litríkar persónur:
a) Góði gæjinn, sem er alvörugefinn en orðheppinn endurskoðandi með líkama Adonisar.
b) Hnakka-hár-prúður en trylltur vísindamaður með blóðlosta og hnífa-fryggð.
c) Kona í fatla.
Ó hvað þetta er mikill eitís slagsmálahasar! Sveittir hómóerótíkusar rífa sig úr fötunum af minnsta tilefni, öskra og Hæjaahh í hverju höggi. Uppáhaldið mitt er sló-motion höggin og ofleikurinn (og slefið) sem fylgir.
*þerrar hlæji-tár*
1 Comments:
vááááæææíííjáááá!!! Þetta er rosalegt!!
Og tónlistin jafnast svo sannarlega á við Moroder á sínum bestu árum!!
Skrifa ummæli
<< Home