Jöfn takkaréttindi.
Í þessum tölvuvædda heimi sem við búum í, af hverju er ekki búið að gefa @ sinn eigin takka á lyklaborðinu?
"Hvernig geri ég att merkið?" "-Já, þú gerir shift-slaufa-ufsilon á meðan þú hægrismellir" eru orðaskipti sem ég er þreyttur á að heyra.
Af hverju er þetta ekki til?
Reyndar hef ég aldrei kynnst neinu öðru en Apple og það má vel vera að á einhverjum lyklaborðum í BT sé att merkið að finna. Engu að síður eru Delete, Sjö og Shift með sína föstu staði á lyklaborðinu. Hví ekki standard staðsetningu fyrir þetta tákn sem við notum sirka þrettánhundruð sinnum á dag?
"Hvernig geri ég att merkið?" "-Já, þú gerir shift-slaufa-ufsilon á meðan þú hægrismellir" eru orðaskipti sem ég er þreyttur á að heyra.
Af hverju er þetta ekki til?
Reyndar hef ég aldrei kynnst neinu öðru en Apple og það má vel vera að á einhverjum lyklaborðum í BT sé att merkið að finna. Engu að síður eru Delete, Sjö og Shift með sína föstu staði á lyklaborðinu. Hví ekki standard staðsetningu fyrir þetta tákn sem við notum sirka þrettánhundruð sinnum á dag?
7 Comments:
Nákvæmlega! Ég veit ekki hversu oft ég er óvart búin að ýta á apple takkann (sem er óþægilega staðsettur við hliðiná alt)-Q og þar með loka safari og emailinu sem ég var að enda við að skrifa. Glatað.
Hmm, gerir maður ekki Alt-2 á Apple?
Annars er ég pínu sammála, en samt er ekkert meira vesen að gera attmerkið með tveimur takkaþrýstingum en það er að gera stórt A eða P. Eða copy og paste og undo og allt það. Þúveist.
Þetta yrði helvíti stórt lyklaborð. Eiginlega cockpit.
° og ¨ takkinn mætti alveg vera @ takki fyrir mér. Einhver sem nennir að læra að ... remappa takka á makka?
OK ég nennti því
sækið þessa skrá:
http://nyvi.textdriven.com/IcelandicAtBackslash.keylayout
Setjið hana í heimamöppu/Library/Keyboard Layouts
log in, log out, fara í System Preferences: International: Input Menu, haka við IcelandicAtBackslash.
Allavega á þessari Macbook hér, þá er komið @ á takkann vinstra megin við 1, og \ ef maður gerir SHIFT líka. Fínn takki, hann gerir ø og Ø með ALT.
Notaði Ukelele:
http://scripts.sil.org/cms/scripts/page.php?site_id=nrsi&item_id=ukelele
Halli -
Á nýjum Apple vélum er @ líka á Q.
Krilli_
Þetta er sko detective work! Takk og takk!
ó...ég er nefnilega með Quicksilver á alt-Qinu mínu.
Krilli þú ert svo duglegur. Takin' out the trraaaash.
Skrifa ummæli
<< Home