"Fúsball er blanda af fótbolta og grillpinnum" - Mitch Hedberg
Ef ég ætti ríkan frænda þá myndi ég lauma því að honum að mig langaði í Fúsball borð í sumargjöf. Æhj, ég gæti eflaust keypt svona fyrir allt klinkið sem ég hef eytt í þetta í gegnum tíðina.
Ég elska Fúsball svo mikið. Þetta ætti að vera ólympíugrein, þá myndi ég sækja um að vera í landsliðinu. Hver er með?
Ég væri til í alveg custom borð. Allir kallarnir í einu liðinu væru ÉG og hitt liðið væri alltsaman rónar. Gervigras og áhorfendapallar. Svo væri borðið í spes herbergi með fagnaðarlátum og þarna fótboltalaginu á nonstopp lúppu.
PS
Mitch Hedberg var svo fyndinn, guð blessi sálu hans. Hann sagðist aldrei geta orðið góður í fúsball því hann getur ekki farið í svona mörg heljarstökk. Haha.
4 Comments:
þá er ég með þær góðu fréttir að það er fúsball í vinnunni minni ;)
mú hahahahha
Ég myndi hafa tónlistarþema, svalar kempur eins og Bowie, Elvis, Nina Hagen, Keith Ritchards og Trent Reznor í mínu liði. Í hinu liðinu væru Phil Collins, Michael Bolton, Páll Rósinkranz, Pete Best, Andrew Ridgeley, Art Garfunkel, John Oates o.s.frv.
Ég skal vera Phil Collins liðið. Hann á mismunandi skeiðum ferilsins. Eitísútgáfan er í sókn.
Mitch Hedberg var snillingur, en ef þér fannst hann fyndinn ættiru að tékka á Steven Wright.
Skrifa ummæli
<< Home