<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





miðvikudagur, janúar 07, 2009

Þegar ég var barn kallaði ég rakettur 'Púmmaljós'

En já til hamingju með nýtt ár og knús til allra. Ég hef verið að einbeita mér að því að fylla kvótann af söltu kéti með brúnni sósu og Quality Street fyrir árið. Ég ætti að fá aftur löngunina til að sporðrenna þannig gúmmilaði eftir á að giska ellefu mánuði. Þegar ég horfi um öxl stendur það væntanlega hæst að ég batt endi á 2+ ára feril minn sem einyrkjahönnuður og fór að vinna á Fíton, þar sem er dúndrandi ofsakæti alla daga. Það er kannski helsta ástæðan fyrir því að hér hefur verið býsna þögult undanfarið og það litla sem heyrðist býsna stutt. Ég er nebbnilega ekki lengur heima á náttbuxunum allan daginn að bora í nefið við tölvuna. Ég er núna sko í vinnunni á náttbuxunum allan daginn að bora í nefið við tölvuna. Dúrr-um-tissj.

Ég ætla samt ekki að lofa neinu átaki í blogginu, hvorki í fjölda né gæðum. Það eru engin áramótaheit hjá mér... Annað en hjá vertíðarpakkinu í leikfimi. "Í kjólinn eftir jólin" liðið sem herjar í svitabaði á tækin mín tugum og hundruðum saman í nákvæmlega þrjár vikur. Ég bara meika ekki sveittan múg. Djók ég er enginn leikfimiþurs. Guð blessi þessa keppi og kappa. Sjáumst eftir næstu áramót segi ég bara við þau.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home