<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





mánudagur, desember 08, 2008

Auglýsingaskóli Bjölla Brief #3

HMMMMMMMM.....


Ertu að spá í að bæsa veröndina?


Ertu að hugsa um að skipta um tryggingafélag?


Ertu að ákveða hvort þú ættir að fara til geðlæknis?

Þetta er svipur sem ég kalla Pælarann.

Að tylla höfðinu til hliðar, brosa svolítið, horfa upp... og pæla. Pæla í alllllskyns ákvörðunum. Hmmmmmm.....

Þessi svipur er einungis til í auglýsingum. Það gerir enginn svona í alvöru. Prófaðu. Myndir þú nokkurn tíman setja upp þennan svip, nema ef ljósmyndari skipaði þér það? Jafnvel þótt þú værir VIRKILEGA að pæla í heimavörninni?

Auðvitað snúast auglýsingar um að notfæra stundina þegar tilvonandi kúnnar eru að leita að þjónustunni sem þú býður. En taktu því rólega með pælarann. Heldurðu að fólk verði alveg "já! Ég ER að spá í að fríska uppá hnakkinn minn! Takk, Fjallkonu-Leðurfeiti!"

Ef þú ert með hjólbarðaþjónustu, ætti þá auglýsingin þín að vera maður með sprungið dekk: "Ert þú að spá í að skipta um dekk?" Nei. Eyddu nokkrum mínútum í viðbót og finndu góða hugmynd í stað þess að sýna bara hvernig þú heldur að kúnninn þinn líti út. Pældu smá í þessu. Hmmmm...

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Lolfest.

12:43 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

takkfest.

2:00 e.h.  
Blogger d-unit said...

hmmmm..... dreymandi á svipinn ligg ég á gólfi í hláturskasti

ÉG HATA ÞENNAN SVIP!!!

get fuckin real

ég er sammála þér með "truth in advertising" let´s bring it back ... svona upp að vissu leyti ;)

luv dd

8:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home