<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





laugardagur, september 19, 2009

Mamma mia

Mamma kallaði graffiti 'hjólabrettastafi' áðan. Ég elska hana svo mikið.

Annars var ég í tvöföldu afmæli hjá frænkum mínum Þóru Margréti og Katrínu Erlu. Mikið er gott að sitja og slafra í sig marensköku og heitum brauðrétti. Aspas og skinka! Hamm!

Fór á Bakkus í gær. Alveg fínn staður, en staðsetningin er handónýt. Alveg hellað pakk sem djammar þarna fyrir neðan Lækjargötuna. Þvílíkar skinkur úti um allt. Glaumbar ætti bara að heita Sláturfélag Suðurlands. Og gæjarnir maður. í jakkafötum úr næloni, með skyrtuna ógyrta (pet peeve!!) og í hvítum strigaskóm við svörtu jakkafötin. Og auðvitað hægt að mylja gelið úr hárinu.

Ekkert ofboðslegt djamm á mér, en samt nóg til að líta við á Nonnabátum á leiðinni heim. Fyrir mér er engin samkeppni milli Nonna og Hlölla. Nonni er miklu betri. Kjúklingabáturinn þar er með alvöru kjúklingakjöti á meðan Hlölli notar svona kjúklinga skinku álegg. Pfft. Svo ætti Hlölli bara að heita Aromat Skúrinn.

En í kvöld er það bara knús og videogláp, skissubókarkrot og bjór eða fimm. Kojudjamm er best.

PS
Sko stelpurnar eru Skinkur, en hvað heitir karldýrið?

11 Comments:

Anonymous Teh Maggi said...

Hangikjet?

10:13 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Hah já. Eða bógar. Beikonhnakkar. Þeir eru svo grísí af geli og bjánasvita.

11:46 e.h.  
Blogger odi hattarinn said...

hahaha ,, Hvað heita karlkyns skinkur?" var einmitt spurning sem leitaði á mig í dag. Mér datt ekkert í hug en ég er hrifin af Bógar. Malakoff eða spægipylsur eru líka góðir kandídatar.

1:13 f.h.  
Blogger Arni Kristjans said...

Uss! Karlkyns skinkur eru hnakkar. Svo eru skinku/hnakkapabbar (þessir 30-40 ára gaurar sem klæða sig eins og þeir séu 17) kallaðir bógar.

2:24 f.h.  
Anonymous gulla said...

Skemmtileg færsla, vei :)

11:39 e.h.  
Blogger The PolarBear factory said...

Mér finnst Hjólabrettastafir æðislegt orð yfir Graffítí.. :)

11:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

skúnkar

7:38 e.h.  
Blogger Unknown said...

Hnetur

3:30 e.h.  
Blogger Sveinbjorn said...

Viss tegund, ekki handrukkara slash einkaþjálfara hnakkatýpurnar heldur þessir smágerðu gaurar, ættu að vera kallaðir sveppir.

Skinkur og Sveppir.

1:05 f.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

hah gott stöff! En bara skankar? Skinkur og skankar?

12:19 e.h.  
Blogger Harpa said...

hahaha Aromatskúrinn. Annars sá ég um daginn unga stúlku liggja fyrir utan glaumbar með aflitað hárið syndandi í sígarettustubba drullupolli, síðan vippaði hun sér á fætur öskraði eitthvað stríðsöskur, sveiflaði hárinu svo slettist úr og skakklappaðist með gerfi "kristján díor" töskuna sína í átt að leigubíl. Ég stóð og gapti.

4:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home