<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>





fimmtudagur, desember 31, 2009

Púmmaljós

Gammlásskvöld hefst á því að ég er með 'Hip Hop Hooray' með Naughty By Nature á heilanum og er það blönduð blessun. Framundan er knall, hurðarsprengjur og sveittir dansiskór. Ekki má gleyma flóði hátíðarmatar, þar sem puran lekur af hverju kartöflustrái.

Þetta blogg hefur verið býsna eitt og yfirgefið þetta árið og finnst mér það soldið leiðinlegt. Mér finnst að árið 2009 hafi gengið að bloggmenningunni dauðri. Katrín hitti naglann á höfuðið um daginn, þegar hún sagði að Facebook væri búið að drepa bloggið. Það er að mörgu leiti rétt. Hugmyndarkorn sem hefði orðið að færslu í gamladaga (í fyrra) er núna bara einhver status-tuska.

Svo er það þessi blessaða kreppa og tuðið sem viðgengst á netinu. Ég man þegar BLOGG var vettvangur skemmtilegra pælinga, hnyttinna athugasemda og sagna úr glettnum raunveruleikanum. En það eina sem kemur í hugann á mér þegar ég hugsa um BLOGG þessa dagana er botnlaus pottur af kúkagraut þar sem er ekkert annað en kreppuvæl og nafnlaus tröllaskapur. Ég get alveg haldið áfram að skrifa um bjánalega vitleysu, en allir aðrir eru að velta sér uppúr morknu tuði og moggabloggi. Mér líður eins og Poison eftir að Nirvana kom til sögunnar. Ég vil bara strekkja á spandexbuxunum mínum meðan allir aðrir vilja hata foreldra sína og grenja.

En enga depurð. Ég er farinn upp í Breiðholt að sprengja þessa klikkun hér:



Viva hair metal, gleðilegt ár og Hipp Hopp húrreeeeiiiii hóóóóóóó heeeeiiiii hóóóóóóó...

þriðjudagur, desember 29, 2009

Næntís minning

Derhúfur með svona járnplötum boltuðum á derið og framaná. Ég átti eina þar sem stóð "Be Cool". Töffffff.

mánudagur, desember 28, 2009

Pælingarkorn

Stundum rekst maður á svikahrappa spamm vefbannera á íslensku. "Þetta er ekki brandari þú vannst! - smelltu hér" eða eitthvað þannig. Hver gerir þessar íslensku útgáfur? Fá menn bara beiðnir í pósti? Það myndi eiginlega líta út einsog spamm í sjálfu sér. "Hey viltu græða pening og þýða spamm?" Eða leita þeir svikahrappana upp sjálfir?

Hver mundi gera samlöndum sínum þetta, að þýða scam-spam? Þetta eru landráð!

Vandræðalega flegið - myndir

laugardagur, desember 26, 2009

Gleðilega bumbutíð

„Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna...“

Úreldu hugmyndirnar um hvað börnin eiga að fá er eitt mál, en ég hef meiri áhyggjur af því hvernig foreldrarnir eyða í börnin. Hann fær bók, en hún fær eina nál og litaðan þráð á kefli?

Hérna elsku sonur, hér er bók handa þér *hlunk* og handa... hinu barninu okkar, þessi nál *plíng* og já verum grand á því og höfum einn tvinna með. Jæja vaskaðu nú upp og farðu svo að stoppa í nærbrækurnar mínar.

Strákurinn fær gjöf fyrir svona fjögurþúsund kall en þetta pakk tímir bara svona 90 krónum í hana. Scumbags.

En já, gleðileg jól. Kveðja frá ofátsdeildinni, þar sem er verið að dæla uppúr maganum á mér.

Bjölli Brók.