Púmmaljós
Gammlásskvöld hefst á því að ég er með 'Hip Hop Hooray' með Naughty By Nature á heilanum og er það blönduð blessun. Framundan er knall, hurðarsprengjur og sveittir dansiskór. Ekki má gleyma flóði hátíðarmatar, þar sem puran lekur af hverju kartöflustrái.
Þetta blogg hefur verið býsna eitt og yfirgefið þetta árið og finnst mér það soldið leiðinlegt. Mér finnst að árið 2009 hafi gengið að bloggmenningunni dauðri. Katrín hitti naglann á höfuðið um daginn, þegar hún sagði að Facebook væri búið að drepa bloggið. Það er að mörgu leiti rétt. Hugmyndarkorn sem hefði orðið að færslu í gamladaga (í fyrra) er núna bara einhver status-tuska.
Svo er það þessi blessaða kreppa og tuðið sem viðgengst á netinu. Ég man þegar BLOGG var vettvangur skemmtilegra pælinga, hnyttinna athugasemda og sagna úr glettnum raunveruleikanum. En það eina sem kemur í hugann á mér þegar ég hugsa um BLOGG þessa dagana er botnlaus pottur af kúkagraut þar sem er ekkert annað en kreppuvæl og nafnlaus tröllaskapur. Ég get alveg haldið áfram að skrifa um bjánalega vitleysu, en allir aðrir eru að velta sér uppúr morknu tuði og moggabloggi. Mér líður eins og Poison eftir að Nirvana kom til sögunnar. Ég vil bara strekkja á spandexbuxunum mínum meðan allir aðrir vilja hata foreldra sína og grenja.
En enga depurð. Ég er farinn upp í Breiðholt að sprengja þessa klikkun hér:
Viva hair metal, gleðilegt ár og Hipp Hopp húrreeeeiiiii hóóóóóóó heeeeiiiii hóóóóóóó...
Þetta blogg hefur verið býsna eitt og yfirgefið þetta árið og finnst mér það soldið leiðinlegt. Mér finnst að árið 2009 hafi gengið að bloggmenningunni dauðri. Katrín hitti naglann á höfuðið um daginn, þegar hún sagði að Facebook væri búið að drepa bloggið. Það er að mörgu leiti rétt. Hugmyndarkorn sem hefði orðið að færslu í gamladaga (í fyrra) er núna bara einhver status-tuska.
Svo er það þessi blessaða kreppa og tuðið sem viðgengst á netinu. Ég man þegar BLOGG var vettvangur skemmtilegra pælinga, hnyttinna athugasemda og sagna úr glettnum raunveruleikanum. En það eina sem kemur í hugann á mér þegar ég hugsa um BLOGG þessa dagana er botnlaus pottur af kúkagraut þar sem er ekkert annað en kreppuvæl og nafnlaus tröllaskapur. Ég get alveg haldið áfram að skrifa um bjánalega vitleysu, en allir aðrir eru að velta sér uppúr morknu tuði og moggabloggi. Mér líður eins og Poison eftir að Nirvana kom til sögunnar. Ég vil bara strekkja á spandexbuxunum mínum meðan allir aðrir vilja hata foreldra sína og grenja.
En enga depurð. Ég er farinn upp í Breiðholt að sprengja þessa klikkun hér:
Viva hair metal, gleðilegt ár og Hipp Hopp húrreeeeiiiii hóóóóóóó heeeeiiiii hóóóóóóó...
5 Comments:
Sweet bomba!
ssk
Ég er hjartanlega sammála með facebook vs. blogg kenninguna, ég hef einmitt pælt í þessu sjálf og bölvað yfir þessari þróun. Og ég er því alltaf voða ánægð þegar þú kemur með færslu :)
Takk fyrir síðast :).
Verum duglegri á þessu ári.
Já þið Hnakkus megið gjarnan blogga aðeins meira... Kann ekki við að gerast vinir ykkar á facebook þar sem ég þekki ykkur ekki neitt.
SAG
þú bloggar svo skemmtilega svo EKKI HÆTTA AÐ BLOOGAABJÖLLI!
Skrifa ummæli
<< Home