<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





fimmtudagur, janúar 28, 2010

Satan!!!



Ég horfði á hrollvekjuna The House of the Devil um daginn og ég bara get ekki mælt nógu mikið með henni. Bara hættu að lesa og sjáðu hana. Kvikmyndargerðarmennirnir hafa bara sest niður og ákveðið að gera eitís hryllingsmynd. Niður í minnstu smáatriði. Og þeir ná lúkkinu og fílingnum fullkomlega. Það er nefnilega auðvelt að klúðra eitís homage-i með einhverju djóki og of miklu af píanólyklabindum þúst. Þeir náðu þessu líka vel í Boogie Nights (fyrir utan Don Johnson gallann í endann).

En wá, þvílíkt eitís klám. Litirnir, sjónarhornin, plottið, leikmyndirnar... Jafnvel fonturinn í kreditlistanum er fullkominn. Þeir gáfu hana meira að segja út á limited edition VHS. Og auðvitað er hún alveg horfa-í-gegnum puttana óhugnaleg. Ekkert ógeðis-slash-fest einsog við erum vön í dag, heldur ekta gamaldags spenningur.

Það er ekki séns að þróunin sem er í gangi í dag snúist við. Það eina sem dugar oní æskuna í dag sem getur gúgglað mannaslátur á netinu hvenær sem er, er stans- og heilalaust blóðblæti og ódýr bregðuatriði. En mikið ofboðslega er gaman og hressandi að sjá svona gömul og góð hryllingsgildi.

En já, allir að sjá, eins og skot!

PS
Á morgun ætla ég að setja inn lag úr myndinni á Btown. Fylgist með!

3 Comments:

Anonymous gulla said...

Vei æði, ég er nebblega að verða búin leita uppi og horfa á allar góðar gamlar hryllingsmyndir. Algjörlega sammála þér, hryllingsmyndir í dag eru ekki fólki bjóðandi sem er með IQ yfir 12. Annars finnst mér seventís vera besti hryllingsmynda áratugurinn, Don't look now, Carrie, The Wicker Man, The Changeling og fleira, þetta eru ekki aðeins góðar horror myndir heldur líka bara meiriháttar myndir yfir höfuð. Hey, líka margar geggjaðar spænskar spúkí myndir nýlega, The Orphanage og Time Crimes eru bara með betri hryllingsmyndum sem ég séð evör, tékkaðu endilega á þeim! (Og svo er The Others nottla einnig spænsk, og frábær..)

4:08 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Kewl, bæti þessum við á listann!

12:56 f.h.  
Blogger odi hattarinn said...

Sjitt mig langar að sjááúú.

2:52 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home