<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





sunnudagur, apríl 18, 2010

Spú

Ég greini þjóðernisstolt í fréttaflutningi af gosinu.

Þegar útvarpsfréttirnar segja að gosið í Eyjafjallajökli sé að loka öllum flugvöllum Bretlands þá nota þau sama tón og þau myndu nota til að tilkynna að Tom Hanks hafi sést með húfu frá 66° Norður. Eða að John Travolta hafi fengið bensín á flugvélina í Keflavík.

Það er auðvitað fátt sem íslenskir fjölmiðlar elska meira en að nefna Ísland í tengslum við alþjóðlegra viðburði. Og nú eru Belgískir ferðamenn að gráta sólarlandaferðina sína og sjálfur Bandaríkjaforseti kemst ekki til útlanda út af ÍSLENSKU eldfjalli! Þá er sko lítið eldgos að hamast í brjósti fréttamanns.

„Milljónir manna eru strandaglópar um gervalla Evrópu og röskunin á alþjóðaflugi er nú orðin meiri en eftir hryðjuverkaárásirnar ellefta september 2001... Ligga ligga lá.“

Þetta gátum við, litla Ísland! Allt þetta umstang... út af okkur! Litla Íslandinu okkar! Það eru allir að tala um okkur í útlöndum! Oh sjáiði, útlendingar kunna ekki að segja "Eyjafjallajökull"! Guð ég fæ bara bóner af öllu þessu umtali um ÍSLAND! Sjáiði fyrirsagnirnar! Má ég setja þær á ísskápinn? Bíðið bara eftir Kötlugosi þá munu þeir jafnvel tala um okkur í... AMERÍKU!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

fyndid !

Hanna

4:32 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Takk! En hey eru þeir alltaf að tala um okkur í Ameríku????? (þúst Ísland sko)

11:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home