Donna Mess, Mr. Silla og Gruesome Twosome a Grand Rokk
Fimmtudagsins 15. september 2005 verður minnst með mikilli hlýju hér á Ballöðunni. Nokkrir hæfileikaríkir, ungir tónlistarmenn héldu skemmtun fyrir sjálfa sig og þá sem vildu á þá hlýða og úrkoman var töfrandi kvöldstund þar sem frábær stemning og innilegt andrúmsloft héldust hönd í sveitta hönd.
Skífukast kvöldsins var í höndum hins áleitna tvíeykis GRUESOME TWOSOME. Ótrúlegir proffar þar á ferð. Þau algerlega slógu hund (nýtt slangur sem ég er að prófa) og það var ekki þurrt auga í húsinu. Wá, úff það var sko dansað einsog Patrick Swayze hér um árið. Meðlimir GRUESOME TWOSOME eru ég og Harpa.
MR. SILLA er tónlistarmaður sem ég er að fylgjast náið með þessa dagana. Hún syngur við eigin gítarundirleik eða yfir tölvu. Þetta er í þriðja sinn sem ég sé hana koma fram og alltaf vekur hún gríðarlega lukku. Frábær söngkona. Coverið hennar á 'Purple Rain' þarf að gefa út hið snarasta.
Aðalnúmer kvöldsins voru svo darraðarkvensurnar í DONNA MESS. Björg, Iðunn og Sara eru alltaf jafn dáleiðandi á sviði. Þær hristu þvílíkt upp í mannskapnum að allir gluggar brotnuðu og fólk sogaðist út. Þær spiluðu glænýtt lag (sem mér láðist að spurja hvað hét) sem var svo gott að það kviknaði í hljóðmanninum. Þegar ég ætlaði að skvetta á hann bjór til að slökkva bálið afþakkaði hann pent. "Ég brenn fyrir Donnu Mess." Sagði hann.
***UPPDEIT*** Takk mongoose fyrir myndirnar.
Skífukast kvöldsins var í höndum hins áleitna tvíeykis GRUESOME TWOSOME. Ótrúlegir proffar þar á ferð. Þau algerlega slógu hund (nýtt slangur sem ég er að prófa) og það var ekki þurrt auga í húsinu. Wá, úff það var sko dansað einsog Patrick Swayze hér um árið. Meðlimir GRUESOME TWOSOME eru ég og Harpa.
MR. SILLA er tónlistarmaður sem ég er að fylgjast náið með þessa dagana. Hún syngur við eigin gítarundirleik eða yfir tölvu. Þetta er í þriðja sinn sem ég sé hana koma fram og alltaf vekur hún gríðarlega lukku. Frábær söngkona. Coverið hennar á 'Purple Rain' þarf að gefa út hið snarasta.
Aðalnúmer kvöldsins voru svo darraðarkvensurnar í DONNA MESS. Björg, Iðunn og Sara eru alltaf jafn dáleiðandi á sviði. Þær hristu þvílíkt upp í mannskapnum að allir gluggar brotnuðu og fólk sogaðist út. Þær spiluðu glænýtt lag (sem mér láðist að spurja hvað hét) sem var svo gott að það kviknaði í hljóðmanninum. Þegar ég ætlaði að skvetta á hann bjór til að slökkva bálið afþakkaði hann pent. "Ég brenn fyrir Donnu Mess." Sagði hann.
***UPPDEIT*** Takk mongoose fyrir myndirnar.
2 Comments:
Sögurnar af gruesome twosome genginu ganga hér um eins og sinueldur........þið voruð svo svívirðilega góð!totally nuts.....
BYE TO THE MAX - Björg
Veistu, ég verð að fá þetta Purple Rain cover helst í gær svo ég geti sett það á rípít næstu 3 árin.
Skrifa ummæli
<< Home