Fáskrúðsfjörður: nokkur bráðabyrgahreysi í miðju strjálendi íslensku túndrunnar. Þar sem menn eru menn og konur eru líka menn. Aðeins hinir sterkustu sjá dagsins ljós á ný. Hinum veiku er refsað grimmilega af vægðarlausum náttúruöflunum. Með tiltölulegan eldmóð í hjarta og frosið hor í skegginu vaða veiðimennirnir slabbið í leit að einhverju ætilegu. Rjúpugrey, mink eða máski ísbjarnarhún, sem hefur villst af leið. Ættbálkurinn bíður. Þau halda öll í vonina að veiðimennirnir færi þeim eitthvað ætilegt til að seðja hungrið sem sækir svo á þau. Þeir þurrka hrímið af spjótunum sínum.

2 Comments:
Túndra er fyndið orð og vinsælt hjá þér
Dúndur Túndur.
Skrifa ummæli
<< Home