<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





föstudagur, desember 23, 2005

"Villi!
...og Lúlla!"














Diskóæðið sem grípur landann árlega er á næsta leiti. DJ Margeir hefur haldið sitt árlega kvöld tileinkuðu fjólubláum ljósum, speglakúlum og draugi Lizu Minelli í heilan áratug og nú er komið að því síðasta. Diskókvöldið verður haldið á Óðali þann annan í jólum og ég mæli með því að fólk setji sig í stellingar. Munúðarfullar stellingar. Öruggar heimildir segja mér að ekkert verður til sparað og að kvöldið verði ógleymanlegt þeim sem drekka ekki of mikið. Þegar þið mætið, leitið að manninum við barinn sem drekkur bláan Maitai og klæðist purpurableikum náttslopp og sólgleraugum í stíl.

Ballaðan getur birt ykkur þetta exclusive myndband sem var unnið sérstaklega fyrir kvöldið:
Diskókvöld Margeirs - The Motion Picture.

Svo sannarlega stikla í alþjóðlegri kvikmyndagerð.


Í tilefni Diskókvölds Margeirs vil ég skella nokkrum lögum inn til að koma ykkur í rétta gírinn:
Lotterboys - 'Heroine' (DJ Kicks remix)
Björgvin Halldórsson - 'Himinn og Jörð'
Chic - 'Everybody Dance (Clap Your Hands)'
Rolling Stones - 'Emotional Rescue'
ELO - 'Shine a Little Love'
Yoko Ono - 'Walking on Thin ice'
Þú og Ég - 'Villi og Lúlla'

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home