<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





sunnudagur, maí 14, 2006

M

Allar mömmur eru frábærar að sögn, en mín mamma er frábær í alvörunni. Hún er fyndin, smekkleg og vill öllum vel. Best er þó skemmtileg notkun hennar á móðurmálinu, enda orðheppin mjög. Ég reyni að nota gullmola frá henni eins mikið og ég get í daglegu tali:

Hattaprestur er svona standur með snögum á. Eins og prestur í lok messu stendur hann við útidyrahurðina, heilsar gestum og tekur við höttum þeirra og frökkum. Ég hef ekki enn hitt manneskju sem hefur heyrt þetta húsgagn kallað hattaprest áður.

Ein örk af eldhúsrúllu er Eyðublað. Á matmálstímum segi ég, "má ég fá eitt eyðublað hjá þér?" en fæ bara undarleg auglit og "ha?" í staðinn. Það er ekki eins og ég sé að reyna að vera eitthvað fyndinn eða 'spes' þegar ég bið um eyðublað til að þerra mæjónes af munnvikunum, þetta var bara aldrei kallað annað þegar ég ólst upp. Tissjú getur líka verið Húsbréf.


Ég vil ljúka þessu með því að yrkja ljóð um hana mömmu mína:


Mamma mín er æði
og er hún tákn um gæði.
Sjaldan er hún til mæði
og í henni er lítil bræði.
Nema stundum bæði.

Um mömmu hér ég ræði.
Sem veitir þreyttum næði
eldar þeim ljúffengt fæði
og ber á vopnin klæði.
ömm...
Manstu eftir
skóversluninni Skæði?



Sorrý piltar, hún er frátekin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home